Einherji


Einherji - 28.01.1965, Blaðsíða 4

Einherji - 28.01.1965, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Firamtudagiur 28. jan. 1965. S AMVINN A „Enn voru það dugimiklir og bjartsýnir bændur, sem hófust handa uim ræítotiun og nýtízlku búskaparhætti, tóku tæknina í þágu ilandlbúnaðar- ins og stórjuku framleiðslu hans, þrátt fyrir geysilega fólbsfæikkun í sveitum lands- ins.“ Þetta er réttilega sagt hjá ritstjóra Morguublaðsins, 29. nóv. sl. En ritstjórinn rekur málið ekki til upphafs síns, kærir sig ef til vill elkki um það. Eða hvað var það, sem gerði bændurn kleift að rétta sig úr meslta kútnum? Var það framkvæmd iþeirrar stefnu, sem Morgunblaðið er fulltrúi fyrir? Voru það aft- urhaldsöfl þjóðfélagsins, sem lyftu bændastéttinni ? Sú var tíðin, að bændur voni flestir hálfgildings þræl ar. Kaupmenn, oftast er- lendir, héldu þeim löngum í harðgreipum kúgunar og skulda. Aðeins örfáir efna- bændur stóðu upp úr sem sjálfstæðir menn og nutu þeirrar náðarsólar fcaup- mannsins ,sem ekki náði að skína á ahnenning. En svo kom hugsjón sam- vinnustefnunnar Itii sögunn- ar. Eátækir bændur tóku henni opnum örmum og gerðu að veruleika. Sam- vinnustefnan er tvímælalaust merkasta, áhrifaríkasta og affarasælasta félagsmála- hreyfing, sem hér hefur náð að festa rætur. Pyrir hennar atbeina hefur m.a. öll verzl- un færzt í siðmennilegt horf. Samvinnufélögin hafa jafn- an haft — og hafa enn — alla .forgöngu um æ full- komnari og haigfielldari þjón- usltu við alla viðskiptavini, bæði framleiðendur og neyt- endur. Það eru samvinnufé- lögin fyrst og fremst, sem gert hafa bændum kleift að ráðast í þær óhemju fram- fcvæmdir, sem þeir hafa unn- ið að á undanförnum áratug- um. Til samvinnustefnunnar má relkja þá gerbyltingu í byggingum og ræíktun, sem orðið hefur í sveitum lands- ins. Sagan mun sanna æ betur, eftir því sem lengur líður, og mönnum lærist að sfcoða liðna atburði í réttu ljósi og iíta þá ihlutlausum augum, hversu stóPkostlega veiga- miikinn og gifturíkan þátt samvinnustefnan ihefur átt í þeim árangri, sem bóndinn — og raunar allur þorri manna — hefur náð í bar- áttu sinni fyrir bættum hag og beltra lífi. Ritstjóri Morgunblaðsins rakti málið 'ekki til rótar. Hann kann að hafa brostið til þess bæði skilning og vilja. Enn hefur engin stefna uppi verið í heiminum, sú er fram horfði, að teigi hafi mætt mikilli andspyrnu aft- urhaldsafla, er einskis svif- ust. En jafnvel afturhalds- öflin verða, nauðug viljug, að breyta afstöðu sinni smátt og smátt. Þau eru að- eins aldir eða áratugi á eftir tímanum. Alkunn er sú gífurlega andstaða, sem fyrstu kaup- félögin 'hér á landi mættu. Er af því ófögur saga. Þá voru félögin veik og van- máttug. Nú, 50—100 árum síðar, telja fjandmenn sam- vinnustefnunnar þessi fyrstu félög hafa verið hin mestu þarfaþing og forgöngumenn þeirra milkla ágætismenn. En þegar félögin náðu að eflast og þroskaSt, svo að þau eru löngu orðin ihin önxggasta brjóstvörn aimennings og verður trauðla komið á