Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 7

Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 7
Allt þetta varð til þess, að hinir ungu menn ýttu á að upp væri tekið enn meira útilíf, sérstaklega að sumrinu til. Einhvers staðar í fögru heillandi umhverfi, þar sem hugsað væri um samastað til frambúðar og bætt skilyrði til sumardvalar, þar sem oinn flokkur tæki við af öðrum. Til þessa var Vatnaskógur valiinn, með góðu samþykki þeirra, sem þar áttu hlut nð máli. Sumardvalir drengja hófust í Vatnaskógi 1923. Þetta var í rauninni nýtt landnám, þar sem við marga örðug- leika var að etja. Þar vantaði alla viðlegu. Uppeftir urðu þeir að fara i smámótorbát að Saurbæ. Síra Einar Thorlacius lánaði þeim litla kerru með hesti fyrir, undir hið þyngsta af farangrinum, en að öðru leyti varð hver að bera siinn bagga, gang- andi upp í Vatnaskóg. Dagana áður hafði margvíslegur undirbúningur farið fram i húsi K. F. U. M., við að stanga hálmdýn- ur ofl. ofh, en allt var það gert i sjálf- boðavinnu, af hinn mestu atorku og áhuga á hinn. eftirvæntingarfullu útilegu í hinu fagra umhverfi. Hér verður ekki hægt að segja sögu sumardvalar drengjanna i Vatnaskógi. Meðan þar voru engar byggingar, engir samfelldir vegir að á'fangastað, komið og farið sjóveg í litlum bátum í miðjöfnum veðrum, var þetta örðugra og óaðgengilegra en nú, þar sem heima er farið upp í bil, og farið úr hoinum i skóginum við dyr vistlegs skála, þar sem öll þægindi eru nú fyrir hendi, til þess að öllum geti liðið þarna vel, í sátt og samlyndi við góða vini, sem þannig halda hópa sumar og vet- ur, en valdir frumherjar félagsskaparins vaka yfir þeim og leiðbeina og leysa hvers konar vanda. 1 Vatnaskógi er búið að byggja mikið, samkomu-, svefn- og matskála, svo og litla kirkju. Allt hefur þetta verið gert fyrir fómir sjálfra skógarmamna. 1 'fjár- framlögum á vetrarfundum sem helgaðir erxi þessu starfi, og svo með ötulli sjálf- boðavinnu margra í Vatnaskógi á sumr- um. Allt þetta er því hollur heillandi skóli fyrir æskuna og haldkvæmur þegar lífið byrjar fyrir alvöm, oft með erfiðleika sína og vonbrigði. Fyrst fékk K. F. U. M. aðeins 1 ha. larnds til umráða í skóginum, en síðar var félag- inu afhentur allur skógurinn til umráða og umhirðu. Frá 1950 ha'fa þeir gróður- sett 35 þúsumd trjáplöntur í Vatnaskógi, furu, sitkagreini og rauðgreni. Árið 1947 vom 7 dvalarflokkar í Vatna- skógi samtals 433 vikur. Nýir Skógar- menn voru 129. Árið 1948 var hafin bygging kapell- unnar í Vatnaskógi. Á sumardaginn fyrsta það ár höfðu safnast 9300.00. Það ár vom dvalarflokkar 8, alls 484 vikur, en nýir Skógarmenn 80. Þá vom teknar kvikmynd- ir af starfinu. Um veturinn vom haldnar mánaðarlegar kvöldvökur Skógamianna. Árið 1947 mættu þar að meðaltali 78 fé- lagar, en 1948 mættu að meðaltali 101. Árið 1949 var gerður samningur við Skcgrækt rikisins um að fela Skógarmönn- um umráð yfir skóginum öllum. Það ár var lagfærður vegur að Lindarrjóðri, em það kostaði um 4000 kr. Það ár var og gefin út söngbók Skógarmanna, upplag 2500. Þá voru þar 9 dvalarflokkar 'frá 10. júní til 17. ágúst. Þátttaka 600 vikur, en nýir Skógarmenn voru 196. Kapellan var vígð 24. júlí 1949, af sira Sigurjóni Guð- jónssyni prófasti. Árið 1950 voru þar 9 flokkar frá 9. júni til 18. ágúst, alls 350 einstaklingar í sam- tals 525 vikur. Nýir Skógarmenm voru 178, þar af 28 utanbæjarmenn. Þetta sumar gróðursettu þeir þar 5000 skógarfurur. 30 Skógarmenn fóm í utanför. Á Skógar- mannafundum að vetrinum mættu að með- altali 112. Árið 1952 voru gróðursettar 10 Þúsund skógarfurur. Þá voru í skóginum 10 dval- arflokkar frá 8. júní til 24. ágúst. Þátttak- endur voru alls 649, mest 109 í einum flokki. Fundarsókn var að meðaltali 119. Árið 1952 voru gróðursettar 10 þúsumd plöntur, og þá dvöldu þar i o flokkar. Sum- arið 1953 vom og gróðursettar þar 10 þús- und plöntur og þar dvöldu þá einnig 10 flokkar. I meira en tvo áratugi hafa Skógarmenn gefið út eigið hlað, er þeir nefna ,,Lindin“ eftir lind þeirri, sem Lindarrjóður er kennt við. Lesa þeir það upp á fundum. Efni blaðsims er gaman og alvara, svo og um ýxnis áhugamál og hugðarefni Skógar- manna, oft og tíðum eru þar sögur og ljóð eftir þá sjálfa, svo og hugleiðingar ofl. trú- arlegs eðlis. Fyrir Guð og menn. Allt sarf K. F. U. M. mótast af, og mið- ast við hið eina sasma visdómsorð, að Guð sé til, og sé faðir, vörður og vemdari mann- anna, svo framt sem þeir vilji blýta leið- sögu hans. Starf fólagsins miðar að því að upplýsa mannann böm urn þennan mikil- væga sannleika og kenna þeim að lifa i samræmi við hann, sjálfum þeim til gagns og blessunar og Guði sjálfum til dýrðar. Þar er þetta stanf tekið alvarlega, í boð- un, leik og starfi. Að því vinnur fjöldi sjálfboðaliða karla og kvenna undir stjóm valinna manna, sem ekki mega vamm sitt vita í neinu. Leiðtoga, sem í trú og til- beiðslu reyna eftir mætti að benda þeim ungu á þenn veg, sem þeir eiga að ganga, svo þeir öðlast innri frið og samna lífsham- ingju, sem geti orðið sem varanlegust fyrir þetta líf og hið komanda. Þeir, sem fylgzt hafa með þessu starfi, hafa séð hvað það hefur jafnan verið traust og fast mótað i jákvæða átt, þótt tekið hafi verið tillit til fjörs og 'fúsleika æskimnar til leikja. Þar hefur þess aðeins verið gætt, að sá leikur væri göfgandi og þroskandi í senn. Starfinu er stjórnað af auðmjúk- mn þjónum, sem i veikleika reyna að vera vökumenn hinnar yngri kynslóðar, og leið- beinendur hennar í því að verða góðir menn og batnandi þjóðfélagsborgarar hinn- ar litlu þjóðar í norðrimu, sem á að baki sér þúsund ára gamla kristna menningu. Æsku, sem þrátt fyrir það, er undirorp- in ýmsum hættum, þar sem varðstaðan má því alls ekki bregðast á hinum hálu brautum lífsins á vorri öld. Fánahylling. Knattspyrna í Vatnaskógi. akranes

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.