Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 10
66 TÍMARIT VFl 1965 2. mynd. Móttökuliði (sundurtekinn) 1 skýrslu um fjarstýringu í veitukerfum („Centrali- seret telekontrol i distributioiisnet"), sem lögð var fram á þingi UNIPEDE í Stokkhólmi í júní 1964, eru settar fram þær kröfur, sem höfundar skýrslunnar telja, að fjarstýrikerfi þurfi að uppfylla, en þœr eru þessar: 1. Fjöldi mismunandi merkja, sem hægt er að senda út, þarf að geta leyst ekki einungis þau verkefni, sem eru fyrir hendi í dag, heldur einnig þau, sem fram koma í náinni framtíð. 20 tvöföld merki. (Þ.e. rofi inn og út) geta ekki talizt óþarflega mikið. 2. Áhrifasvæði hvers sendis skal vera í samræmi við mörk þess svæðis, sem hann á að fæða. 3. Kerfið má ekki vera viðkvæmt fyrir reikandi yfir- sveiflustraumum og truflunum, sem geta verið í veitukerfinu. 4. Tilvera fjarstýrikerfisins má ekki á neinn hátt hefta notagildi veitukerfisins. 5. Allur búnaður, þ.e. sendir, móttakarar o.fl., verður að geta unnið sjálfvirkt með sem minnstu viðhaldi og umsjón. Ekkert þeirra kerfa sem komið höfðu fram fyrir fyrri heimsstyrjöld uppfylltu öll þessi skilyrði, en síðan hefur þróunin verið ör og með þeim tækjum sem í notkun eru í dag er hægt að fá nægilegan fjölda mismunandi merkja með aðeins einni tóntíðni, sem er mikill kostur, þar sem velja má þá hana eftir því hvaða tíðni hentar veitukerfinu bezt. Varðandi val á tóntiðninni er einkum um 3 möguleika að ræða, þ. e. tiltöluleg háa tiðni, 800—1600 Hz eða meira, meðaltíðni, 300—800 Hz, og lága tiðni, 150—250 Hz. Við háa tíðni er þörf minni sendiorku heldur en við lága tíðni, en spennufallið verður aftur á móti meira. Val á tiðninni hefur ennfremur áhrif á það, hvernig tónmerkin eru send inn á veitukerfið. Við háa tíðni þarf yfirleitt að senda inn á safnteinana samsíða aðal- spennum á aðveitustöð, sem oftast er tiltölulega ódýr lausn, en við lága tíðni þarf yfirleitt að senda inn á safnteinana í röð með aðalspennum, sem oftast er til- tölulega aýr lausn. Ennfremur hefur valið á tíðninni áhrif á byggingu móttökuliðanna. I liða fyrir háa tíðni þarf oftast að byggja magnara til að upphefja hið tiltölulega meira spennufall í netinu, en það eykur að sjálfsögðu kostn- að liðanna. Aftur á móti er hægt að komast af með rafsíu (elektrisk filter) í þessum liðum, þar sem hins vegar er nauðsynlegt að hafa raf-vélræna siu (elektro- mekanisk filter) í móttökuliðum fyrir lága tíðni, en það krefst aftur, að tóntíðninni sé haldið mjög stöð- ugri. Álagsstýringarkerfi, sem verið hafa á markaðnum s. l. 10 ár, hafa verið fullnægjandi og eru nú það full- komin, að við notkun þeirra eru ekki lengur nein vanda- mál, ef nauðsynlegar athuganir eru gerðar áður en þau eru sett upp. Með notkun álagsstýringarkerfis í stað rofaklukkna er ekki einungis mögulegt að fylla upp í lægðir í álag- inu á veitukerfið, heldur einnig að lækka toppálagið, m. a. með því að rjúfa hitaálag, sem áður var inni á topptíma t.d. vegna klukkurofa, sem gengu vitlaust eða vegna þess að toppálag ársins kom á öðrum tíma en þeim, sem rofaklukkurnar voru stilltar á. Með lækkuðu toppálagi vinnst eftirfarandi: 1. Lægra aflgjald fyrir aðkeypta raforku. 2. Frestun á fjárfestingu til aukninga veitukerfis og þar með betri nýtingu á því fjármagni, sem bundið er í veitukerfinu. 3. Pllutfallslega minni töp, miðað við seldar kilowatt- stundir, þar sem töpin vaxa með kvaðrati straums- ins. Þegar gerður er samanburður á álagsstýringarkerfi og rofaklukkum, kemur í ljós, að álagsstýringarkerfið hefur eftirfarandi kosti fram yfir rofaklukkur: 1. Verð móttökuliða er minna heldur en rofaklukku og þar sem sala á raforku til hitunar er almenn eru hitanotendur yfirleitt það margir, að móttöku- liðar, ásamt nauðsynlegum sendibúnaði, stjórntöflu, varahlutum o.fl. kosta minna heldur en rofaklukkur. 2. Móttökuliðarnir eru öruggari I rekstri heldur en rofaklukkur og þarfnast engra reglubundinna still- inga eins og þær. Ennfremur geta starfsmenn raf- veitnanna annast sjálfir nauðsynlegt viðhald og við- gerðir á liðunum, þar sem bygging þeirra er einfald- ari en klukkuverkanna. 3. Sveigjanleiki í notkun álagsstýringarkerfis er mik- ill, en er enginn við notkun klukkurofa. Liðunum er hægt að stýra með einni klukku eða sjálfvirkt eftir álagi, þ.e. straum, kilowattamperum eða kiló- wöttum. Ennfremur er hægt hvenær sem er að úti- loka sjálfvirknina og gripa inn í með handstjórn. Þá er og mjög auðvelt og fljótlegt að breyta rofa- tímum liðanna með endurstillingu á klukkurofa álagsstýringarkerfis. Þessi sveigjanleiki eykur möguleikana á að útiloka skammvarandi toppálag og ennfremur á að veita betri þjónustu, þ.e.a.s. að rjúfa ekki, þegar þess er ekki þörf. 4. Notkunarmöguleikar móttökuliða eru miklu meiri heldur en rofaklukkna. Má þar m.a. nefna: a. Aðvörunarkerfi, svo sem aðvörun frá aðveitustöð og út í bæ, t.d. aðvörunarljós og hringing frá stjórnborði aðveitustöðvar, aðvörun um toppálag o.fl. b. Kveiking á götulýsingu með einum ljósnemabún-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.