kné, þrátt fyrir margháttaða flugumennsku og linnulaus- ar árásir ófyrirlátssamra afturhaldsmanna, og nú, hin síðustu ár, hatursfullar at- hafnir misviturra valdstjórn- armánna, — þá eru þau orð- in hinar mestu skaðsemdar- átoifnanir, og forráðamenn þeirra ausnir auri og taum- lausum svívirðingum. Uim aldamótin 2000 mun Morgunblað þeirra tímamóta og önnur af sama sauðahúsi, vafalaust vegsama kaupfé- lögin, eins og þau vom um öldina miðja, og hlaða lofi á forystumenn þeirra fyrir unnin afrek. 'Hins vegar má ganga að því vísu, að á máli þeirra ágætu íhaldsblaða, er leiða munu þjóðina í allan sannleika í samvinnumálum um næstu aldamót, verði ís- lenzk samvinnufélög og starf semi þeirra, eins og hún þá horfir við, eklki allt í sóm- anurn. íhaldið er alltaf aldar helmingi á eftir tímanum — -og er þá vel, ef ekki munar meiru. Sagan endurtekur sig. Þó miðar í áttina. Það er einlæg von mín, að þjóðin megi á komandi árurn vaxa að fé- lagslegum þroska og bera gæfu til þess að færa sér æ meir í nyt yfirburði sam- vinnustefnunnar á öllum sviðum. Gísli Magnússon. • • • • Framhald af 1. síðu arfund án þess að láta afrit af fundargerðum fylgja fund- arboðinu. Nú í dag er boðað til ibæjarstjórnarfundar með nokkurra klukkustunda fyrir- vara og sett á dagskrá fund- argerðir bæjarráðs frá 7. og 9. þ.m., án þess að eftirrit af þeim fylgi fundarboðinu. Við mótmælum því, að ekki hafi verið nægur tími til þess að láta afrita þessar fundargerð- ir, þar sem svo langur tími er liðinn frá því að þessir fundir voru haldnir. Með þess um vinnubrögðum bæjarstjóra sem eru brot á fundarsköpum fyrir bæjarstjórn Siglufjarðar, 7. gr., en þar isegir meðal annars: . Eigi að taka fundargerðir nefnda til um- ræðu og samþykktar á bæjar- stjórnarfundi, þá skal eftirrit fundargerðar fylgja dag- skránni. .. .“, erum við úti- . lokaðir frá því að kynnast fundargerðum bæjarráðs fyrr en á bæjarstjórnarfund er komið. Krefjumst við þess af bæjarstjóra, að hann láti af þessum vinnubrögðum. Ragnar .lóhannesson Rjarni Jóhannsson." 1 fundargerð síðasta fundar bæjarráðs lágu fyrir tvær til- lögur, um ráðningu umræddra starfsmanna bæjarins, sú fyrri frá Stefáni Friðbjarnarsyni og Jóhanni Möller (meirihluta- mönnuim) þar sem hafnað er kröfu umræddra starfsmanna í liréfi frá 7. jan., en þeir hins vegar ráðnir fyrir sömu kjör og greinir í kjarasamningi við SMS, en 'þeim kjörum höfðu starfsmennirnir áður hafnað. Hin tillagan var frá'Benedikt Sigurðssyni, þar sem gert er ráð fyrir, að verða við óskum starfsmannanna í aðalatriðum, samkv. bréfi þeirra frá 7. jan. Jafnframt hafði bæjarráð (meirihlutinn) fellt tillögu um að boða umrædda starfsmenn til viðræðna við bæjarráð, um tilboð þeirra frá 7. jan. Þar með ihafði bæjarráð neitað að eiga frekari viðræður við þessa starfsmenn. Á Ijæjarstjórnarfundinum var tillaga Stefáns og Jóhanns, bæj- arráðsmanna, samþykkt með 5 atkv. (meirihlutans) gegn 4 atkv. (minnihlutans). Munu þá allir hafa litið svo á, að þar með væri málið endanlega af- greitt