Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2004, Blaðsíða 33
DV Sport LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 33 í SJÓNVARPINU I ú ,‘1 Everton-Man. Utd beint Hinn meinti kynþáttahatari Duncan Ferguson verður væntanlega undir smásjánni í dag er hann mætir „þeldökkri" vörn Man. Utd. Lau. Stöö 2 kl. 15.00 Man. City-Birmingham beint Það er spurning hvernig hið raka Vorkenndi pabba ogfórað halda með Man. Utd Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er mikill íþróttaáhugamaður og sérstaklega fylgist hann vel með LIÐIÐ MITT enska boltanum. Hann hefur haldið lengi með sama liðinu en gerði það reyndar ekki f upphafi. lið City verður stemmt enda hata menn ekki sopann á þeim bænum og Kevin Keegan vart hrifinn af mörgum sunnu- dagsleikjum. Sun. Sýn kl. 14.00 Chelsea-Charlton beint Carlton Cole þótti sleppa vel í stóra nauðgunarmálinu og spurning hvort hann sleppur fram hjá fyrrum félögum sínum í vörn Chelsea. Sun. Sýn ki. 16.00 Aston Villa-Leeds United Getulausir og launalitlir leikmenn Leeds ættu að vera „mótíveraðir" í dag er þeir mæta manninum sem á stóran hlut í því að þeir þurftu að taka á sig launalækkun, David O'Leary. Bolton-Liverpool Graðir og gráðugir leikmenn Bolton mæta brothættu liði Liverpool. Eru líklegir til afreka og ekki skemmir fyrir að þeir eiga stjóra sem lítur út fyrir að geta stútað viskípela í hálfleik án þess að finna fyrir því. Middlesbrough-Blackburn Tvö lið með góðan mannskap en engan karakter. Blackburn gæti þó farið langt á bringuhárunum sem stjóri þeirra, Graeme Souness, hatar ekki að flagga. Newcastle-Leicester Vörn Leicester er oftar en ekki líkt við ódýra vændiskonu því henni leiðist ekki að selja sig. Veisla hjá Alan Shearer sem heldur upp á sigurinn með feitum Guinness. Southampton-Fulham James Beattie virðist enn vera að jafna sig eftir áramótadjammið og það er vatn á myllu Fulham sem enn er að tína upp brotin af sjálfsvirðingunni eftir að þeir seldu Louis Saha. BOLTINN EFTIRVINNU „Negrakunta" „Ég er gallharður stuðningsmaður Manchester United," sagði hjartaknúsarinn með gullnu röddina. „Þetta er glæsilegt lið, rétt eins og KR.“ Geir segist hafa farið villur vegar þegar hann byrjaði að fylgjast með enska boltanum, enda hafi hann þá haldið með Liverpool. Það breyttist síðar á örskotsstundu. Örlagaríkur úrslitaleikur „Liverpool og Man. Utd mættust í bikarúrslitum árið 1982 eða 1983. Þá sigraði Liverpool. Við pabbi vorum að horfa á leikinn saman og hann tók tapið mjög inn á sig, enda stuðningsmaður United. Ég vorkenndi honum svo mikið að ég byrjaði í kjölfarið að halda með Man. Utd," sagði Geir og hló dátt er hann rifjaði upp þetta skemmtilega atvik. Hann segir þetta hafa verið góða ákvörðun hjá sér því nú sé miklu skemmtilegra að fylgjast með enska boltanum. „Nú horfum við pabbi saman og höldum með sama liðinu og það er miklu skemmtilegra." Man. Utd til fyrirmyndar Geir segir að United-liðið, undir stjóm Sir Alex Ferguson, sé til fyrirmyndar og er á því að það sé engin tilviljun að þeir vinni deildina nánast á hverju ári. „Þeir eru til mikillar fyrir- myndar. Þeir hugsa skýrt og vilja bara sigra. Þeir fara í leikina til þess að vinna og það er það sem önnur lið eiga að taka þá til fyrirmyndar með." Skoski