Akranes - 01.02.1943, Blaðsíða 5

Akranes - 01.02.1943, Blaðsíða 5
AKRANES 13 . ■4-t -'s' X, V ; 'jí' . '■' V * '> ;* V/.;> > v %' ’, "v ' ^'; vv: . * ■ \ » >* m. „Geir“. Því miíiur hefur enn ekki tekist a'ð ná í mynd af kútter Haraldi. í stað [ress kemur hér mynd af kútter Geir, eign Geirs gamla Zoéga (bróðir Tómásar Zoéga þess, er hér hefur oft verið nefndur). Myndin er góð og ágætt sýnishorn af þessum skipum. Þorsteinn, Tryggvi Gunnarsson og Bjarni Jónsson snikkari. Á skipinu voru 24 menn. Árið 1900 fiskaðist: Á vetrarvertíð ............... 27090 fiskar — vorvertíð ................ 27800 — í miðsumarstúr .............. 26500 — - síðasta túr ......... . . . 27918 — Samtals 109308 — Eða 611 skpd. Hæsti dráttur var 6910 fiskar eða 43 skp. Lægsti dráttur var 3051 fiskar eða 20 skp. Dráttur skipstjóra var 2724 fiskar. 1901 á vetrarvertíð .... 31243 fiskar . vorvertíð ......... 31800 — í miðsumarstúr . . 40400 — . síðasta túr........ 35000 — Samtals 138443 — Eða 812 skpd. Hæstur dráttur 8271 fiskur eða 51 skpd. Lægstur dráttur 2921 fiskur eða 19 skpd. Dráttur skipstjóra 3136 fiskar. 1902 á vetrarvertíð .... 34000 fiskar . vorvertíð .......... 37000 — í miðsumarstúr . . 35200 — . síðastá túr ...... 29053 — Samtals 136253 — Eða 841 skpd. Hæsiur dráttur 8632 fiskar eða 72 skpd. Lægstur dráttur 2871 fiskur eða 28 skpd. Dráttur skipstjóra 602 fiskar. Á þessum veiðum var kaup skipstjóra venjulega 60 kr. á mánuði og 2 krónur í premíu af skpd., eða frá 1400 til rúmar 2b00 krónur yfir úthaldið. Úr þ essumfiski munu lægstu hálfdrættingar hafa fengið 670 kr. brúttó fyrir sama tíma, en þeir hæstu 1657 krónur. Þetta er meðaltal af þessum þrem árum, og hér um að ræða eitt fiskisælasta skipið. Fiskverðið er mið- að við 40 krónur skpd. Þar að auki fékk skipshöfnin mikið verðmæti í allskonar trosfiski, sem sennilega vegur á móti salti og verkun fiskjarins, sem var 8 kr. pr. skpd. Á sumum skipum mun hafa verið allt upp í 32 menn. ,,Hýran“ var oft mjög misjöfn, farið jafnvel ofan í 200 kr. um árið, þótti mjög gott, ef hún var 1000 krónur. Það þætti hvorttveggja lítið nú. Sennilega yrði og fljótt gert ,,verkfal!“ út af þvf fæði, er sjómenn þessir áttu við að búa. 1 Á morgnana kl. 7 var fiskur og kartöfl- ur, ef til voru. Kl. 12 ýmiskonár grautar, ekki allsjaldan vatnsgrautar, kl. 7 um kvöldið aftur fiskur. Fyrir utan þétta fengu menn svokallaða ,,útvigt“ og mátti hver éta hana er honum sýndist, en það var: 1 Zl rúgbrauð á viku, Zl kg. af smjörlíki (en það var ekki alltaf gott, illt í verunni og stundum myglað, enda oft nefnt mastragrútur),375 gr. af púðursykri 250 gr. af kandís og 1 kg. af saltkjöti, sem heldur var ekki alltaf gott, það mátti vera svókallað skútukjöt, þ. e. ærkjöt eða af fullorðnu fé. Ennfremur gátu skipverj- ar’fengió hart brauð fyrir hálfa brauðið. (Er ekki ósennilegt, að þaðan sé runniniK talshátturinn „skítt með hálfa brauðið“ eða „ekkert kníverií með hálfa brauð- ið“). Á þessum tíma voru ekki allir „kokk- arnir á marga fiska“. Flestir sennilega aldrei fengist við matreiðslu og oft end- emissóðar í tilbót, enda þótti ekki öllum alltaf lystugur maturinn. Innan um voru vitanlega ágætir og þrifnir menn, en meira eða oftar var a. m. k. talað um hina, en ef til vill hefur þetta átt rót sína að rekja til þess, sem oftar og fyrr er hampað, að því lakara í fari manna sé meire. á loft haldið, en því sem betur má fara. En hvað sem þessu líður, bendir ýmislegt til, að til þess- ará manna hafi ekki verið gerðar miklar kröfur, eða sérstaklega til vandað sbr. málsháttinn: „Þú getur þó alltaf verið skítkokk á fiskijagt”. N.