Akranes - 01.01.1943, Blaðsíða 4

Akranes - 01.01.1943, Blaðsíða 4
4 AKRANES girnilega, en það dugði ekkert, því þeir fengju engan fisk nema þeir gætu látið af hendi vindla, urðu þeir því að róa í land og sækja vindla, en það var þriggja tíma róður hvora leið. Þetta var sem sagt upphaf að þeirri „uppskipun1 á fiski úr enskum togur- um, sem fram fór fyrstu fjögur ár þeirra hér við land, þangað til þeir fóru smátt og ámátt að lnrða meira og meira af afl- anum sjálfir. Urðu þá Akurnesingar að hverfa aftur að sinni fyrri sjósókn og „hafa meira fyrir lífinu“, eins og þeir höðu áður orðið að sætta sig við. En meðan þessi „hvalreki“ stóð, var svo að segja um enga aðra sjósókn að ræða. Þó voru örfáir formenn, sem í’drei sóttu í enska togara, eða lítið; meðal þeirra munu þessir hafa verið: Gísli á Hliði, Guðbjarni Bjarnason, Jón í Hákoti og Þórður á Vegamótum. Þetta skapaði hér einskonar „ástand“ og þó nokkra óreglu; voru skipstjórar og skipshafnir hér allmikið í landi, sér- staklega þegar legið var inni „undan veðri“. Urðu þá oft margir fullir, vönd- ust margir Akurnesingar þá á drykkju- skap, sérstaklega ungir menn, og varð það sumum þeirra æfilangt tjón, og fjöl- skyldum þeirra óbætanlegt. Aðal „beitan“ var Wiskhyið. Hve mik- ið hefur verið greitt í þessari „mynt“ er ekki hægt að segja, en að það hafi verið mikið má marka af því, að Thor Jensen hafði „Consignationslager" af Wiskhyi fyrir enskt firma til þess að fullnægja „þörfum“ í þessu efni, og var það mikill lager. Þetta var regluleg „uppskipun“, stundum fóru skip tvær ferðir á dag, og var látið í eins og „borðið bar“. Mátti því oft ekki miklu muna, jafnvel í „blá- logni og blíðu“. Þeir ensku voru þá ekki heldur allir varkárir, stundum drukkn- ir og aðrir skipverjar úrillir. Lá því stundum við slysi bæði á mönnum og skipi, en gengdi þó furðu, hve sjaldan slíkt kom fyrir. Er talið, að ekki hafi nema tveir menn drukknað af þeim or- sökum á þessu tímabili. Maður nokkur sagði mér eftirfarandi sögu frá þessum tíma: Þeir hittu togara úti á Sviði, en höfðu ekki áður fengið fisk hjá þessu skipi. Þeir hittu vel á, og fengu fljótlega hátt í skipið af þorski og smáfiski. Formaðurinn varð eftir um borð í togaranum, en sagði sínum mönn- um að koma aftur á morgun. Gerðu þeir svo, en á útleið mættu þeir togaranum skammt undan landi. Fylgdust þeir með honum inn á Krossvík og fengu hjá honum mikinn fisk. Skipstjóri og stýri- maður fóru nú í land ásamt formanni, og var nú drukkið „fast“. Skömmu síð- ar fóru og skipverjar í land og urðu líka „slompaðir“. Þegar búið var að kasta af, kemur skipstjóri og segir þeim að fara um borð og sækja ýsu, sem þar hafi verið eftir óaðgerð. Næsta dag var haldið út, og fóru Akurnesingar með. Á leiðinni hafði skipstjórinn sofið, en þegar hann kemur upp segist hann hafa dreymt togaraskipstjóra, kunningja sinn, sem sé í Reykjavík, og hjá honum geti hann fengið vín. Er því haldið þangað án frekari.tafar og Akurnesing- um boðið að fylgjast með, hvað þeir ekki þáðu. Síðar fréttu þeir af Reykja- víkurferðinni; um langt og mikið fylli- rí. Höfðu þeir m. a. í þessari ferð drep- ið eitthvað af hænsnum fyrir bæjarbú- um. Furðanlega lítið var þó um svona mikið slark og enn minna um „kvenna- far“. Flestir skipstjórar kynntu sig mjög vel, voru duglegir og myndarlegir menn, tókst eiggi allsjaldan með þeim og formönnum á Akranesi vinátta, sem hélzt meðan báðir lifðu. Fóru Akurnes- ingar sfundum í boði þeirra til Eng- lands og sýndu þeir þeim margvíslega vináttu og greiðasemi. Á þessum árum var þannig mikill afli „borinn í laríd“ fyrirhafnarlítið miðað við fornar venjur, sumir höfðu það gott af þessu efnalega, að þeir eru taldir búa að því enn í dag. En sé það rétt, þá er það áreiðanlega fyrir það eitt, að þeir hafa gert minni „kröfur“ en síðar varð og „spilað minnu út“ en nú er gert, en enginn þessara manna er á nútíma mælikvarða talinn „efnaður" maður. Hinsvegar „lærðu“ margir að drekka á þessum árum, eins og áður er sagt; jók það ekki menningu manna eða mennt- un fremur venju, en skyldi hinsvegar eftir margvísleg „ör“, sem sum eru enn ekki að fullu gróin. Við þessi kynni lærðu allmargir Ak- urnesingar „graut“ í enskri tungu, voru þó nokkrir sem gerðust „fiskiskipstjór- ar“ hjá þeim bæði þá og síðar, þeirra nafnkenndastur var Jón Halldórsson í Lambhúsum. Fór hann oft með þeim til Englands, og varð í þessum efnum svo hátt skrifaður hjá þeim, að hann „komst í” fiskimannaalmanakið. Næstir honum voru Einar á Bakka, þá Kristmann Tómásson, Benedikt Eílasson, Vigfús Jósefsson og Björn Hannesson. Sumir þessara ensku skipstjóra voru ágætis- menn, sem héldu kunningsskap við Ak- urnesinga æ síðan. Hygg ég, að báðum aðilum hafi orðið þessi viðskipti lær- dómur til nokkurs gagns. í þessum kafla á bezt við að minnast enn einnrar nýungar í fiskveiðasögu Akurnesinga á þessu tímabili, en það ?r hin svonefnda „Vídalínsútgerð“. Það mun hafa verið 1899, að hér var stofnað að nafninu til íslenzkt togara- félag, sem hét „ísafold". Aðalmaður þessa fyrirtækis mun hafa verið Zölner stórkaupmaður í Newcastle on Tyne og framarlega með honum íslenzkur mað- ur, Jón Vídalín konsúll, og gekk útgerð- in því venjulega undir nafninu Vída- línsútgerðin. Á þessu var nú heldur engin smáfyrirferð, því byrjað var með hvorki meira né minna en sex togara. Nokkru áður en þetta var, voru enskir togarar farnir að fiska hér við land. Svo sem hér hefur sagt verið, fóru þeir smátt og smátt að hirða allan fisk, sem í vörpuna kom, þó það gerðu þeir ekki fyrstu árin. Framan af voru þetta lengi lítil skip, en langt að sækja á miðin úr enskum höfnum. Má því gera sér í hug- arlund, að þeim mönnum, sem hér voru að verki, hafi því þótt mun hentugra að stunda hin auðugu íslenzku fískimið með viðlegu hér. En hvað sem um það er, var þetta félag stofnað, kom hingað með sex togara eins og fyrr segir, og skírðu þá þessum íslenzku nöfnum: Akranes, Engines, Fiskines, Haganes, Brímnes og Cópanes. Þótt einkennilegt megi virðast, var ætlunin í upphafi að- félag þetta hefði aðalaðsetur og upplegu á Akranesi. Virðist ýmislegt benda til, að ráða- mennirnir hafi þegar í upphafi hugsað sér að fá Thor Jensen til að veita þessu félagi forstöðu, leituðu þeir þegar í upp- hafi margvíslegra ráða hjá honum, er hann var á ferð erlendis, er ef til vill ekki alveg úr vegi að gjaldþrot Jensens hafi átt að hjálpa til að leysa þetta vandamál. Nokkru síðar komst félags- stjórnin í kynni við norskan verkfræð- ing, sem Mundahl hét, var hann raun- verulegur framkvæmdarstjóri félagsins hér og verkfræðilegur ráðunautur. Enda var útgerðin öðrum þræði kölluð „Mun- dahlsútgerðin". Það er áreiðanlegt, að hugur félags- ins beindist aðallega að Akranesi, og höfðu í huga stórfelldar ráðagerðir um hafnarmannvirki þar og ýmsar fram- kvæmdir. Úr þessu varð þó ekkert, því skömmu síðar keypti það Brydes-eign- irnar í Hafnarfirði, var þá lagt upp af skipunum á báðum stöðum, Akranesi og Hafnarfirði. Enn setti það upp stórt íshús í Vatpagörðum við Reykjavík, og hafði þannig bækistöðvar á þrem stöð- um, og getur það vart hafa verið mikill búhnykkur. Þekking Mundahls á öllum þessum hlutum hefur sjálfsagt verið mjög takmörkuð og a. m. k. orka mjög tvímælis. Það staðfestir mjög eindregið það, sem hér að framan er sagt um hug iorráðamannanna til Thors Jensen, að þegar er hann hættir rekstri sínum á Akranesi fá þeir hann til að taka við rekstri félagsins, sem þá var farið að halla undan fæti fyrir. Því fór Thor héðan beint til Hafnarfjarðar. 15. maí 1899 réðst Sveinn Guðmunds- son sem verkstjóri til félagsins og tók þegar til við fiskverkun hér, upp- og út- skipun o. fl. Þegar svo Thor fluttist til Hafnarfjarðar fór Sveinn með honum (þó ekki alfarinn) og hélt áfram verk- stjórninni hjá félaginu, sérstaklega við ístöku þess í Vatnagörðum veturinn 1899/1900. Eins og áður segir var þeua allt kom- ið í mola um haustið, er Thor tekur við þessu. Hann skrifar félagsstjórninni ít- arlegt bréf um ástand félagsins og vand- ræði; og telur upp það, sem hann hygg- ur að helzt hafi komið því á kné. Hann telur ekki að allar framkvæmdir hafi verið heppilegar og viðeigandi. Hann benti t. d. á það í upphafi, að ekkert vit væri í að byrja þetta svona stórt, held- ur ætti að þreifa sig áfram með svo sem tvö skip. Hér hefur sjálfsagt margt

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.