Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 18
getur valdið legrofi en er mjög sjaldgæft hjá frumbyrjum (Medforth, Battersby, Evans, Marsh og Walker, 2007). Nýjar verklagsreglur tóku gildi á LSH í vor (2008) þegar byrjað var að gangsetja með Cytotec. í þeim er gert er ráð fyrir að konur séu skoðaðar í mæðravemdinni eftir 41 viku, metin sé hæfni legháls og konum boðið að hreyfa við belgjum. Þessar upplýsingar eiga svo að fýlgja með þegar konan kemur inn til gangsetningar í fyrsta lagi við 41 viku og 3 daga í eðlilegri meðgöngu. Foreldrar skulu upplýst um ástæður og framkvæmd gangsetningar og fá afhent upplýsingablað þess efnis. Cytotec er notað til gangsetningar hjá öllum konum, nema þeim sem eru með ör á legi t.d. eftir fyrri keisaraskurð. Við komu á deild eru tekin lífsmörk móður, lega bamsins skráð og er síritun fósturhjartsláttar og legsamdrátta í 30 mínútur. Ef hjartsláttarrit er eðlilegt er gefið Cytotec 50 mícrógrömm undir tungu á 4 klst fresti þar til hríðir hefjast og er hámarksskammtur 200 mícrógr. Konan dvelst á deildinni til eftirlits fram að næstu lyfjagjöf. Þegar samdrættir hefjast svo, er aftur fylgst með fóstur- hjartslætti með sírita og gerð er innri skoðun þar sem leghálsinn er metinn. Ef Bishop skor er jafnt eða meira en 6 er gert belgjarof við fyrsta hentugleika. Örvun með oxýtósín dreypi er svo hafín 2 klst frá belgjarofi, en þó aldrei fyrr en 4 klst em liðnar frá Cytotec gjöf. Ef oförvun verður í leginu má gefa hríðaslakandi lyf, Brycanyl 0,25 mg undir húð eða í æð. Upplifun kvenna af gangsetn- ingum Rannsóknir virðast benda til að konur séu hrifnari af því að vera settar af stað heldur en að bíða og sjá til, þegar þær eru gengnar lengra en 41 viku. I rann- sókn Heimstad og fleiri (2007) þar sem viðhorf og upplifun kvenna af gangsetn- ingu annars vegar og af biða og sjá meðferðinni (expectant management) eftir 41 viku hins vegar vom kannaðar, kemur ifam að þær konur sem vom gangsettar voru líklegri til þess að velja sömu meðferð aftur í næstu meðgöngu (74%) en þær sem fóru sjálfar af stað (38%) og voru undir auknu eftirliti fram að fæðingu. Hins vegar upplifðu gangsettu konumar ákafari hríðar og styttra var á milli þeirra auk þess sem fæðingin var styttri. Þrátt fyrir að meiri- hluti gangsettu kvennana myndi kjósa þessa gangsetningu aftur ef sama staða kæmi upp á næstu meðgöngu, vildi minnihlutinn alls ekki láta gangsetja sig aftur og var þá helsta ástæða þess sú, hversu hraðar og ákafar hríðarnar voru. Vilja greinarhöfundar tengja þessa upplifun kvennana við notkun 50 mícrogr af Cytotec í leggöng og hvetja til frekari rannsókna á lyfínu og skammtastærðum. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli gangsetningar og minni ánægju kvenna með fæðingarupplifun sína. Þetta hefur sérstaklega verið tengt skorti á fræðslu til kvenna um gangsetninguna sjálfa. Konum fínnst þær oft ekki hafa fengið nægilegar upplýsingar um gangsetn- inguna áður en ákvörðun um hana var tekin, og því hafí ákvörðunin ekki verið upplýst (Shetty, Burt, Rice og Templeton, 2005). í fræðilegri samantekt Cochrane gagnagrunnsinns (2008) kemur fram að sú stefna að gangsetja konur við 41 viku borið saman við að bíða eftir að kona fari sjálf af stað í viku eða fram að fæðingu, tengist lægri burðarmáls- dauða. Hins vegar er áhættan ákaflega lítil. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á, að ef að náið eftirlit er haft með konum eftir 41 viku meðgöngu er ekki munur á útkomu (Heimstad, Skogvoll, Matts- son, Johannsen, Ek-Nes og Salvarsen, 2007). Hjá sykursjúkum konum er annað upp á teningnum þar sem aukin áætta er á dauða í móðurkviði hjá þessum konum og er því mælt með að gangsetja þær við 40 viku ef allt gengur vel (Hofmeyr, Neilson, Alfirevic, Crowther, Duley, Gíilmezoglu, Gyte og Hodnett, 2008). Skiptar skoðanir um ágæti Cytotec Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti Cytotec eins og komið hefúr fram. Enginn vafí liggur á því að lyfið er árangursríkt við að framkalla samdrætti í legi og til að framkalla fæðingu, það er ódýrt og auðvelt er að gefa það. I flestum tilfellum verkar það vel og engin vandamál koma upp. En það eru aukaverkanir lyfsins sem vefjast fyrir fólki og sú staðreynd að lyfið er notað án þess að hafa verið rannsakað á full- nægjandi hátt að margra mati. Ina May Gaskin ljósmóðir er ein þeirra sem látið hefur í ljós áhyggjur sínar og efast um að konur væru jafti viljugar að taka þetta lyf ef þær væru að fullu upplýstar um mögulegar aukaverkanir þess. Hún hvetur til að um upplýst samþykki sé að ræða í hverju tilfelli fyrir sig- Hún er jafnframt meðlimur í hópi 40 bandarískra kvenna sem hafa allar fengið alvarlega fylgikvilla í kjölfar gangsetningar með Cytotec (Gaskin, 2003). Bandaríska lyfjaeftirlitið FDA (2005) hefur ekki samþykkt notkun Cytotec á meðgöngu til gangsetningar,eða eftir fæðingu til að stöðva blæðingu. Þeir telja að ekki hafi verið sannað að lyfið sé árangursríkt eða öruggt. Þeir segja lyfið geta haft alvarlegar afleiðingar eins og legrof þegar lyfið er notað til gangsetn- ingar, sem getur valdið alvarlegri blæð- ingu, legnámi eða dauða móður eða bams. Aukaverkanimar em algengan hjá konum sem hafa ör á legi eftir keis- araskurð eða hafa fætt mörg börn. Fleiri hópar hafa mótmælt notkun lyfsins og þarf ekki að leita lengi á 1 8 Ljosmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.