Akranes - 01.01.1943, Blaðsíða 5

Akranes - 01.01.1943, Blaðsíða 5
AKRANES 5 kornið til greina. Skipstjórarnir mis- jafnir, sumir mjög lélegir, fólkið óvant, fæði svo lélegt, að menn gengu af fyrir þær sakir. Á þeim tíma hefur fæði þó sennilega mátt vera lélegt til þess. Eitt skipið var tekið í landhelgi, a. m. k. eitt strandaði. Þetta sumar var mjög ó- þurrkasamt og svona virtist allt hjálp- ast að. Þa hlýtur það að hafa verið mjög misráðið að vera á þrem stöðum með ekki stærri rekstur — í símalausu landi —. Hlýtur það að hafa kostað fleira fólk, meiri hús, lóðir og lendur og yfir höfuð allskonar meiri útgjöld beint og óbeint. En hverjar sem orsakirnar hafa verið að óförum félagsins, átti útgerð þessi sér skamman aldur, því hún mun ekki hafa staðið nema tvö ár eða svo. í apríl árið 1900 barst hingað sú fregn, að far- ið væri að selja skipin hvert af öðru og félagið myndi hætta störfum. Er sagt að það muni hafa tapað á þessu eina ári 2—300 þúsund krónum og var það óneitanlega mikið fé á þeim tíma. Fyrst í þessum kafla hefur nú nokkuð verið sagt frá samskiptum Englendinga og Akurnesinga fyrstu árin eftir að tog- arar þeirra byrjuðu að fiska hér við land. Um „ábata og áhalla“ þeirrla við- skipta heíur fyrr og síðar verið deilt. En það hefur glöggur Akurnesingur sagt, E,em var þegar á móti þessari „upp- skipun“, og sótti lítið í togara, að í raun og veru hafi Akurnesingum verið þetta eins og á stóð nauðverja. Skipin fundu að það var fyrir margra hluta sakir gott að fiska innfjarða, mikill fiskur, skipstjórar og skipverjar óvanir og ó- kunnugir. Varð því fljott kröggt af skip- um á miðunum, sem skapaði svo að segja strax „örtröð“, sem fljótlega leiddi af sér íiskileysi á venjulegum fiskimið- um. Ckkar íiskiskip hinsvegar smá og opin, hvað átti að gera? Þetta var allt næstum skiljanlegt. Þess hefur líka verið getið hér, hvern- ig fór þegar Englendingar ætluðu að íara að leggja hér upp á togurum. Þeg- ar dómur er lagður á mál, verður alltaf að athuga málið frá fleiri en einni hlið. Því hcfur minna verið á lofti haldið, hvert gagn vér íslendingar höfum haft af þessum togaraveiðum útlendinganna. Það voru þó fyrst og fremst þeir, sem kenndu okkur að fiska með þessum tækjum, þó landsmenn hafi stundum vísað þeim á miðin. Og ekki er að efa, að mikið gagn hefur landsmönnum orð- ið að „axarsköftum“ þeirra og erfið- leikum, tilraunum þeirra og töpum, eins og þeirri „stórtilraun" þeirra, sem hér hefur verið frá sagt. í næsta kafla verður svo sagt frá „Skútuöldinni".* Framhald. Sundlaugin. Endanlega er nú ákveðin bygging Bjarnalaugar á komandi vori. í sambandi við hana verður byggð gufubaðstofa. — Frá þessu máli verður nánar sagt í næsta blaði. \ Annálí ársins 1942 Framhald. Upphaflega var til þess ætlast, að í yfir- liti þessu yrði drepið á það helzta, sem. gerzt hefur hér í bænum sl. ar. Sókum þess, að enn liggja ekki fyrir skýrslur um margt það, sem ástæða hefði verið að drepa á, t. d. um manntalið, verður ekki unnt að gera það að svo stöddu. Blaðið mun birta þessar skýrslur, þegar þær liggja fyrir. Skólamál. Tala skólabarna var vetur- inn 1942 280, en haustið 1942 272. 7 fastir kennarar störfuðu við skólann að skólastjóra meðtöldum og einn stunda- kennaTí. Sl. haust var Berta Hannesdóttir ráðin stundakennari í stað Unu Sveins- dóttur, sem lét af störfum. Berta tók að mestu leyti við söngkennslu af Ingólfi Runólfssyni. Haustið 1942 hófst leikfimi- kennsla við skólann. Þorgeir Ibsen var ráðinn leikfimikennari. — Unglingaskól- inn starfaði með líku sniði og sl. ár. í vet- Ur voru þar 23 nemendur, 17 í fyrra. Guðjón Hallgrímsson var ráðinn yfirkenn- ari skólans sökum þess að skólastjóri gat ekki annast öll þau störf, sem hann hefur gegnt til þessa. Lárus Þjóðbjörnsson tók við handavinnukennslu af Ingimar Magn- ússyni. — I iðnskólanum eru nú 22 nem- endur. Sú breyting varð á kennaraliði skólans, að Óskar Sveinsson var ráðinn teiknikennari í stað Lárusar Þjóðbjörns- sonar. Umsjónarmaður barnaskólans var ráðinn Valdimar Guðmundsson í stað Þor- bjargar Jónsdóttur. — Á árinu var stofn* aður gagnfræðaskóli, sem tekur til starfa næsta haust. Iþróttir og félagslíf. Merkasti viðburð- ur í íþróttalífi bæjarins var það, að í- þróttahúsið tók til starfa á árinu. 