Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 29
1776) hefði þegar verið búinn að þýða Xfifsetukvennaskólann. Við þessi tíðindi fe'H Halldór frá eigin þýðingaráformum °g fékk leyfi Vigfúsar til að gefa út þýðingu hans. Halldór segir sjálfur í for- mála bókarinnar að eftir að hann fékk leyfl að nota þýðingu Vigfúsar, fékk hann samþykki Ólafs Gíslasonar bisk- uPs í Skálholti (1691-1753) fyrir útgáfu yfifsetukvennaskólans og bar hugmynd- lr|a jafnframt undir prestastefnu sern haldin var á Flugumýri í Skagafirði í l°k ágúst 1748.3 Fræðslumál yfir- setukvenna virðast hafa verið mönn- 11111 n°kkuð hugleikin á þessum tíma, ln 1 að í prestastefnubókinni má sjá að Porsteinn Pétursson (1710-1785) prest- Ul á Staðarbakka, benti á að það væri nauðsynlegt að yfirsetukonur fengju einhverja formlega fræðslu. Halldór svaraði því þá til að hann ætlaði að láta P‘enta kennslubók handa yfirsetukonum a íslensku.4 •lón Steffensen prófessor (1905- 91) taldi að önnur ástæða gæti legið að útgáfu bókarinnar. Jón taldi sennilegt a Halldór hafi gefið bókina út fyrir ólstuðlan Ludvig Harboe (1709-1783) sent rannsakaði fræðslumál hér á landi Urn miðja 18. öld og að Harboe hafi Jafnfiamt fengið Vigfús Jónsson prest ítardal (1706-1776) til að þýða bók- Ula úr dönsku. Halldór minnist ekki á arboe einu orði í formála bókarinnar, telur Jón að það sé vegna deilna e|rra á milli um veitingu Hólastóls n°kkru áður.5 Athygfi vekur að bókin kemur út 6 efu árum áður en landlæknisembættið er stofnað á íslandi. Ef miðað er við I Brynjólfsson biskup á Hólum (1692- fyrir i ^alldór bar hag yfirsetukvenna út v 7°',í °s tcddl nauðsynlegt að gefa þrem H frœds!urit fyrir þœr. Hann lést Ur arum eftir útgáfu bókarinnar. tilgátu Jóns Steffensen um tilhlutan Harboe að útgáfu bókarinnar mætti e.t.v. segja að útgáfan hafi verið liður í form- legri uppbyggingu heilbrigðiskerfis á Islandi. En samkvæmt frásögn Halldórs sjálfs ber útgáfan frekar vott um fræði- legan áhuga hans á efninu og almenna þörf á slrku riti. Um höfund bókarinnar I formála bókarinnar segir Halldór að enginn hafi skrifað eins ítarlegt fræðslu- rit fyrir yfirsetukonur eins og „ ... þessi hrósverði author Balthasar Johann de Buchwald“ og því hafi Halldór ákveðið að gefa út þekkt ljósmæðrarit eftir hann, Nye Jorde-Moder-Skole sem kom út í Danmörku árið 1725. Buchwald (1697- 1763) var danskur læknir og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk doktorsgráðu í læknisfræði árið 1720 og fór sama ár í námsferð til Hollands þar sem hann heillaðist af fæðingarhjálp fyrir tilstilli þekktra Iíf- færafræðinga, þeirra Henricks van Deventers (1651-1724) í Haag og Frederiks Ruysch (1638-1731) í Amsterdam. Buchwald lærði einnig hjá þýskum líffærafræðingi, Lorenz Heister (1683-1758), og hollenska lækninum Herman Boerhaave (1668-1738).6 Allir voru þeir frumkvöðlar innan líffæra- og fæðingarfræðanna.7 Fimm árum síðar varð Buchwald læknir í eyjunum Lálandi og Falstur í Danmörku, og gaf þá út Nye Jorde-Moder-Skole út eftir hvatningu frá yfirvöldum (Jordemoder- kommissionen).8 Bókin kom út í annarri útgáfu árið 1739, en í formála hennar segir Buchwald að hann telji að yfir- setukonur eigi skilið að fá kennslurit um fæðingarfræðin og því hafi hann ákveðið að taka saman Nye Jorde-Moder-Skole.9 Árið 1738 tók Buchwald við prófessors- stöðu við Kaupmannahafnarháskóla, þar sem hann kenndi meðal annars Bjama Pálssyni (1719-1779), fyrsta landlækni íslands. Buchwald lét málefni íslenskra og danskra ljósmæðra sig töluvert varða á starfsævi sinni og beitti sér fyrir menntun þeina og launagreiðslum.10 Buchwald varþó í raun ekki eiginleg- ur höfundur Nye Jorde-Moder-Skole því bókin er að mestu leyti þýðing á sænskri kennslubók í ljósmóðurfræði eftir lækn- inn Johan von Hoorn (1662-1724).11 Hoom aflaði sér reynslu og þekkingar í fæðingarfræðum í París á árunum 1687- 1689, og fékk þar fræðslu hjá Fran§ois Mauriceau (1637-1709), Paul Portal (1630-1703) og Philippe Peu (1623- 1707) sem urðu allir þekktir fyrir fram- Titilsíða Operationes Chirurgicœ... eftir Henrick van Deventer (1651-1724) frá árinu 1701. Deventerertalinn einn affrumkvöðlum í fœðingafrœðum um aldamótin 1700 og var einn af kennurum Buchwalds. lög sín til líffæra- og fæðingafræða.12 Hoorn hugðist jafnframt læra á Hótel- Dieu, einu elsta og þekktasta sjúkra- húsi Parísar, en átti erfitt með að fá þar aðgang.13 Þá fékk hann að fylgjast með þekktri ljósmóður, madame Allegrain, að störfum í fátækrahverfum Parísar og öðlaðist þar dýrmæta reynslu og þekk- ingu. Hoorn lauk svo læknaprófi árið 1690 í Leiden, fluttist til Stokkhólms 1692 og varð frumkvöðull í fæðinga- og ljósmæðramálum í Svíþjóð.14 Árið 1697 gaf Hoorn út fyrstu sænsku kennslubókina í Ijósmóðurfræðum, Then swenska walöfwade jordegumm- an. Bókin var mikil að vöxtum, tæpar 400 blaðsíður að lengd og með nokkr- um myndum. Hoorn fannst bókin vera nokkuð erfið aflestrar fyrir alþýðufólk, svo hann ákvað að taka fyrstu hluta hennar og gefa út í sérstakri bók sem kom út árið 1715 undir titlinum The twenne gudfruchtige ... Siphra och Pua og var hún þýdd á mörg tungumál.15 í formála bókarinnar kom Hoorn (líkt og Buchwald) inn á nauðsyn þess að yfir- setukonur fengju góð fræðslurit í þeirra vandasama starfi.16 Árið 1719 kom bókin út í annarri útgáfu og það var sú útgáfa sem Buch wald þýddi yfir á dönsku 1725 og kom svo út á íslensku árið 1749. Þannig eru bein tengsl á milli Yfirsetukvennaskólans, sem kom út á Hólum 1749, og Then swenska walöfwade jordegumman, sem kom út í Svíþjóð árið 1697 (sjá töflu I). Ljósmæðrablaðið júní 2007 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.