Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 14

Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 14
og þyngst var undir fæti. Þó get ég ekki neitað því, að mér ifinnst störf stjórnarinn- ar í heild um of mótast af hinum gamla tíma, og miðast of lengi við hin gömlu skip og yfirstandandi tima. Þó er það svo augljóst sem verða má, — og oft bent á það innan samtakanna, — að tími hinna gömlu skipa sé á leið til grafar, en að nýr tími sigli hraðbyri heim að „köldu landi fsa.“ Ný og fulkomnari skip, sem taka þurfi á móti, — og „meðhöndla“ — á allt annan veg en hin gömlu skip. En það er eins og þetta skiljist þeim ekki. Þetta viðhorf er mér að ýmsu leyti óskilj- anlegt gagnvart þeim ágætu görpum, sem þarna réðu raunverulega öllum fram- kvæmdum. Tryggvi, er að visu orðinn gamall mað- ur og ef til vill þreyttur. Hann hafði um áratugi gengið berserksgang til alhliða framfara og unnið hvert þrekvirkið af öðru, en hlotið of litla viðurkenningu eins og gengur. Þrátt 'fyrir fjör hans, djarf- leik og víðsýni, mun hann í eðli sínu hafa verið fremur gætinn. Hann lifir fram á fyrra strið, tölumar hækka og ýmiss ó- vissa rikir. Ég held líka, að hann hafi haft ýmugust á togurunum. Er t. d. sagt, að þegar Landsbankinn hafi lánað sitt fyrsta útgerðarlán til eins fyrsta togarafélagsins, sem enn starfar hér í góðu gengi, hafi Tryggvi sagt í mæðutón: „Þessa peninga sjáum við aldrei aftur.“ Hafi Tryggvi séð eftir skútunum sínum, og gengið með innri ótta um, að togararn- ir þyrftu að eiga nokkuð hjá sér til að gera mikið betur gagnvart þjóðarbúinu, getur hann hafa skipt um skoðun. Á það bendir lítil grein, er hann skrifar um botnvörpunga í almanak Þjóðvinafélags- ins 1916, bls. 81—83. Greinin hljóðar svo: „Botnvörpuskipin íslenzku hafa flutt svo mikla atvinnu og auð inn í landið, að skylt er, að saga þeirra sé sögð með nokkrum orðum.“ — Þá tel- ur hann upp fyrstu ísl. togarana 26 að tölu, í þeirri röð sem þeir hafa komið til landsins, en svo segir hann: „Máltækið, „að sigursæll er góður vilji,“ hefur berlega komið fram á kaupum botn- vörpuskipanna. Af stærri skipunum hef- ur hvort kostað með veiðarfærum og öðr- um útbúnaði 150 til 200 þúsund krónur, svo að ekki var líklegt, að margir hefðu fé og áræði til að leggja í svo stór kaup, eða hægt væri að safna svo miklu fé í fátæku landi til að kaupa jafn mörg, góð og dýr skip á fáum árum, sem skýrslan að ofan sýnir. En það, sem gaf viljanum byr undir báða vængi, var reynslau, sem sýndi, að stór gróði varð árlega á því, sem skipin öfluðu. Likt fjölgun botnvörpuskipanna um aldamótin, þegar menn voru að kaupa segl- kútterana frá Englandi, þá vildi hver mað- ur eignast skip, svo að á fáum árum urðu við Faxaflóa nálægt 70 fiskiskip, nú eru 20 eftir; áhuginn hvarf. Óskandi er, að sama hverflyndið komi ekki fram á botn- vörpuskipunum." — Tr. G. Ásgeir Sigurðsson var hér brautryðjandi nýrra verzlunarhátta, er þá bar vott um mikið frjálslyndi og frcmfarir. Verzlunin Edinborg keypti innlendar afurðir háu verði og greiddi allt í peningum, — ,sem þá átti sér vart stað, — Hins vegar seldi verzlimin erlendar vörur með hóflegri á- lagningu undir kjörorðinu: „Llítill ágóði fljót skil.“ Hann var einnig stórútgerðar- maður á gamla visu, en lét sig minna skipta togarana. Afstaða Ásgeirs er þvi einnig lítt skiljanleg. Jes Zimsen var að sumu leyti nær þvi að vera miaður hins nýja tíma. Hann var 29 árum yngri en Tryggvi og 13 árum yngri en Ásgeir. Hann var miklu minna riðinn við skútu-tímabilið, það sigldi næst- um fram hjá honum. Hann gerist hins vegar framkvæmdarstjóri og meðeigandi eins fyrsta og stærsta togarafélagsins, sem hér er stofnað. Honum átti því að vera augljós þörfin á, að Slippfélagið fylgdist með tímanum og byggi sig undir hin nýju verkefni, þegar lokið var hinum gömlu. Ef til vill hafa þó hin miklu töp í fisk- hringnum og á togurunum dregið nokkuð úr þreki hans og áræði, sérstaklega ef fleiri voru deigir. Hvað sem Liður öllum bolla- leggingum, um varfærni þessara manna um kaup á nýjum brautum við hæfi hins nýja tíma; má bezt marka metnað þeirra fyrir hönd sjálfra sin og fyrirtækisins, er því fer að vegna verr. Um mörg ár héldu þeir því beinlínis uppi fjárhagslega, og sóttu það fé í eigin vasa, í stað þess að sækja það í bankana. Það er því engu líkara en að augu þess- ara ágætu manna hafi verið „haldin“ gagnvart réttum skilningi á framtið fyrir- tækisins. Ýmsir af hluthöfum Slippsins sáu, að hér þyrfti endurbóta við og ýmsir aðrir sáu þetta líka, eins og hér verður nú lítillega drepið á. Eins og að hefur verið vikið áður, var t. d. 1930 orðin mikil og gagnger breyting á skipastóli landsmanna frá því um síðustu aldamót, er Slippfélagið var stofnað. Áð- ur voru það svo til eingöngu tréskip, sem urðu að nota segl til að komast leiðar sinn- ar yfir höfin. Nú eru skipin í álíka hlut- föllum járnskip, miklu stærri og dýrari, enda með stórvirkum vélum til þess að knýja þau og koma þeim leiðar sinnar landa á milli. Til viðgerðanna þurfti áður aðallega trésmiði, en nú þurfti engu síður plötu- og járnsmiði og einnig vélsmiði. Vegna þessara gerbreyttu viðhorfa tóku Frá byggingu 1500 smál. dráttarbrautar þyngsta stykkið, er lyfta þurfti var 35 smálestir. 122 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.