af bæjarstjórn. Á fundinum fluttu allir minnihiutafulltrúarnir svoliljóð- andi tillögu: „Bæjarstjórn Siglufjarðar isamþykkir að átelja þau vinnubrögð bæjarstjóra og meirihluta bæjarráðs, sem við- höfð hafa verið í sambandi við athugun á endurráðningu 3ja starfsmanna bæjarins, sem sagt var upp starfi á sl. ári, þeirra Skarphéðins Guðmunds sonar, Ásgeirs Gunnarssonar og Hafliða Sigurðssonar, og sem leitt hafa til þess, að einn þessara starfsmanna hefur nú hætt störfum lijá bænum og ráðið sig ihjá öðrum atvinnu- rekanda, og óráðið hvað hinir tveir gera. Bæjarstjórn harm- ar hver.ii ig á þessum máliim hefur verið lialdið af bæjar- ins liálfu, og vill flytja um- ræddum starfsmönnum beztu þakkir fyrir margra ára ágætt starfi í þágu bæjarfélagsins.“ Þessi tillaga kom ekki til at- kvæðagreiðslu, þar sem meiri- hlutafulltrúarnir fluttu frávís- unartillögu, en hins vegar tóku þeir upp í sína frávísunartil- lögu, síðasta liluta í tillögu minnihlutafulltrúanna, þar sem umræddum starfismönnum er þakkað gott starf í þágu bæjar- félagsins. Daginn eftir umræddan bæj- arstjórnarfund mun þó 'bæjar- stjóri hafa átt viðræður við tvo af þessum fyrrverandi starfs- mönninm bæjarins, en þær við- ræður engan árangur borið. Þriðji maðurinn hafði þá þegar fyrir nokkru ráðið sig hjá öðr- um aðila. Að morgni næsta dags, er bæjarstjóri kom til vinnu sinn- ar, var honum sagt, að einn af umræddum starfsmönnum hefði þá um morguninn hafið vinnu hjá bænum, með jarðýtu bæjar- ins. Mun bæjarstjóri liafa orðið all undrandi, þar sem liann, bæjarstjóri, liafði ekki ráðið umræddan starfsmann. Og er það óráðin gáta enn, 'hver hafi ráðið þennan starfsmann bæj- arins og með hvaða kjörum. Bæjarbúar rnyndu gjaruan vilja fá að vita það, liver hafi þarna tekið fram fyrir hendur bæjarstjóra, því mörgum finnst að ineðferð þessa máls í hönd- um bæjarstjóra og bæjarstjórn- armeirihlutans sé Siglfirðing- um til lítils sóma, og vonandi að slík vinnubrögð endurtaki sig ekki. Guðjón Ingimundarson Fimmtugur Guðjón Inginiundarson, í- þróttakennari og bæjarfulltrúi á .Sauðánkróki, varð fimmtugur þriðjudaginn 12. jan. sl. Hann hefur sem kunnugt er verið forvígismaður ungmennasam- takanna í Skagafirði i hartnær aldarfjórðung, og formaður Ungmennasambands Skagafjarð ar í 20 ár. Þá var hann í stjórn Ungm.fél. Tindastóls í 9 ár og jafnan driffjöður og einn traust asti hlekkurinn í þeim félags- skap. Sundkennari í Varmalilíð var hann í 16 ár og forvígis- maður að byggingu sundlaugar á Sauðárkróki, og sundkennari þar frá því sú laug tók til starfa 1957. Ivennari við Barna- skóla Sauðárkróks síðan 1941 og við Gagnfræðaskólann frá stofnun hans. Þá hefur Guðjón verið bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins í bæjarstjórn Sauð- árkróks síðan 1952. Á þessu merkisafmæli Guð- jóns komu giöggt í Ijós þær á- gætu vinsældir og álit, er hann nýtur meðal sannborgara sinna, og þá ekki slzt æskufólks á Sauðárkróki. Ungmennafélagar í Tindastóli fóru blysför til heimilis hans, að