Akranes - 01.02.1943, Blaðsíða 6

Akranes - 01.02.1943, Blaðsíða 6
14 AKRANES AKPANESS Flestir skipverjarnir voru frá Akranesi, man ég sérstaklega eftir þessum, segir Geir: „Ásbirni og 'Sigurði í Melshúsum, Jóni Ottasyni, Kristjáni Ólafssyni, Halldóri skáldi Benjamín, Ásbirni snikkara Magn- ússyni, Jóhannesi á Bakka, Bjarna Þor- steinssyni, Árna Bergþórssyni. Stýrimaður var Tómás Ólafsson Bræðraparti. Tvær vertíðir voru og báðir eigendurnir með, báðir duglegn sjómenn, Guðmundur Ás- björnsson, nú forseti bæjarstjórnar Keykja víkur, Þórður Erlendsson Reykjavík, Ottó N. Þorláksson o. fl. Þá voru og nokkrir ungir piltar af Akranesi, Bjarni Ólafsson, síðar skipstjóri, Halldór Einarsson Bakka, Þórður Ásmundsson Háteig, Ágúst Ás- björnsson, Jón Ásbjörnsson, bróðir hans, Jón Ólafsson Litlateig, síðar skipstjóai, Símon Sveinbjörnsson skipstjórh Sigurðui Sigurðsson Mel og Jónas Jóhannesson, og var hann „kokkur“.‘‘ Geir segir ennfrem- ur, að þeir hafi fiskað í meðallagi og oft- ast fengið heldur góðan fisk. Þegar þetta var, voru ekki fleiri dekkskip á Akranesi, segir Geir. Alltaf var Geir til húsa á Litla- teig, og lætur vel af þeirri veru. „Mér féll vel við Akurnesinga“. segir Geir ennfrem- ur, „þeir voru ágætis sjómenn og höfðu mikinn áhuga á að „bjarga sér“. Þeir höfðu margir svolítinn búskap. Á vetr- um gerðum við sjálfir við seglin, og feng- um að vera með þau í Templarahúsinu. Við verzluðum við Edinborg, þá var verzl- unarstjóri þar ívar Helgason, fiskur var allur verkaður á Akranesi. í vertíðarbyrj- un 1902 sendi Þorsteinn á Grund mér vísnaflokk, þar í er þetta: „Þann vinaflokk með hermannshag er Harald frá oss leiðir, vér kveðjum nú án kvíða í dag því kólga loftsins heiðir, og aldrei dragi sorta að sól í sinni hraustra drengja því vænst við dagsins veldisstól skal vonir allar tengja“. Eitt árið var Jón á Haukagili hrepp- stjóri á Akranesi, hann sendi mér og nokkrar vísur, þar í var þessi undir lag- inu Gamli Nói, voru þær sungnar á sam- komu: „Ægir kóngur, Ægir kóngur, er í skapi flár, aðgangsharður er hann^ ef í svarra fer hann. Hann sem stendur honum snúning, hann má vera knár“. Hvað sem líður vísunni um hina „kátu kalla“, er Geir ágætlega hagorður, en hann flíkar lítt skáldskap sínum, en heyrt hef ég hjá honum ágætis vísur. Eitt sinn kom vinur Geirs til hans og varpaði fram þess- um fyrri parti: „Ég er eins og allir sjá orðinn máttarlinur“. Þá svarar Geir: „Ef þér Iiggur lífið á, leitaðu til mín, vinur“. Mér er kunnugt um, að Geir hefur gert meira en að yrkja þennan síðari part. Hann hefur verið „praktiseraður“ hjá honum á lífsleiðinni í mörgum tilfellum. Hér minn- ast allir Geirs^sem gæða drengs og ágæts félaga. Framhald. Það sorglega slys vildi hér til hinn 31. janúar, að Eiríkur Sigríksson frá Krossi drukknaði. Hann var 35 ára að aldri. Giftur maður og átti 1 barn. Fiskveiðarnar. Þess var getið í síðasta blaði, hve tíð hafi verið slæm s.l. haust. Aftur á móti hefur nú í janúar verið hér óvenjuleg öndvegistíð, þar sem bátar hafa farið 23 róðra og þar af 21 í samfelldri lotu. Ekki er þó hægt að segja að eins viðri alstaðar á þessum hólma, því mótsett við þetta hef- ur fyrir Vesturlandi, a. m. k. til sjávarins Verið mjög ervið tíð. Aðeins einu sinni minnast menn hér að rónir hafi verið 22 róðrar í lotu. í þessum mánuði stunduðu 19 bátar veiðar. Fóru 4 þeirra 23 róðra. Hæsti báturinn fiskaði 125.9 tonn af haus- uðum og slægðum fiski, sem seldur var í skip til útflutnings fyrir 73022 kr. Sá hinn sami fékk 10444 lítra lifrar úr þess- um fiski. Samanlagður afli allra