framherjinn Duncan Ferguson kallar ekki allt ömmu sína, og hefur reyndar aldrei gert, en það er óhætt að segja að kjafturinn á honum sé nú búinn að koma honum í djúpan skít. Fulham hefur lagt inn kæru til enska knattspyrnusambandsins vegna þess að Ferguson kallaði Luis Boa Morte, leikmann Fulham, negrakuntu í leik Everton og Fulham í bikarnum 25. janúar sfðastliðinn. Stóri Dunc, eins og Ferguson er iðulega kallaður, hefur harðneitað ásökunum Boa Morte og hann er að íhuga það alvarlega þessa dagana að kæra Boa Morte fyrir meiðyrði. Hann segist ekki ætla að taka þessum ásökunum þegjandi. Það hefur lítið gert fyrir hans málstað að í gær gengu tveir leikmenn Fulham, sem eru taldir vera Zat Knight og Steed Malbranque, fram fyrir skjöldu og staðfestu að Ferguson hefði vissulega notað þetta orð við Boa Morte. „Það eru tveir leikmenn sem heyrðu hvað Ferguson sagði við Boa Morte," sagði Chris Coleman, stjóri Fulham, í gær. „Ef Boa segir að þetta sé satt þá höfum við enga ástæðu til rengja hann." Óánægja með Boa Morte Forkólfar enska knattspyrnu- sambandsins eru langt frá því að vera ánægðir með framgöngu Boa Morte í málinu því hann kærði atvikið ekki fyrr en á fimmtudag, en var löngu áður búinn að segja frá atvikinu. Forráðamenn Fulham voru einnig óánægðir með að Boa Morte skyldi fara með þetta mál í fjölmiðla áður en liðin þurftu að endurtaka leikinn, sem þau gerðu á miðvikudag, en þar fór Fulham með sigur af hólmi, 2-1. Ein ástæða þess að Fulham kærði svo seint er talin vera sú að forráðamenn Fulham hafi verið að reyna að fá Boa Morte til þess að hætta við ákæruna. Þeir telja að það verði erfitt mál fyrir Boa Morte að sanna sitt mál en það ætti að vera auðveldara eftir að félagar hans gáfu sig fram sem lykilvitni í málinu. inn til hans. Þjófarnir höfðu augljóslega ekki hugmynd um hjá hverjum þeir voru að brjótast inn því Ferguson mætti þeim á nærbuxunum einum fata og buffaði þá báða. Annar komst burt við illan leik en hinn var íluttur burt í sjúkrabíl. Biðlaðtil Gallaghers Fulham hefur jafnframt biðlað tii dómara leiksins, Dermot Gallagher, þar sem annar aðstoðar- dómara hans í leiknum var víst í góðri aðstöðu til að heyra hinn meinta munnsöfnuð Fergusons. Duncan Ferguson hefur lengi verið umdeildur knattspyrnumaður og þetta mál gerir lítið til að breyta því. Hann hefur margoft komist í kast við lögin en frægasta atvik sem hann hefur þó vafalítið lent í var , þegar tveir menn brutust Endalaus nærbuxnaskipti Franski vitleysingurinn Nicolas Anelka fer fljótlega að verða uppiskroppa með nærbuxur því hann er búinn að skipta svo oft um skoðun á því hvort hann vilji spila með franska landsliðinu. Anelka er aðeins 24 ára að aldri en hefur þrátt fyrir það nokkrum sinnum lýst því yfir að hann ætli aldrei aftur að spila fyrir franska landsliðið. Þessi umdeildi framherji er rnikill tækifærissinni og hann sér fram á óvænt tækifæri með franska landsliðinu á EM í sumar þar sem Djibril Cisse verður fbanni á mótinu fram í úrslitaleik og verður því vart í hópnum. Hann var fyrsti varamaður fyrir Henry og Trezeguet og þá stöðu vill Anelka núna. „Þegar maður eldist þá þroskast maður og breytist," sagði Anelka við blaðamenn í gær um ástæðu þess að hann væri til í að spila fyrir landsliðið