Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 6
Áhyggjur og kvíði á meðgöngu Eðlilegur fylgifiskur eða óásættanlegt fyrirbæri Útdráttur Þar sem meðganga er tími mikilla breyt- inga hjá konum, sérstaklega konum sem eiga von á sínu jyrsta barni álíta margir eðlilegt að tilfinningar eins áhyggjur og kvíði skjóti upp kollinum einhvern- tímann á meðgöngunni. En hvað er það sem veldur konum áhyggjum og kvíða á meðgöngu? Tilgangur þessarar rannsóknar er að fá innsýn í hugarheim kvenna varðandi áhyggjur og kvíða á meðgöngu oggreina hverjar eru orsakir fyrri vanlíðaninni. Notast er við eigindlega rannsóknarað- ferð og stuðst er við rannsóknaraðferð sem hefur verið nefndaðferð Vancouver- skólans í jyrirbærafrœði. Þátttakendur voru níu barnshafndi konur sem sóttu mœðravernd á Heilsugœslustöðina á Akureyri. Tekið var eitt viðtal við hverja konu og viðtölin hljóðrituð. Við úrvinnslu á viðtölum voru greind jimm þemu en þau voru; reynsla, fóstur- lát, fósturgallar, fæðing og daglegt líf. Helstu niðurstöður sýndu að allar konurnar fundu jýrir einhverjum áhyggjum tengdum meðgöngunni. Túlka má kvíða og áhyggjur kvennanna helst sem neikvæðar vangaveltur sem jœstar höfðu mikil áhrif á daglegt líf þeirra. Lykilhugtök: meðganga, áhyggjur á meðgöngu, kvíði á meðgöngu, jýrir- bœrafræði, viðtöl. Inngangur Vægar áhyggjur og kvíði geta orðið til þess að einstaklingur leiti sér upplýs- inga varðandi það sem veldur honum áhyggjum og nýti þær þannig með jákvæðum hætti. Sem dæmi má nefna þungaðar konur sem leita sér upplýs- inga á meðgöngu varðandi mataræði, hvernig æskilegt er að foreldrar hagi sér á meðgöngu, hvað er að gerast á hverjum tíma meðgöngunnar eða til að fá upplýsingar um ákveðin einkenni sem þær fínna fyrir. Hins vegar ef áhyggjur og kvíði verðandi móður af meðgöngu og fæðingu eru það miklar að hún getur ekki notið hinnar stórkostlegu lífs- reynslu, er nauðsynlegt að taka það Höfundar: Sigfríður Inga Karlsdóttin Ijósmóðir; hjúkrunarfræðingur M.Sc. Lektor við Háskólann á Akureyri / Ijós- móðirvið Sjúkrahúsið áAkureyri Arna Rut Gunnarsdóttir; hjúkrunarfræðingur B.Sc. Eva Dögg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur B.Sc. Linda Björk Snorradóttir; hjúkrunarfræðingur B.Sc. Ragnheiður Birna Guðnadóttir; hjúkrunarfræðingur B.Sc mjög alvarlega (Guðrún Sigríður Ólafs- dóttir, 2003). Við upplýsingasöfnun í mæðravernd Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) eru konur spurðar hvort þær fínni fyrir áhyggjum og kvíða í tengslum við meðgöngu. En kveikjan að rannsókninni vaknaði einmitt í tengslum við þá staðreynd að töluverður fjöldi kvenna fínnur fyrir áhyggjum. Rannsakendum fannst því forvitnilegt að fá innsýn í upplifun bamshafandi kvenna af því hvaða þættir það eru sem valda konum áhyggjum og kvíða á meðgöngu. Bakgrunnur rannsóknar Áður fyrr var talið að ekkert hefði áhrif á andlegan og líkamlegan þroska bams í móðurkviði og því skipti ástand móður á meðgöngu ekki máli. í dag er vitað að eðlilegur vöxtur og þroski ófædds barns getur orðið fyrir neikvæðum áhrifum úr ýmsum áttum. Þar má nefna slæman lífsstíl móður, heilsufar hennar og meðgöngutengd vandamál (Mulder o.fl., 2002). Rannsóknir benda til að mikilvægt sé að bera kennsl á konur sem þurfa aukinn stuðning á meðgöngu (Eriksson, Westman og Hamberg, 2006). Lítið er vitað um af hverju sumar konur hafa miklar áhyggjur á meðan aðrar hafa nánast engar (Statham, Green og Kafetsios, 1997). Lýðfræðilegar breytur svo sem aldur, hjúskaparstaða og menntun eru oft tengdar við áhyggjur á meðgöngu, þar sem frumbyrjur, einhleypar konur, ungar konur og konur með litla menntun eru frekar taldar hafa áhyggjur (Öhman, Saltdvedt, Grunewald og Waldenström, 2004; Statham, o.fl., 1997). í umfjöllun um andlega liðan kvenna á meðgöngu virðist ýmist talað um áhyggjur eða kvíða og samkvæmt íslenskri orðabók þá eru áhyggjur og kvíði svipað fyrirbæri. I skilgreiningum á áhyggjum er til dæmis talað um kvíða og í skilgreiningu á kvíða er talað um áhyggjur (Mörður Ámason, 2002). í heimildum er ýmist talað um kvíða eða áhyggjur á meðgöngu og í viðtölum sem tekin voru við konur í þessari rannsókn töluðu þær ýmist um kvíða eða áhyggjur, þess vegna verða bæði orðin notuð í greininni. Áhyggjur og kvíði á meðgöngu geta átt rætur sínar að rekja til erfiðrar meðgöngu- eða fæðingarreynslu konunnar (Melender, 2002b). Þekking og reynsla annarra, til dæmis af erfíðum fæðingum geta valdið auknum áhyggjum, sem og sögur og upplýsingar úr bókum og tímaritum (Levin, 1991). Helstu áhyggjuefni kvenna á meðgöngu Flestar konur upplifa meðgöngu sem ánægjulega og yndislega lífs- reynslu. Nánd við ófætt bam vekur sterkar kenndir bæði af jákvæðum og neikvæðum toga, innra með hinni verðandi móður. Mörgum konum fer snemma að þykja vænt um barnið og það fær jafnvel gælunafn. Móðirin beinir athyglinni inn á við og að baminu og nálgast það tilfinningalega fremur en að líta á það sem framandi vem (Anna Karólína Stefánsdóttir o.fl., 2000). 6 Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.