Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 20

Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 20
152 AKRANES Friðrik Á. Brekkan: 1. Einn morgun, ársins 1850, þegar Rósa litla, sem síðar var kölluð Halta-Rósa, var eitthvað rúmlega fjögra ára, vaknaði hún í rúminu í litlu baðstofunni í Fjósakoti við óvenjulegan hávaða. — Ef hún hefði verið nokkuð reyndari og betur að sér í fræðlmennsku fullorðna fólksins hefði hún undireins heyrt, að þar var deilt — og deilt hart — um skáldskap. — Baðstofan var lítil — bæði lág og mjó, og tæplega tvö stafgólf á lengd. Þar voru fjórir rúmbálkar, en rúmföt voru þó ekki nema í einum. Þar svaf Rósa á milli foreldra sinna — fleira fólk var ekki til heimilis á bænum þá. Nú, þegar hún gægðist hálfhrædd upp undan yfirsæng- inni, sá hún bakið á föður sínum, sem sat á rúmstokknum fyrir framan hana — og virtist henni baðstofan vera alveg full af ókunnum mönnum. — Þeir voru þó ekki nema tveir. En fyrir ferðin á þeim, hverjum fyrir sig, var þess meiri. Á miðju gólfinu stóð stór, svartskeggjaður maður. Hann stóð nokkuð gleiður og varð því að hafa sinn fótinn við hvom rúmstokk, sem náðu alveg niður að gólfinu. Það hefði því verið alveg ómögulegt að komast framhjá honum. Hann var svo hár, að hann varð að beygja höfuðið talsvert undir sperrukverkina, þar sem hann stóð. Hann gat því ekki horft framan í þá, sem hann talaði við, öðruvísi en að skotra aug- unum út undan sér. — En hann talaði eigi að síður — talaði í sífellu og í háum, hvellum róm. Þegar Rósa færði sig ofurlítið til í rúminu, gat hún betur séð hinn komumanninn. Henni sýndist hann ósköp ljótur — eiginlega alveg voðalegur. — Það var víst áreiðanlega „Ljóti- karlinn“ sjálfur — og hún var reglulega hrædd við hann, svo hrædd, að hún mundi hafa hljóðað upp yfir sig og farið að gráta, ef hún hefði ekki verið alveg viss um, að þá mundi hann koma og taka hana. Hún reyndi því að láta sem minnst á sér bera og starði á hann. — Hann sat — eða öllu heldur hékk — á auða rúminu beint á móti, og ýmist lygndi aftur augunum eða glennti þau upp og skaut þeim í skjálg. Ó- greiddur, ljósbrúnn hárlubbi hékk niður yfir ennið og niður í augun, en að öðru leyti var allt andlitið hulið af rytjuleg- um og óhirtum skegghýung. Hann rumdi og drafaði eitthvað óskiljanlegt í einni runu. Eftir nokkra hríð áræddi Rósa aftur að hreyfa sig ofurlít- ið. Hún reis upp við dogg, en henni þótti samt vissara að halda niðri í sér andanum á meðan. Og nú fór hún að virða betur fyrir sér þann svartskeggjaða, sem stóð á gólfinu. Hræðslan fór ofurlítið af henni. Hún þekkti hann, mundi að hann hafði komið þangað áður og ekkert gert henni. Hún mundi líka, hvað haonn hét. Hann hét Krákur Torfason, og henni hafði verið sagt, að hann væri bróðir hennar — hálf- bróðir að vísu — elsti sonur Torfa Krákssonar. — Rósa vissi nú raunar engin veruleg skil á þessari ættfærslu. — Og því síður vissi hún, að Krákur Torfason var skáld, eins og faðir hennar, og að hann taldi sig öllu snjallari en faðir hans hafði nokkurntíma verið. Allir aðrir voru ú reyndar á allt annari skoðun. Þeir sögðu, að strákurinn, hann Krákur, væri alls ekkert skáld, eða að minnsta kosti þá ekki nema argasta leirskáld. Hann gæti ekki svo mikið sem farið með óbrjálaða kenningu, og svo væri allt stirt kveðið og skothent hjá honum. — Þessu umtali reiddist Krákur, eins og von var — og hann vissi líka hver það var, sem fólk bar hann saman við og því var keppinaut- ur hans: Það var auðvitað enginn annar en Torfi Kráksson, skáldið í Fjósakoti, faðir hans sjálfs. Enginn þar í sveit — og naumast í næstu sveitum heldur — efaðist um að Torfi var skáld. Krákur efaðist ekki heldur um það. Og hann var ekki lítið stoltur af karli föður sínum og vitnaði óspart til hans, þegar hann