Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 24

Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 24
156 AKRANES ANNALL AKRANESS 1944 Á Akranesi eru nú skráðir 23 bátar og tveir togarar. Skipa- flotinn er sem hér segir: 1. Ágústa, 36 smál. Báturinn er keyptur á þessu ári. Eig- andi: Oddur Hallbjarnarson. 2. Aldan, 26 smál. Eig.: Ellert Ásmundsson. 3. Ármann, 22 smál. Eigendur: Ármann Halldórsson og H.f. Ásmundur. 4. Ásbjörn, 52. smál. Eigandi: Björn Ágústsson og Valdimar Ágústsson. 5. Egill Skallagrímsson, 28. smál. Eigandi: Haraldur Böð- varsson & Co. 6. Frigg, 27 smál. Eigandi: Oddur Ilallbjarnarson. 7. Fylkir, 40 smál. Eigandi: H.f. Ásmundur. 8. Haraldur, 31 smál. Eigandi: Þorkell Haldórsson. 9. Hermóður, 34 smál. Eigandi: Sig. Hallbjarnarson. 10. Hrefna, 42 smál. Eigandi: H.f. Ásmundur. 11. Höfrungur, 21 smál. Eig:: Har. Böðvarsson & Co. 12. Keilir, 55 smál. Báturinn var keyptur á þessu ári: Eig.: Har. Böðvarsson & Co . 13. Reynir, 17 smál. Eig.: Har. Böðvarsson & Co. 14. Sigurfari, 61 smál. Eigandi: S.f. Sigurfari. 15. Sjöfn, 31 smál. Eigandi: Magnús Guðmundsson. 16. Skírnir, 21 smál. Eigandi: Har. Böðvarsson & Co. 17. Svanur, áður Stafnes, 58 smál. Báturinn var keyptur hingað s. 1. sumar. Eigandi: Har. Böðvarsson & Co. 18. Valur, 22 smál. Eig.: Halldóra Helgadóttir og Júlíus Einarsson. 19. Ver, 21 smál. Eig.: Har. Böðvarsson & Co. 20. Víkingur, 29 smál. Eig.: Har Böðvarsson & Co. 21. Þorsteinn, 18 smál. Eigendur: Ingólfur Kristjánsson og Pétur Jóhannsson. Bátur þessi var fluttur til Akraness á þessu ári. 22. Ægir, 24 smál. Eig.: Har. Böðvarsson & Co. 23. Víðir, 104 smál. Eig.: H.f. Víðir. 24. Ólafur Bjarnason, 197 smál. Eig.: H.f. Ásmundur. 25. Sindri, 241 smál. Eig.: H.f. Víðir. Svo sem framangreint yfirlit ber með sér hefur bátunum á Akranesi fjölgað um fjóra þetta ár. Mb. Ágústu, mb. Keili, mb. Svan og mb. Þorstein. Bæjarstjórnin hefur gengist fyrir því, að smíðaðir yrðu tveir 60 tonna bátar hér í bænum, og á annar þeirra að verða til fyrir vetrarvertíðina 1946, en sá bátur er seldur S.f. Sigur- fara. Þá hefur bæjarstjórnin keypt tvo af þeim 50 tonna bát- um, sem ríkisstjórnin hefur í smíðum í Svíþjóð. Bátar þessir verða seldir sjómönnum eða útgerðarmönnum hér í bænum. Þegar þetta er skrifað, er ekki vitað hverjir bátana fá, en átta menn, þar af sex sjómenn, sem stunda ekki útgerð nú sem stendur sækja það fast að fá báta þessa keypta. H.f. Heimaskagi hefur í smíðum nýtt hraðfrystihús, sem bæði verður stórt og fullkomið. Afköst þessa húss verða, þeg- ar það er fullgert, kringum 20 smálestir fiskflaka á sólarhring. Samanlögð afköst þeirra tveggja hraðfrystihúsa, sem voru fyrir, er kringum 30 smál. á sólarhring. 31. maí s. 1. var hafin bygging nýrrar bátabryggju austan við síldarverksmiðjuna, og lokið var að mestu við bygginguna bátar og skip, sem notuð voru til róðra, nema að haust- og vetrarlagi í vondum veðrum. Þetta er ljót saga, en því miður sönn. Skal nú í næstu grein nokkuð vikið að viðhorfinu gagnvart Langasandi, en því mið- ur er þar ekki heldur fagurt um að litast. Ben. Tómasson. um mánaðamótin október og nóvember. Bryggja þessi er 100 metra löng, þar af 38 metrar fyrir framan stórstraumsfjöru- borð. Hæð bryggjunnar yfir stórstraumsfjöruborð er 4x/2 m., bryggjan nær út á 3V2 m. dýpi um