á nýjan leik. Ekki spilað síðan 2002 Anelka hefur leikið 28 landsleiki fyrir Frakka og síðasti leikur hans var gegn Rússum í apríl árið 2002. Hann var valinn í hópinn til þess að leika gegn Júgóslövum í nóvember sama ár en það vildi hann ekki og lenti fyrir vikið í frystikistunni hjá Jaques Santini landsliðsþjálfara. Þá sagði Anelka að hann ætlaði aldrei aftur að spila fyrir Frakka og sendi Santini vænar sneiðar. „Ég get skilið að Santini hafi sárnað ummæli mín. Nú vil ég setjast niður með honum og ræða málin," sagði Anelka í miklum sleikjutón. Aftur í bláa búninginn? NicolasAnelka er kominn á skeljarnar á nýjan leik. Tottenham-Portsmouth Spurs er eflaust enn með- timburmenn eftir klúður aldarinnar gegn City. Hafa ekki tíma fyrir afréttara og Teddy Sheringham sýnir þeim af hverju þeir misstu. David Pleat verður samt áfram öruggur sem stjóri félagsins enda hæfileikarfkur með eindæmum. Wolves-Arsenal Þegar útbrunnar kempur í bland við miðlungsmenn mæta mönnum með hæfileika getur útkoman aðeins orðið á einn veg. Hætt við að*- Skytturnar skjóti Úlfana í kaf. II LYKILATRIÐI Til þess að geta notið knattspyrnuleiks til hins ítrasta þarf að hafa nokkur lykilatriði f góðu lagi. Eitt þeirra er að eiga góðan sófa eða jafn vel injúkan og þægilegan Lazy Boy-stól. Einn leikjahæsti sófi landsins Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur knattspyrnuna að lífsstarfi og eðli sínu samkvæmt þarf hann að eyða miklum tíma í að fylgjast með knattspyrnuleikjum. „Ég er með ansi góðan tveggja sæta amerískan sófa sem er mjúkur f báða enda," sagði Logi og leyndi sér ekki í málrómnum að sófinn hefur þjónað Loga vel á góðum stundum. „Þessi sófi er mjög nauðsynlegur þegar enski boltinn er annars vegar, •» og ekki síst ef Manchester United er að spila, sem og að sjálfsögðu Chelsea þessa dagana." Logi segir að þótt sófinn sé frábær eigi hann sér aðra myrkari hlið. „Þetta er eiginlega tvíþættur sófi því hann er mjúkur og góður en sökum þess hversu mjúkur og góður hann er þá er ávallt hætta á því að maður sofni í honum og það hefur ósjaldan gerst," segir Logi sem er búinn að eiga sófann í um fjögur ár. „Þetta er einn leikjahæsti sófi á landinu," sagði Logi og hló dátt. „Það er ekkert sem jafnast á við að horfa á leiki í þessum sófa því það eru tilfinningar og lykt sem fylgja honum. Hann er alveg ómissandi." Heilög stund hjá mér og stólnum Fremsti knattspyrnudómari landsins, Krisdnn Jakobsson, er mikill fótboltafíkill og hann lætur fara vel um sig á heimili sínu þegar hann horfir á enska boltann. „Ég er með Lazy Boy með skemli og öllum pakkanum. Það er heilög stund hjá mér og stólnum þegar enski boltinn er á skjánum," sagði Kristinn, sem klárlega ber sterkar , tilfinningar til stólsins. „Ég er búinn að eiga þennan stól í um íjögur ár og hann hefur þjónað mér vel. Reyndar er staðan þannig að mér er oft hent inn í svefnherbergi dl þess að horfa á boltann, enda er hann endalaust á skjánum. Það er svo sem ekkert verra að horfa á hann uppi í rúmi," sagði Kristinn léttur í bragði og ljóst að margir öfunda hann af þeim munaði að fá að horfa á fótbolta í rúminu. Það telst víst ekki sjálfsagður hlutur - eins fáranlega og það kann nú að hljóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.