átti tal við aðra. — En á hinn bóginn er það nú líka hart fyrir skáld — ungt skáld og upprennandi, að komast ekki áfram fyrir frægð föður síns, og vera aldrei metinn að verðleikum, aldrei tal- inn annað en leirskáld í samanburði við hann. Honum fannst því, að ef Torfi hefði nú alls ekki verið skáld — eða þá ekki nema minniháttar skáld — þá heíðu allir hlotið að geta séð, að hann, Krákur Torfason sjálfur, var það — mesta — já, einasta skáld sveitarinnar, sem nokkuð kvað að. Honum fannst þetta ekkert hégómamál. Það var alvara — dauðans alvara. Og ekki var það gaman að eiga sinn eigin föður fyrir aðalkeppinaút. Ofan á allt bættist, að Torfi hafði aldrei viljað viðurkenna skáldskap sonar síns — hafði meira að segja viljað hafa hann ofan af því að vera nokkuð að fást við að yrkja. Þetta hafði nú verið, meðan Krákur var ungur og óráðinn heima í föðurgarði . Nú gat honum ekki annað en fundist, að þetta hefði verið, og væri enn, bæði illa gert, ljótt óartarlegt af Torfa. Og því meira, sem hann hugsaði út í það, gramdist honum. Engum hefði þó verið skyldara en honum, að viðurkenna son sinn, og halda heiðri hans á lofti, því að ekki er von á því ,að vandalausir geri það, sem faðir manns neitar manni um. Af þessum sökum kom Krákur aldrei að Fjósakoti, nema þegar hann var fulur, og þá kom hann — að því er hann sjálfur sagði — einungis til þess að ræða um skáldskap við föður sinn — ekki reyndar sem föður sinn, heldur eins og þegar skáld ræðir við annað skáld. — Hin systkini hans hans komu aftur á móti aldrei að Fjósakoti. Þau höfðu ekki viljað sættast á, að faðir þeirra hafði tekið hana Elínu að sér og giftist aftur eftir að móðir þeirra lést. En Krákur var öðruvísi: Hann fór ekki dult með, að hann hefði verið jafn mikill vinur föður síns eftir sem áður, þrátt fyrir giftinguna, ef gamli maðurinn hefði einungis viljað viðurkenna skáld- skap hans — og satt að segja var sú viðurkenning honum mikils virði, að hefði hann fengið hana mundi hann ekki hafa kært sig hót um dóm allra annarra. 2. — Skýst þó skýrir séu, faðir minn, heyrði Rósa, að Krákur hrópaði með hvellum róm svo að glumdi við í baðstofunni, og henni fannst eins og óveður væri skollið á. — Og vandlátur ertu, ef þú kallar þetta ekki skáldskap, hélt hann áfram. — Óhlutdrægir menn mundu þó telja, að þessi erfiljóð, sem ég nú hef haft yfir, séu að öllu leyti vel ort og fullboðleg. Og það segir líka sá ærlegi meðbróðir, Kristján Kristjánsson, sem hér situr. Hann segir, og vill sverja, að jafnvel þú sjálfur hefðir ekki getað gert öllu betur. — Ég veit það nú ekki, sonur, svaraði Torfi, og hræðslan fór að miklu leyti af Rósu, því að hún sá, að hann hló með sjálfum sér, svo að mikla skeggið hristist. — Getur meira en vel verið, að margt sé gott í ljóði þínu. Það er ekki svo gott að dæma um það, þó maður heyri vísur einu sinni fljótlega hafðar yfir. Torfi talaði í sefandi tón. Það var auðheyrt, að hann vildi afstýra öllum árekstrum. — Ég er fús til að hafa erfiljóðin yfir aftur, faðir minn, gall Krákur við. En Torfi flýtti sér að svara, að hann vildi heldur bíða, þangað til síðar, er betra tóm gæfist. Elín húsfreyja kom nú skyndilega inn í baðstofuna, nokkru fasmeiri en hún átti vanda til. Hvorugur komumanna virtist veita henni eftirtekt. Hún kallaði til Torfa og bað hann að taka barnið upp úr rúminu og rétta sér það. Torfi lyfti Rósu upp, og móðir hennar tók við henni, settist með hana á ann- að auða rúmið í fremra stafgólfinu og klæddi hana í skyndi. Krákur virtist nú fyrst taka eftir þeim. Hann sneri sér við, laut að Rósu og kyssti hana, stóð svo hálfboginn yfir þeim mæðgum og hóf nýja ræðu. — Rósa varð nú dálítið hrædd við hann, en hún bældi niður grátinn, því að hún var hálfu

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.