Einherji


Einherji - 28.01.1965, Blaðsíða 1

Einherji - 28.01.1965, Blaðsíða 1
f i T ★ Samvinnufé- lögin skapa sann- virði á vöru og auka öryggihvers byggðarlags. ★ Gangið í sam- vinnufélögin. ★ Verzlið við samvinnufélögin. Blað Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. ★ Samvinnan skapar betri lífs- 1. tbl. Fimmtudagur 28. janúar 1965. 34. árgangur. kJör* Á R A M 0 T Meirihluti bæjarstjórnar (íhald og kratar) kom í veg fyrir að tveir fyrr verandi starfsmenn bæjarins yrðu endurráðnir Áríð 1964 er liðið og til- heyrir sögunni. Nýtt ár hef- ur þegar hafið göngu sína, og áður en varir er því einn- lokið. Þannig er Itíminn. Fljótur að líða í dagsins önn, en sýnist þó silast á- fram þar sem aðgerðarleys- ið býr. Þótt árið 1964 sé liðið er rétt að renna hug- anum yfir annál iþess. At- bugun á því liðna getur leið- beint við lausn á vanda iíð- andi stundar og komandi daga. ★ UMHEIMURINN Árið 1963 var ár óvæntra viðburða, er mörkuðu skýr spor í samtíðina. Á alþjóða- vettvangi var vaxandi sam- sltarfsvilji, og stórveldin sýndu í verki samstarfsvilja og bægðu frá, í bili, kjarn- orkustyrjöld og heimsbyggð- in andaði léttar og eygði] nýja von. Að vísu fylgdu þessu myrkir atburðir, eins og morðið á forseta Banda- ríkjanna, en þrátt fyrir það lau'k árinu 1963 þannig, að mikils var vænzt af árinu 1964. En það er eins og hinir góðu atburðir ársins 1964 hafi látið bíða eftir sér, og fátt markvert gerzlt. Að vísu eru sumir þeir, er mest réðu um framvindu mála í ársbyrjun, horfnir af sjónarsviðinu og aðrir komn- ir i staðinn, en árið 1965 sker úr um það, hvort það hafi áhrif til hins betra, eða ekki. Eins og árið 1963 var ár stóratburða er eigi sáust við sjónhring í ársbyrjun, gerðust árið 1964 ekki þeir atburðir, er menn bjuggust við að myndu koma. Og þó hefur heldur þokað í rétlta átt. ★ Á ÍSLENZKRI GRUND Þegar við íslendingar kvöddum lárið 1964, var það staðreynd að 4 góðæri höfðu 'komið í röð. Það var ár- gæzka til lands og sjávar. Sjávarafli varð meiri en nokkru sinni áður, eða um 960 þús. lestir, og er það um 24% aukning frá 1963. Verð á afurðum okkar fór hækk- andi á erlendri grund. Land- búnaður gekk vel og þjóð- artekjur ukust um meira en 20%. Það hefði þvi átt að vera bjart yfir. Batnandi ^fnahagsaðstaða út á við og hækkandi laun allra, er kaup taka fyrir vinnu sína, og atvinnuvegirnir hagnazt á árinu- En því miður er betta ekki mynd efnahags- lífsins í dag. Hún er allt 6nnm', og eftir fjögur ein- stæð góðæri stöndum við yerr að vígi en fyrir fjórum 'árum. Þjóðin í heild, ríkið, berzt í bökkum og hefur ekkert bætt aðstöðu sína, því gjaldeyrissjóðir duga varla móti auknum skuld- um. Flestir einstaklingar og mörg almenningsfélög ná ekki saman endum í árslok og verða að taka lán til að geta greitt skatta og útsvör til ríkis og bæja. Atvinnu- vegirnir virðast ekki geta skilað lægstu launum til hins vinnandi manns. En nokkrir einsltaklingar og ,,gervifélög“ hafa stóraukið tekjur sínar umfram dýrtíð, og meiri hluti þess f jár kom- inn út fyrir landsteinana. Þannig