Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 11
TÍMARIT VPl 1965 67 aði á aðveitustöðvarbyg'gingu. Með sömu rás má kveikja á einstökum útilýsingarkerfum, svo sem flóðlýsingu og neonlýsingu, þar sem erfitt er að komast í rofalínu götulýsingar. c. Kveiking á verzlunarlýsingu, stigalýsingu, útidyra- lýsingu, sem logar á svipuðum tima og götulýsing, . en þó rofin yfir hánóttina. d. Opnun opinberra bygginga. e. Útkall slökkviliða og hjálparsveita. f. Grípa inn í sjálfvirkni götuvita, þegar sjúkrabif- reið, slökkviliði eða lögreglu liggur á að komast leiðar sinnar, og láta t.d. blikkandi rautt ijós á alla götuvita eða ákveðinn fjölda þeirra. g. Skipting milli rása í tvígjaldsmœlum. 5. Að lokum má geta þess að stækkunarmöguleikar eru mjög miklir. Má þar fyrst nefna, að sendibúnað- urinn er hannaður út frá stærð veitukerfisins en ekki fjölda móttökuliða og má því bæta við móttöku- liðum eftir þörfum, án þess að stækka þurfi sendi- búnaðinn. Þegar veitukerfið er orðið of stórt fyrir sendinn, má bæta við öðrum, sem vinnur þá sam- síða þeim, sem fyrir var. Ef u.þ.b. 20 rásir duga ekki, má bæta við kerfið, þannig að rásunum fjölgi upp í um 400, en 20 rásir er í langflestum tilfellum nægjanlegt, hvað þá 40 rásir, sem fá má með minnstu aukningu. II, Álagsstýringarkerfi Refveitíi Hafna?fjarðar 1. Aðílragandi að kaupuin álagsstýringarkerfis. Rafveita Hafnarfjarðar hefur ávalit selt mikla raforku til húshitunar, sem er bæði daghitun og næturhitun, og er uppsett afl í húshitun á öllu orkuveitusvæðinu um 6 MW eða u.þ.b. jafnmikið og toppálag veitunnar. Hitaálaginu hefur verið stjórnað með rofaklukkum, en hin síðari ár hefur dálítið vantað á, að settar hafi verið upp nægilega margar klukkur. 1 ágústmánuði 1961 var leitað tilboða í álagsstýring- arkerfi, en aðeins eitt tilboð barst og var það frá sviss- neska fyrirtækinu Zellweger. Áður en tilboðið var samið, bauð fyrirtækið að senda hingað yfirverkfræðing sinn, Hr. Kniel, sem var á ferð frá Bandaríkjunum, og kom hann hingað í desember 1962 til viðræðna um málið. I maí barst svo tilboð fyrirtækisins og var að upphæð 131.580 svissneskir frankar, F.O.B. Tilboðið var í 700 móttökuliða, sendibúnað og stjórntöflu ásamt nauðsyn- legum varahlutum. Boðnir voru þeir greiðsluskilmálar, að við pöntun skyldi greitt 20%, við móttöku vörunnar 20% og síðan 15% á ári í næstu 4 ár með 5% ársvöxtum. Á fundi rafveitunefndar þann 6. sept. 1963 var sam- þykkt að kaupa álagsstýringarkerfi skv. tilboði frá Zell- weger. Áður hafði verið gerð nokkuð ýtarleg athugun á því, hve mikið mundi mega lækka toppálagið með fullkominni stjórn á hitanotkun og var áætlað, að það mundi vera um 700 kW, sem þýðir, miðað við núverandi verð hjá Sogsvirkjun'jmi, um 600 þúsund króna sparnað á ári. Út frá þessu var svo gerð áætlun um fjárhags- lega lausn málsins og varð niðurstaða hennar sú, að sparnaður vegna lækkaðs toppálags og andvirði seldra notaðra rofaklukkna mundi greiða álagsstýringarkerfið, ásamt áætluðum uppsetningarkostnaði á 5 árum, þannig að í árslok 1969 yrði kerfið orðið skuldlaus eign rafveit- unnar. Þar við bætist svo sparnaður í stofnkostnaði og rekstr- arkostnaði götulýsingar. 2. Tælcnileg lýsing á álagsstýringarkerfinu. 1 höfuðdráttum vinnur álagsstýringarkerfið þannig, að sendir eru út á 6kV kerfið straumimpúlsar, sem fram- leiddir eru með riðbreytisamstæðu, sem stjórnað er frá sérstakri sjálfvirkri stjórntöflu. Tiðni straumsins er 1050 Hz og lengd impúlsa 7,5 sekúndur. Straumimpúlsarnir berast síðan út eftir 6 kV kerfinu gegnum 6000/230 volta spennana og eftir lágspennu- dreifikerfinu til sérstakra móttökuliða, sem næmir eru fyrir þessum 1050 riða straum, og eru settir upp hjá notendum. Á mynd 3 sjáum við sendibúnaðinn 1.3 ásamt tilheyr- andi ræsirofa 1.5 og segulrofa 1.6, sem skammtar impúls- ana út á 6 kV kerfið skv. boðum frá stjórntöflunni 1.1. 1 stjórntöflunni er klukkurofi, sem stjórnar öllum 22 rásunum. Þessum klukkurofa er aftur stjórnað af móður- klukkunni 1.2. 6kV tengibúnaðurinn samanstendur af einangrunar- spenninum 1.7, ampermæli fyrir 1050 riða strauminn, þ.e. 1.10 og stillispólu og þétti 1.8 og 1.9. Ennfremur er teinrofi með vörum, en hann fylgdi ekki í tilboðinu frá Zellwegei'. A. Sendibúnaður. Riðbreytisamstæðan er 1050 riða tóntíðnirafall ásamt ástengdum rafmagnshreyfli, sem knýr rafalinn. Hreyf- illinn er 22 hestafla, 380 voita ósamfasa hreyfill með AO ELLIÐAÁR STÖD 2 3. mynd. Álagsstýrikerfi. — Einpóla tengimynd.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.