bátanna var 1619 tonn, 939.020 kr. virði, eða hátt upp í 1 milíjón króna. Samanlögð lifur var 124.572 lítrar. En ekki er mögu- legt nú að gera sér grein fyrir verðmæti hennar, þar sem allt er í óvissu um lýsis- verð. Það sem af er febrúar hafa gæftir verið góðar og afli sæmilegur. Or bréfi nýlega mótteknu: „Ég fékk hjartslátt, þegar ég las það í síðasta blaði að það lægi við að hætta yrði við útgáfu blaðsins vegna fjárskorts, en þá hefðu nokkrir góðir menn lofað að greiða helmingi meira fyrir auglýsingar en vera bæri. Heill sé þeim. — Ég ætti mjög bágt með að vera án blaðsins. —• Blaðið má ekki hætta mundu það. Ég sendi hér með kr. 50.00 frá sjálfum mér, ef það gæti eitthvað^hjálpað, og ég veit, að fleiri hljóta að vera sama sinnis“. Blaðið þakkar innilega slíkan velvilja og fórn, sem þessi ágæti gamli Akurnes- ingur sýnir því. Það er markmið vort og mikið áhugaefni að blaðið megi verða langlíft fyrst faxið var á stað með það. Að það fari batnandi, stækki og verði fjölbreyttara. Að það verði á margan hátt menningarmáleagn: tengilið.ur og sameiningarmerki allra Ak'urnesinga bæði heima og heiman. Leiðrétting og viðauki við Ánnál 1942. Unglingaskólinn. Lárus Þjóðbjörnsson tók við handavinnukennslu pilta í stað Ingimars Magnússonar, en Elinborg Aðal- bjarnardóttir, kennari við barnaskólann, annast handavinnukennslu stúlkna eins og síðastliðið ár. Iðnskólinn. Óskar Sveiijsson-var ráðinn teiknikennari í stað Guðjóns Hallgrímsson- ar kennara (og Sigurðar Guðmundssönar lögregluþjóns). Möl frá Galtavík. Svo sem skýrt hefur verið frá, festi bærinn s. 1. ár kaup á malarréttindum í Galtavík, m. a. vegna fyrirhugaðrar hafn- argerðar. Nokkrar vegaumbætur hafa ver- ið gerðar til þess að unnt yrði að komast að mölinni, og er því verki senn lokið. Nokkrir bílar af möl hafa þegar verið fluttir til bæjarins og er hún að allra dómi hið bezta byggingareíni. Þeim, sem halda vilja blaðinu saman, skal á það bent, að nokkur tölublöð eru að verða til þurrðar gengin. Ef því fyrri kaupendur kynni að vanta allan árg. eða einstök blöð, er rétt fyrir þá að koma sér sem fyrst að því að kaupa þau, áður en upplagið þrýtur. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ KÁRl 20 ÁRA Gefur þúsund krónur til Bjarnalaugar og stofnar húsbyggingarsjóð. Um síðustu áramót hélt Knattspyrnufél. Kári hér á staðnum hátíðlegt 20 ára af- mæli sitt, var þar margt til skemmtunar og fjölmenni mikið. Félagið stendur nú með miklum blóma, hefur keypt sér ræktað land í Garðalandi og hyggst að koma sér þar upp góðum grasvöllum til íþróttaiðkana, og er mikill áhugi hjá félagsmönnum að vinna sem mest að eflingu ýmissa íþróttaiðkana hér í kaupstaðnum. A aðalfundi félagsins, er haldinn var 14. þ. m. vay í tilefni af 20 ára afmæli félagsins, gefnar kr. 1000.00 til Bjarnalaugar, og ennfremur stofnaði fé- lagið húsbyggingarsjóð með kr. 1000.00 framlagi, og hyggst að koma sér upp í- þróttahúsi er stundir líða og Var kosin sér- stök húsbyggingarnefnd. í stjórn félagsins voru þessir kosnir: Óðinn Geirdal, kaupm. Guðm. Sveinbjörnsson, hóteleig. Guðm. Bjarnason, smiður. Jón Jónsson verzlm. og Ingveldur Albertsdóttir, verzlunarmær. Það er mjög rausnarleg gjöf, sem félag- ið hefur hér Iagt fram til Bjarnalaugar, og sýnir það skilning félagsmanna á þessu mikla framfara- og menningarmáli bæjor- búa, og væri óskandi að fordæmi það, sem hér er gefið, mætti verða til þess að fleiri kæmu á eftir. RITNEFND: Amljótur Guðmundsson. Ól. B. Björnsson. Ragnar Ásgeirsson. 'Prentverk Akraness h.f.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.