hefur þjóðarheildin og vinnandi þegnar glatað góðæri f jögurra ára og misst auknar þjóðartekjur úr greip Ólafsfjarðarkaupstaður varð 20 ára um síðustu áramót. Fyrsti bæjarstjórinn var Þórður Jónsson, bóndi á Þóroddsstöð- um, eitt ár, en síðan Ásgrímur Hartmannsson. Miklar framfar- ir hafa orðið í Ólafsfirði á þessum áruni og mörg árin vel- megun. Skóli var byggður, fé- lagsheimili, hafn;p-bætur gerð- ar, mjólkursamlag byggt, starf- rækt eru þrjú frystihús, bærinn hitaður með laugarvatni, og fjöldi íbúðarhúsa byggður. Und- irstaða að þessum framförum er hin mikla útgerð staðarins. Sex stórir bátar eru gerðir út, álíka margir minni þilfarsbát- ar, og fjöimargar trillur. Mik- inn afla hefur bátaflotinn dreg- ið á land á undanförnum ár- um. Og Ólafsfjörður er líka landliúnaðarsveit, sem sér kaup staðnum fyrir nægum og góð- um sér, en situr eftir með vaxandi dýrtíð, aukin fjár- hagsvandræði og óvissu á byrjuðu ári. Hér hlýtur eitt- hvað meira en lítið að vera að. Stjórnarstefnan hlýtur að vera meira en lítið mein- gölluð, úr því hún hefur þannig getað eyðilagt 4 ára góðæri og meira en það. Eða er stefnan nýtileg, en fram- kvæmd hennar hjá einstök- um ráðherrum svo léleg? Líklegt að hvort tveggja sé, kompásinn viftlaus og stjórn- endur lélegir. Eitt er víst, að fáir telja fýsilegt að ferð- inni sé fram haldið, og telja ekki annað sýnilegt en fleyt- an sökkvi eða strandi, ef veður versnar. Verkefni ársins 1965 verð- ur því að vera að undirbúa byggingu nýrrar stjórnar- skútu. Vinna síðan vel að smíðinni og sjósetja á næsta iári. Gömlu skútuna þarf að setja í nauslt við fyrsta tæki- færi . um nauðsynlegum búsafurðum. Skátar kveiktu á hundruðum l)lysa hér fyrir ofan á þrettánd- anum, er mynduðu ártalið 1965 Svo sem kunnugt er, var öll- um föstum starfsmönnum bæj- arins sagt upp starfi á sl. ári. Stór hópur starfsmannanna voru ráðnir með þriggja mán- aða uppsagnarfresti, miðað við 1. október. Samkv. því áttu þeir að láta af starfi 1. janúar sl. 1 þessum liópi voru þeir Skarphéðinn Guðmundsson, Ás- geir Gunnarsson og Hafliði Sigurðsson, sem stjórnað hafa þungavinnuvélum bæjarins. Starfsmenn þessir eiga langt og farsælt starf að baki lijá bænum. Einn þessara manna hefur starfað í tæp 17 ár, en hinir tveir í 7—8 ár. Mánuði eftir að þeim barst uppsagnar- bréfið frá bæjarstjóra, skrifuðu þeir bæjarráði og tjáðu því, að ef til endurráðningar kæmi 1. jan., þá færu þeir fram á kaup- hækkun. Nokkru seinna barst þeim svo bréf frá bæjarstjóra, þar sem þeim er tilkynnt, að á fundi bæjarstjórnar, 13. nóv. sl., hafi verið samþykkt að endurráða iþá. 1 bréfi bæjar- stjóra segir in.a.: „Samkv. sam- þykkt þessari eru þér hér með endurráðinn starfsmaður kaup- staðarins, -sarnkv. gildandi launa samningum milli SMS og kaup- staðarins, til starfa, samkv. vænlanlegum starfsreglum, er fagurlega, og liér veslan við bæ- inn var mikil brenna sama kvöld. viðkomandi yfirmaður setur.