stórstraumsfjöru. Yfir- smiður við bryggjubygginguna var Finnur Árnason. S. 1. sumar var Krossvík kortlögð og mælt dýpi á víkinni. Rannsókn þessi var gerð vegna fyrirhugaðrar bátahafnar, sem er vafalaust mesta nauðsynjamál Akurnesinga. Enn er ekki að fullu lokið við áætlanir um hafnargerðina, en hins vegar virðist auðsætt, að bátahöfnin verði byggð á þann hátt, að núverandi hafnargarður verði lengdur og byggð álma, sem stefni til lands. — S. 1. ár lagði bæjarsjóður fram 175.000 kr. til hafnarsjóðs og var það í fyrsta skipti, sem bæjarsjóð- ur styrkti hafnarframkvæmdir. Nú í ár voru enn lagðar 250.000 kr. til hafnarsjóðs, og hefur því bæjarsjóður lagt fram s. 1. tvö ár 425.000 kr. til hafnargerðar. Á vetrarvertíðinni voru gerðir út frá Akranesi 19 heima- bátar og 7 aðkomubátar, samtals 26 bátar. í fyrra voru gerð- ir út á vetrarvertíð samtals 20 bátar. Á árinu voru 6.500 smál. nýs fiskjar fluttar út (árið 1943: 7.300 smál.), 60 smál. soðnar niður (1943: 35), 2.000 smál. fiskflaka hraðfryst (1943: 1.200), síldarverksmiðjan fram- leiddi 395 tonn af ókaldhreinsuðu lýsi (1943: 317) og 510 tonn af fiskimjöli (1943: 421). Á vetrarvertíðinni voru farnir 1.353 róðrar (1943: 1.283). Afli var 8.932 tonn fiskjar (1943: 7.314) og 744.453 lítrar lifr- ar (1943: 575.964 1.). Meðalafli í róðri var 6.600 kg. fiskjar og 550 1. lifrar (1943: 5.700 kg. og 450 1.). Meðalaflahlutur háseta var kr. 10.572,00, en hæsti aflahlut- ur var á mb. Agli Skallagrímssyni kr. 14.290.00. Undanfarin ár var meðalaflahlutur sem hér greinir: 1943: kr. 10.596.00, 1942: kr. 8.580.00 og 1941 kr. 10.725.00 S. 1. vetur voru tveir bátar frá Akranesi í flutningum, annar hjá setuliðinu, en hinn í flutningum fyrir Norðurlandi. S. 1. sumar stunduðu 9 bátar síldveiðar við Norðurland, en 5 bátar síldveiðar á Faxaflóa. Þrír bátar voru í flutningum, þar af einn hjá setuliðinu. Utan Akraness lögðu bátarnir upp 94.000 mál og tunnur síldar (í fyrra 92.180). Hæsti hlutur á síldveiðum var hjá mb. Sigurfara kr. 8.056.00. Hér á Akranesi voru frystar til beitu 7.500 tunnur síldar (í fyrra 8000), en 1.500 tunnur voru salt- aðar (í fyrra 9.200). Togarinn Sindri fór 13 ferðir til Englands (12 í fyrra) og Ólafur Bjarnason 8 ferðir (4 í fyrra). Þegar síldveiðin byrjaði í ár áttu Akurnesingar 21 bát, að mb. Víði undanteknum. Af bátum þessum eru 9 yfir 30 tonn, en 12 undir 30 tonnum. 8 af þeim 9 bátum, sem eru stærri en 30 tonn voru á síld við Norðurland, en einn þeirra (31 tonn) á síldveiðum í Faxaflóa. Af þeim bátum, sem eru undir 30 tonnum var einn á síldveiðum við Norðurland, tveir í flutn- ingum, en 4 bátar á síldveiðum í Faxaflóa. Þetta er ljóst dæmi þess, að betur notast af hinum stærri bátum. Útflutningsverðmæti fiskafurða frá Akranesi og verðmæti þeirra afurða, sem bátar frá Akranesi hafa lagt upp utan Akraness mun nema kringum 16 millj. kr. (í fyrra ca. 11). Framh. A. G. TILKYNNING Vcgna eftirspurna eftir erfðafestulöndum til bygginga, er hcr mcð öllum lcigusamningum um matjurtagarða sagt upp frá 1. jan. n. k. Hins vegar verður mönnum eftir því sem tök eru á, gefinn kostur á því að halda þeim görðum, er þeir hafa, ef nauðsyn ber ekki til að leigja þá á erfðafestu sem byggingalóðir. Akranesi, 19. des. 1944. BÆJARSTJÓRINN

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.