Akranes - 01.12.1943, Síða 18

Akranes - 01.12.1943, Síða 18
102 AKRANES ÓL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sögu Akraness, 111. 13 Sjávarútvegurinn 6. kafli. Þróunin heldur áfram. Óiajur Jónsson Jrá Brœðraparti. Hann gerðist ungur verzlunarmaður hjá Haraldi Böðvarssyni og var um skeið verzlunarstjóri fyrir hann í Sand- gerði. Árið 1933 varð Ólafur meðeig- andi firmans í Sandgerði ásamt Sveini Jónscyni. Árið 1941 keyptu þeir svo hluta Haraldar í félaginu og stofnsettu h.f. „Miðnes,“ þar sem þeir Ólafur og Sveinn eru aðaleigendur. Þessa útgerð sína reka þeir með sama hætti og áður, ein auk þess eiga þeir % hluta í útgerð- arfélaginu „Sunna“ á Siglufirði. Axel Jónsson, (gamall og góður Akurnesing- ur) er verzlunarstjóri hjá h.f. „Miðnes“ og á þar einhvern hlut i. Hér hefur nú nokkuð verið rakin þró- unarsaga sjávarútvegsins á Akranesi irá fyrstu tíð. Á opnum skipum, skút- um og vélbátum. Einnig hefur í þess- um kafla lítillega verið minnst á stærri skipin sem eru þessi: Ólafur Bjarnason eldri og yngri. Þormóður eldri og yngri. Línuveiðarinn Huginn. Línuveiðarinn Golan, Svanur, ísleifur, sem allt er sama skipið. Línuveiðarinn Andey og Línuveiðarinn Sæborg. Björn J. Björnsson og ISjáll Þórðarson. Að framan hefur áður verið sagt nokkuð frá þessum skipum nema línu- veiðaranum „Sæborg.“ E'igendur þess báts voru þeir uppeldisbræður Bjöm J. Björnsson í Georgshúsi og Njáll Þórð- arson sama stað. Þeir keyptu „Sæborg“ af Útvegsbankanum haustið 1933. Var Njáll skipstjóri á skipinu en Björn vél- stjóri. Skipið áttu þeir og gerðu hér út árin 1934 og 35, bæði á þorsk- og síldveiðar. Þetta voru eins og áður er sagt hin hörmulegustu ár til útgerðar, sáu þeir sér því þann kost vænstan að selja skipið. Þeir seldu það til Hríseyjar, en urðu fyrir tilfinnanlegu tjóni af út- gerðinni. Löngu seinna var gufuvélin tekin úr bátnum og sett í hann diesel- vél. Þau urðu Sæborgarinnar hörmu- legu endalok, að hún fórst með allri á- höfn fyrir Austfjörðum haustið 1942, sjálísagt af hernaðarvöldum. Njáll er útskrifaður úr stýrimanna- skólanum 1930. Hann hefur um mörg ar verið formaður á vélbátum hér, og er nú á m.b. Fylkir. Björn er útskrifað- ur frá Vélstjóraskóla íslands. Eftir það var hann vélstjóri á ýmsum gufuskip- um m. a. lengi á s.s. Eddu (nú Fjallfoss) Nú er hann verksmiðjustjóri hjá Síldar- • og fiskimjölsverksmiðju Akraness h.f. Hið fyrsta þessara skipa kom 1926 eins og áður er sagt, en hin mikið seinna. Öll gengu þau á saltfiskveiðár á vetr- um (neta- eða línuveiðar) og til síld- veiða fyrir Norðurlandi á sumrum. íslenzku togararnir hafa verið stór- virkasta tækið til fisköflunar hér á landi, og það ssem skapað hefur lang- mestar framfarir í landinu. Þrátt fyrir þó togarnir hafi verið hér mikilvirkasta veiðitækið frá 1905, hefur slíkt tæki ekki verið í eigu Akurnseinga fyrr en 1938, og líklega hefur ekki nema einn Akurnesingur átt neinn hlut í togara útgerð fyrr. Það er Böðvar kaupm. Þor- valdsson sem átti nokkra hluti í íslands- félaginu. í þessum þætti hefur og ver- ið getið þeirrar