ú verður reynt að gera grein fyrir þeim þætti, er Akurnesingar áttu í þessari „stórútgerð“ á þessu tímabili. Svo sem áður var getið, var Þorsteinn kaupmaður Guðmundsson sá fyrsti, sem gerði hér út dekkbát, hét hann „Napóleon“ og var um 30 tonn að stærð, svonefnd „Galias sigl- ing“. Þorsteinn hefur Iíklega átt þetta skip 5—6 ár. Strandaði það síðan og var rifið. Næsta skip var „Leiráin“, eign Þórðar Þorsteinssonar á Leirá, Guðmundar Guð- mundssonar í Lambhúsum, Stefáns Bjarna- sonar í Hvítanesi og Snæbjarnar Þorvalds- sonar. Skip þetta var lítið eitt stærra. Skipstjóri var danskur, Christensen að nafni. Skip þetta munu þeir hafa átt skamma stund, það strandaði í heyflutn- ingum hér við Inrinesið, varð þó komið á flot og flutt hingað og rifið hér. Arið 1884 fékk Snæbjörn Þorvaldsson vöruskip hingað frá útlöndum, var þetta snemma vors. Þegar það var „útlosað“ gerði hann það út á handfæraveiðar hér í Faxaflóa. Fiskaði það á þrem vikum fyrir lok 11 eða 12 þúsund af þorski. Skipið hét „Pétur“, var á því danskur skipstjóri. Þessir Akurnesingar voru á skipinu: Sigurður í Melshúsum, Guðmundur á Steinsstöðum, Sigurður í Sóleyjartungu, Guðmundur, síðar á Indriðastöðum, Svein- björn Þorvarðsson, Kristinn Erlendsson, Jón í Kalmansvík og Bjarni Jónsson, síðar á Melum. Nú mun þilskipaútgerð hafa legið hér niðri í nokkur ár, þar til Böðvar kaupm. Þorvaldsson kaupir lítið dekkskip frá Skotlandi. Það hét „Admiral Ship“, en fékk síðar nafnið „Björn“, og gekk venju- lega undir nafninu „Björninn“. Fyrsta árið var skipstjóri Jens Nýborg frá Hafnar- firði, þá Loftur Loftsson Reykjavík, og síðast Jafet Sigurðsson skipstjóri í Reykja- vík. Ekki verður með vissu vitað, hvenær Böðvar keypti „Björninn”. Ekki heldur hve lengi hann átti hann, líklega þó 6—8 ár. Síðustu árin, sem hann átti „Björninn“, keypti Geir Zoéga fyrir hann annað skip frá Skotlandi, hét það „William Boy“. Rétt á eftir að þetta skip kom hingað lá það í aftaka landsynningi á Krossvík og bjuggUst allir við að það mundi þá og þegar reka í land. Var þá ákveðið að skip- ið skyldi fá nafnið Haraldur, ef það hengi í legufærunum veðrið af. Svo varð, og hét það „Haraldur“ upp frá því. Fyrsti skip- stjóri ^ar Snorri Sveinsson, þá Loftur Lofts- son, sem fyrr er nefndur. „Harald“ átti Böðvar miklu skemur, því hann tapaði á honum meiru en hann hafði upp úr hin- um. Hann seldi síðan „Björninn” til Reykjavíkur, en „Harald“ seldi hann Birni Hannessyni og Einari Ingjaldssyni. Árið 1899 keyptu þeir Björn og Einar dekkskipið „Hermann“ og sóttu á honum fisk í togara veturinn og vorið, en gerðu hann út á handfæraveiðar að sumrinu, en 1901 keyptu þeir fyrrnefndan „Harald“ af Böðvari, áttu hann og gerðu út héðan í þrjú ár. Þá var skipstjóri á Haraldi hinn góðkunni skipstjóri og ágætis drengur, Geir Siguyðsson, sem gerði sjálfan sig, Harald og Akranes „frægt“ »neð þessari landskunnu vísu, sem honum er eignuð: „Kátir voru karlar á kútter HaraJdi —

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.