Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 17

Akranes - 01.12.1943, Blaðsíða 17
AKRANES 101 „En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getr“ Kristjún konungur X. og Alexnndrine drottning. Myndin er úr hinni nýútkomnu bók „Alþingishátíðin 1930“, gefin út af h.f. Leiftur, Reykjavík. Bókin er samin af prófessor Magnúsi Jónssyni. Með sambandslagasáttmálanum 1918 varð Kristján hinn X konungur íslands. Ekki verður sagt, að íslendingar hafi verið konungsdýrkendur, og liggja til þess a. m. k. til skamms tíma eðlileg rök. Um margar aldir sendu íslendingar konungum bænarskrár, en lítt voru þær bænir heyrðar. Með eða skömmu eftir valdatöku afa núverandi konungs breyttist þetta verulega. Kristján kon- ungur IX. er sá fyrsti, sem gefur íslandi og þegnum sínum þar verulegan gaum, og gerir sér far um að komast í persónu- leg kynni við þá til þess að kynna sér þrárfþeirra og þarfir. Enda er hann hinn fyrsti konungur, sem sækir ísland heim, og færir þjóðinni þá þegar verulegar réttarbætur. Má og þangað rekja hinar fyrstu verulegar framfarir landsins. Sonur hans Friðrik VIII. fetaði mjög í fótspor föður síns, og sótti landið líka heim. Ríkisstjórnarár hans voru ekki mörg, og var hann íslendingum áreiðan- lega harmdauði. Sennilega er það sannleikanum sam- kvæmt að segja, að þegar arftaki Frið- riks VIII. settist að stóli, hafi vonir manna um hann sem konung íslands ekki verið eins glæstar og raun varð á um föður hans og afa. En þess þurfti ekki lengi að bíða að það kæmi í ljós, að Kristján X. væri vandanum fullkomlega vaxinn, og sýndi að því er ísland snerti, að hann var í engu eftirbátur feðra sinna. Núverandi konungur vor hefur allra konunga mest gert fyrir ísland, enda hefur hann víst líka allra þeirra mest verið dáður. Kristján konungur hefur vaxið með hverjum vanda, sem að höndum hefur borið á hinum langa starfsferli. Hann hefur óumdeilanlega sýnt manndóm og þroska mikilmennis, enda orðið ástmög- ur og eldstólpi sinnar eigin þjóðar, ekki aðeins á stund hættunnar heldur í eld- skírn viðvarandi óhamingju, sem leidd hefur verið yfir hans litlu þjóð. Þá minnast íslendingar með virðingu og þakklæti drottningar Alexandrine, sem hefur sýnt oss þá rækt að læra hið örðuga mál vort og margvíslega sýnt, að hún hefur skilið stöðu sína. Þegar nú konungssambandinu verður slitið, virðist oss rétt og skylt að ávarpa konung vorn og drottningu með örfáum orðum. Kristján konungur X hefur í starfi sínu sýnt mikinn manndóm, góð- girni og stjórnvizku, þarf ekki að efast um, að þangað má rekja hvernig honum hefur farnast að leysa málefni þegna §inna og stýra fram hjá margri hættu, og vera nú á stund neyðarinnar sá mikli maður, er allra augu mæna til. Leiðar- ljós Kristjáns konungs og meginstvrkur í starfi hans og stríði hefur verið örugg og bjargföst Guðstrú. Hann trúir ekki á mátt sinn og megin éða sigur sverðsins, heldur á Guð sinn og göfgi mannanna til þess að geta komist áfram til meiri skilnings og þroska. ísland mun því ætíð varðveita minn- ingu Kristjáns konungs X. og Alexandr- ine drottningar, föður hans og afa. Vér biðjum því þann Guð, sem verið hefur hans megin styrkur á langri viðburða- ríkri ævi að blessa hús hans og varðveita land hans og þjóð frá frekari hörmung- um en þegar er orðið. Böðlarnir geta ógnað mönnum og tek- ið þá af lífi, „en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getr.“

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.