60 menn stunda þar íþróttir á vegum íþróttafélag- anna, auk flokka frá ikátum, iðnskólan- um og unglingaskólanum. Þegar barna- skólabörnin eru talin með, mun nær fimmti hver Akurnesingur notfæra sér húsið. Á árinu Voru haldin tvö ghmnuámskeið á vegum íþróttafélaganna. Kennari á nám- skeiðum þessum var Kjartan Bergmann Guðjónsson. 26. júní var háður hand- knattleikur milli stúlkna úr Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur og stúlkna héðan úr bænum. Akurnesingar unnu leik þennan með 4 mörkum gegn 2. 27. júní var háð knattspyrna milli Akurnesinga og Hafn- firðinga og unnu Hafnfirðingar með 5 mörkum gegn 4. — Knattspyrnufélagið Kári vann að þessu sinni alla knattleiki, sem háðir voru. í þriðja flokki með 5:4, öðrum flokki með 3:2 og í fyrsta flokki með 2:1. í handknattleik kvenna vann Kári með 2:1. Á Akranesi starfa nú a. m. k. 20 félög, þrjú pólitísk flokksfélög, verkalýðsfélag, skipstjórafélag, iðnaðarmannafélag, tvö söngfélög, Rauðakrossdeild, Slysavarna- félag karla og kvenna, Góðtemplarastúka, kvenfélag, tvö íþróttafélög, skátafélag piltna og stúlkna. Á árinu voru -þessi fé- lög stofnuð: Verzlunarmannafélag, Skóg- ræktarfélag og Vestfirðingafélag. — Á Akranesi komu út þrju prentuð blöð, blaðið Akrar.es, Foreldrablaðið og afmæl- isrit Sjálfstæðisfélagsins. Eitt fjölritgéð blað kom út, blað Unglingaskólans. Samgöngumálin. Eins og kunnugt er, hefur nú í bili fengist lausn á þeim sam- gönguerfiðleikum milli Akraness og Reykjavíkur, sem bæjarbúar hafa haft við að stríða. Skipaútgerð ríkisins hefur tekið þau ,mál að sér í bili með samþykki og samkvæmt fyrirlagi ríkisstjórnarinnar. Skipaútgerð ríkisins hefur tekið á leigu m. b. Sigurgeir, 65 tonna skip, eign Ólafs Guðmundssonar í Keflavík. Skip þetta hef- ur þegar tekið upp ferðir til Reykjavíkur og geta bæjarbúar sjálfir bezt dæmt um gæði þess. Þess ber að geta hér, að bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa reynt að ráða bót á samgönguvandræðun- um eftir því sem í þeirra valdi stóð. Þá hafa og þeir Pálmi Loftsson og Pétur Otte- sen einnig unnið ötullega að þessu máli. Þótt þessi lausn sé fengin í bili, kemur a,ð því, að Akurnesingar verða sjálfir að ráða fram úr málum þessum. Eins og nú háttar er þetta rrtiklum örðugleikum bund- ið vegna þeirrar óvissu, sem ríkir á sviði fjármála og atvinnumála. FRÁ BÆJARSTJÓRNINNI Bæjarstjórnarfundur 6. janúar. Bæjarráð á Akranesi. Á fundinum var frumvarp til samþykktar um stjórn bæjar- málefna á Akranesi til 2. umræðu. Bæjar- stjóri lagði fram þá breytingartillögu um að eftirtaldar nefndir yr^u lagðar niður: Fjárhagsnefnd, fasteignanefnd, vatnsveitu- nefnd, vega- og holræsanefnd, og lög- reglumálanefnd, en í þess stað stofnað sérstakt bæjarráð. Bæjarfulltrúar voru sammála um það, að skipun þessi væri heppilegri og einfáldari í framkvæmd, þótt þeir væru ekki allir ánægðir með nafnið bæjarráð, en samkvæmt lögum um syeit- arstjórnarkosningar er það nafn lög- ákveðið. Breytingartillaga þessi og frum- varpið í heild var samþykkt á fundin- um. Sorphreinsun. Fjárhagsnefnd gerði til- lögu um það, að á næsta ári yrði kostnað- ur vegna sorphreinsunar greiddur úr bæj- arsjóði. Hafði hún athugað ýmsar leiðir í þessu sambandi, bæði að taka upp sér- stakt sorphreinsunargjald, fasteignaskatt, sem kæmi í stað holræsagjalds, sótthreins- únargjalds o. fh Taldi nefndin heppileg- ast að svo stöddu að fara þá leið, sem að framan greinir. Tillaga þessi var samþ. Hagnýting Garðalands. Samþykkt var tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórnin fari þess á Ieit við Búnaðarfélag íslands, að það láti athuga og gera tillögu um það, á hvern hátt Garðalandið verði bezt nýtt, stærð og fyrirkomulag erfðafestulanda, sameiginlega fjósbyggingu, notkun beitar- landsins o. s. frv. Framhald.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.