“ Þetta bréf berst þeim án þess að nokkrar viðræður við þá liafi farið fram um endurráðn- ingu. Sem sagt: við endurráð- um ykkur, við ráðum kaupi ykkar, við ráðum ykkur til starfa samkv. væntanlegum starfsreglum, er viökomandi gf- irmaður selur. Við ráðum, ykk- ar er að hlýða. Þetta var for- spil bæjarstjórnarmeirihlutans í garð þessara starfsmanna sinna. Það segir sig sjálft, að úr því að bæjarstjórn var búin að segja þessum starfsmönnum upp starfi og þeir búnir að til- kynna bæjartjóra að þeir end- urréðu sig ekki upp á sömu kjör og þeir áður höfðu haft, þá var þeim frjálst að setja fram þau skilyrði fyrir endur- ráðningu, sem þeir kærðu sig um. Þetta skilja allir nema bæjarstjóri og bæjarstjórnar- meirihlutinn í Siglufirði. Þessi vinnubrögð bæjarstjórnarmeiri- hlutans og önnur miður heppi- leg, urðu til þess, að umræddir starfsmenn hættu störfum hjá bænuin 1. janúar sl. Afgreiðsla málsins í bæjarstjóm 11. janúar sl. er boðað til skyndifundar í bæjarstjórn. Þar sem fundarboðuninni fylgdu engin afrit af fundargerðum bæjarráðsbæjarráðs, sem ætl- unin var þó, að afgreiða á fundinum, eru slík vinnubrögð bæjarstjóra brot á fundarsköp- um bæjarstjórnar Siglufjarðar. Sérstaklega eru þessi vinnu- brögð bæjarstjórn vítaverð gagnvart þeim flokki sem á engan fulltrúa í bæjarráði, og sem er í þessu tilfelli Fram- sók n a r flokk urinn. Bæjarfulltrú- ar lians gátu því ekki vitað hvert var efni fundargerða bæj arráðs, sem afgreiða átti á fundinum, enda létu þeir bóka í byrjun fundarins, eftirfarandi mótmæli: „Við, undirritaðir bæjar- fulltrúar Framsóknarflokksins, mótmælum þeim vinnubrögð- um bæjarstjóra, að senda okk- ur fundarboð um bæjarstjórn- Framhald á 4. síðu Ríkey Guðmundsdóttir, Lækj- argötu 6, d. 4. sept. Elínbjörg Hjálmarsd., Eyrar- götu 18, d. 29 sept. Valgerður Sveinsdóttir, Lindar- götu 6, d. 27. nóv. HJÓNAVÍGSLUR Voru 19 á árinu, sem sóknar- prestur framkvæmdi. Um jólin, eða síðustu daga ársins, gifti séra Ragnar Fj. Lárusson, eftir- talin hjónaefni: Svölu Bjarnadóttur og Sigur- jón Steinsson, Háveg 34. Ragnheiði L. Rögnvaldsdótt- ur og Sverri Björnsson, Hafnar- götu 10. Guðbjörgu M. Ásgeirsdóttur og Jón Sigurðsson, Suðurg. 41. Birnu Haflínu Björnsdóttur og Stefán H. Árnason, Grundar- götu 17. Jóhönnu D. Jónsdóttur og Sigurð Konráðss., Laugarv. 44. UNGIR SIGLFIRÐINGAR Árið 1964 fæddust 58 börn í Siglufirði, 26 sveinbörn og 32 meybörn. B.S. Siglfirzkur annáll 1964 DÁNARDÆGUR Fjórtán Siglfirðingar létust á árinu 1964: Karlmenn: Þorleifur Jóhannesson, Eyr- argötu 7, d .3. marz. Filippus Þorláksson, Tún- götu 2, d. 13. marz. Guðmundur Jónasson, Itáv. 9, d. 19. júní. Skúli Magnússon, Lækjar- götu 13, d. 5. okt. Ágúst Einar Sæby, Lindar- götu 4, d. 25. okt. LA ri DSBOKaSAFN 259686 rSLASSS Þorleifur Bessason, Vallar- götu 7, d. 7. nóv. Konur: Halldóra Stefánsdóttir, Laug- aiveg 3, d. 9. jan. Sigríður Friðbjarnardóttir, Hv.br. 40, d. 30. jan. Anna Konráðsdóltir, Laugar- veg 5, d. 20. febr. Sólveig Jónasdóttir, Hverfis- götu 29, d. 19. marz. Guðrún Anna Gunnlaugsdóttir Hafnarg. 20, d. 4. apríl. Úlafsfjarðarkaupstaður 20 ára

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.