Bárustíg 6. Formaður félagsins, Stefán Þed- ersen, ávarpaði Guðjón og ihans ágætu konu, frú Ingibjörgu Kristjánsdóttur, og þakkaði hon um ágæta forystu og frábær störf í þágu félagsins, og færði honum veglega gjöf frú Umf. Tindastóli, og konu hans fagr- an blómvönd. Fjöldi gesta heim sótti Guðjón þennan dag og sátu myndarlega veizlu á heim- ili þeirra hjóna. Þar voru ræð- ur fhittar, og bárust afmælis- bariiinu góðar gjafir,' m.a. frá Ungmennasambandi Skagafjarð- ar, samkennurum við skólana, bæjarstjórnarmönnum, ásamt bæjarstjóra, og Framsóknarfé- lagi Sauðárkróks. — G.Ó. Fyrir hálfri öld fæddist, í harðindaplássi, stinnur sveinn, á Ströndum vestur. Ólst þar upp og öðíaðist þroska iþróttir nam og nytsöm fræði. Kurteisi, drengskap og djörfung sér tamdi í allri framkomu, orðs og verka. Tiltrú sér vann hjá íturri æsku, enda veröur álits þjóðar. Nú heill þér, ffmmtugum framsóknarmanni og framfaramála þörfum þjóni. Lifðu heill og lengi til sóma, fögrum málstað, í frjálsu landi. Egill Helgason frá Tungu. Fjárlögin hœkka um meira en 30% á einu ári Fjárlög fyrir árið 1965 voru samþykkt á Alþingi 21. des. sl. — Samkvæmt þeim eru útgjöld rfltisins á ár- inu áætluð um 3512 millj. kr. Hækkun fjárlaganna frá næsta ári á undan nemur 835 millj., eða rúmlega 31%. Við heildar- útgjöld ríkis- ins samfcvæmt fjárlögum má bæta framlög- um til vega- mála, að und- anskildum ein- um 47. mi'Ilj. kr-, sem til iþeirra er varið beint úr ríkissjóði. Að öðru leyti er kostnaður við vega- og brúagerðir éfcki færður á fjárlög, heldur greiddur af þeim sköttum, sem á voru lagðir með vegalögunum, seint á árinu 1963. Ríkissjóður fær í sinn hlut aðflultningsgjöld af bif- reiðum og hlutum til þeirra, ásamt sérstöku gjaldi af bif- peiðum og bifhjólum. Nemur þetta samtals hundruðum milljóna árlega. Fulltrúar Framsóknartflofcksins í fjár- veitinganefnd lögðu til, að litlum hluta af þessum tekj- um, 60 millj. kr., yrði varið til vegamála, /til viðbótar áð- urnefndum 47 millj., þar sem þönfin fyrir aukin fram- lög til samgöngubóta er á- kaflega brýn. En á iþetta vildu stjórnarflokkarnir eklki fallst. Til ýmis konar verklegra framfcvæmda fer nú hlut- fallslega milklu minna af rík- istekjunum heldur en fyrir daga núverandi stjómar. T.d. ,er framlagið til raforku- sjóðs lægra í krónutölu nú en það var í f járlögum 1958. Framsóknarmenn í fjárveit- inganefnd fluttu breyttingar- tillögu um hækkun á' iþessu framlagi. Þeir bám einnig fram tillögur um hækkanir á nofckrum öðrum fjárveit- ingum, svo sem til hatfnar- framkvæmda og atvinnu- bótasjóðs, og ennfremur um framlög til rannsóknarstarf- semi í þágu atvinnuveganna. En allar breytingartillögur til leiðréftinga í þessum efn- um vom tfelldar atf þing- mönnum stjórnarflokkanna. NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI VESTRA Fjárveitingar til hatfnar- mannvirkja og lendingarbóta í Norðurlandskjörd. vestra árið 1965 em sem hér segir: Framhald á 2. síðu.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.