tilraunar Bjarna Ól- afssonar til stofnunar togarafélags sem þó bar engan árangur. Annars má segja — og hefur það ef til vill mestu valdið — að hér var vitanlega aldrei hægt að hafa togara — þó mönnum ditti þetta í hug til þess ef hægt væri að láta Akra- nes hanga í hinum. — Þar sem algert hafnleysi var og enginn bryggjustúfur til að leggja að stærri skipum, ekki einu sinni í blankalogni og blíðu. Ekki stundaði eins mikill fjöldi Ak- urnesinga sjó á togurunum sem þeir gerðu á skútunum. Til þess liggja fyrs* og fremst þessar orsakir: Skipstjórarnir á skútunum gerðu sitt til að halda hjá sér Akurnesingum áfram. Þeir voru duglegir sjómenn og ágætir fiskimenn yfirleitt. Margir þessara manna voru og orðnir of gamlir til að stunda togara- veiðarnar. Fyrir og um þetta koma líka mótorbátarnir sígandi til sögunnar, og fóru því aðeins á togarana, hvar þeir gátu sér gott orð sem þeir og feður þeirra höfðu gert á skútunum alla tíð. Þó Akurnesingar hefðu þannig ekki með neinn togararekstur að gera, voru þeir hinir fyrstu landsmenn sem kynnt- ust nokkuð að marki þessari „undra“- veiðiaðferð Englendinganna strax eftir að þeir fóru að fiska hér við land á þessum skipum. Einnig voru nokkrir Akurnesingar um borð í Vídalínstogur- unum sem hér voru gerðir út frá Akra- nesi. Þar má segja, að sé byrjun íslenzks togarareksturs, því að nafninu til var félagið íslenzkt, en þó ekki nema að nafninu, þar sem meginið af fénu var útlent og stjórnað af útlendingum að lang mestu leyti. Félag þetta mun á ýmsan hátt hafa verið uppbyggt og rek- ið af lítilli fyrirhyggju, enda átti það sér skamman aldur svo sem lesa má í 1. tbl. 1943. Það væri ekki vonum fyrr, að ritað væri um aðdraganda og byrjunarsögu hinna íslenzku togaraveiða sem og fisk- veiðasögu landsins í heild. Hér verður ekkert slíkt gert, en þar sem ýmsra hluta vegna togararnir koma beint eða óbeint við sögu í þesum þáttum um Akranes, verður reynt að stikla á stóru um upphaf þeirra. Er það gert með sér- stakri hliðsjón af að um þetta hefir sem sagt enn ekkert verið skrifað, og jafn- vel það litla sem um það hefir verið skráð, ekki í öllum atriðum rétt. Enn má geta þess að flestir þeirra sem áttu frumhugsun að tilraunum í þessa átt eru komnir undir græna torfu eða að því, því ungur má en gamall skal. En sem sagt, ég vil eindregið benda á, að láta ekki lengi dragast að skrifa rækilega sögu sjávarútvegsins. Sögu sem verður að vanda til. Það mun hafa verið 1902 eða 3 sem þeir Björn Kristjánsson kaupm. og Ein- ar Þorgilsson kaupm. og útgerðarmað- ur í Hafnarfirði boðuðu til fundar í Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason þótti þá mörgum betur við eiga að vera í skiprúmi sem heima átti á staðnum, jafnvel þó legið væri við í öðrum veiði- stöðvum nokkurn hluta árs. Yngri mennirnir og þeir sem duglegastir voru Reykjavík til félagsstofnunar um kaup á togara. Fundinn sóttu fáir, varð þátt- 'taka engin og ekkert af þessu þá. Þrátt. fyrir þetta hafa þessir menn þó ekki gefist upp um áform sitt, því það eru

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.