Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 Helgarblaö DV I.AIItsemþarf erást Skilyröislaus ást er nauösynleg fyrir böm en í hjónabandi ætti hún ekki aÖ vera til. Fólk sem leggur allt sitt traust á ást og rómantík er illa und- irbúiÖ fyrir vandamál sem upp munu koma. Nú- tímahjónaband þarf á miklu meiru að halda en ást Það þarfnast umfram aUt skilnings á hvemig hiö margþætta og flókna Jíf nútímans hefur áhrif á sambandiÖ og gefa þarf gaum aö auknum kröfum hvers og eins, sem aldrei var til umræöu þegar við vorum að alast upp. Ef þú virkilega vilt ástrfkt samband er besta leiðin til þess að vera praktískur og skýra hvað það er sem þú elsk- ar og hvaö þaö er sem þér er illa viö. Einnig verður að passa aö vinnan eyöileggi eldd hjónabandiö. Líttu á hjónabandið í minnsta lagi jafn mik- ilvægum augum og atvinnuna. „Ég hef heyrt þetta allt áður og auvitað er þetta allt rétt en í raun svolítið flókið í leiöinni. Ég leyfi mér að segja að í nútímahjóna- bandi verður ástin að vera í grunninn. Vandamálið er oft- ast að farið er að fjara undan ástinni. Fyrir 50 árum var fólk ekki endilega ástfangið lengur en hékk samt saman. Nú em breyttir tímar og ef ástin er ekki fyrir hendi er ég hræddur um að þetta gangi ekki upp. En liafa verður í huga að ástin breytist, hún er ekki sú sama og þegar maður hittir maka sinn fyrst. Það er nauðsynlegt að fólk skilji að það verður að rækta ástina. Þótt hún sé ekki alltaf jafn sterk ætti hún alltaf að vera í grunninn og ég er ekki til- búinn að segja að hún sé ekki alltaf fyrir hendi. Ást er að sýna hvort öðm trúfestu í erfiðleikum, virðingu og væntumþykju. Þetta þarf alltaf að vera fýrir hendi, líka í erfiðleikum." Þórhallur Heimisson prestur 2. Fólk breytist ekki Margir telja aö fólk geti ekki breyst og að hjónaband geti ekki þroskast til hins betra nema báöir aöilar breytist Þessi trú kemur f veg fyrir bætt hjónaband. Þaö er alltaf hægt að bæta hjónabandiö ef réttu aöferöimar em notaðar. ByrjaÖu á aö breyta sjálfum þér. Þrátt fyrir að þú látir undan maka þínum ertu hvorld fáviti né fómarlamb. AÖ hafa frumkvæöið sýnir aö þú hafir kjark til aö reyna aö bæta ástandiö. „Ef báðir aðilar geta ekki breyst þá er virklega frábært ef annar aðilinn geti breytt hinum. Aðalatriðið er að fólk sé ekki fangar í hjónabandinu. Ef allir em frjálsir menn og bera tilhlýðilega virðingu hvor fyrir öðrum þá ætti þetta alveg að ganga með þó að annar hlýði svolítið vel." Elísabet Brekkan 3. Við tölum og tölum - en makinn heyrir ekki neitt Þó aö viö mölum endalaust er sannleikurinn sá aö viö höfum sjaldnast samskipti. Samfélagið hvetur okkur að vera opin varðandi líðan okkar en viö vitum ekki hvar á aö greina milli tflfinninga sem særa og þeirra sem gera gagn. Sannleikurinn er að sár- indi fylgja særandi sannleika. Fólk notar of oft sína hlið sannleikans tfl aÖ fá maka þeirra til að gera þaö sem það vill. Tungumál hjónabandsins er miklu meira en aö tala orð sannleikans. „í setningunni er alhæfing og eflaust á hún við einhver rök að styðjast en eins og aðrar fullyrðingar er hún einnig klisja. Þetta hlýtur að velta á fólkinu hverju sinni. Menn verða að geta orðað hugsanir sínar og það má allt eins gera ráð fyrir því að fólk sem býr saman eigi auðveldara með að skilja hvort annað. Ég held hins vegar að þetta með að skilja hvert annað, svo eitthvað vit sé í, sé fúlltæm djobb. Af því að ég held að fóik eigi mjög auðvelt með að detta ofan í sjálfsagðan doða og þegar á botninn er hvolft er það fætingur að vera tfl." EinarMár Guömundsson rithöfundur 4. Þegar þú giftist býrðu tll þína efgin fjölskyldusögu Þótt þú búir fjarri heimahögunum þá er hald foreldra þinna sterkari en nokkru sinni fyrr. Þegar viö eignumst okkar eigin fjöl- skyldu hafa persónur foreldra okkar virkileg áhrif. ÞaÖ er virkilegt áfall að uppgötva aö hegðun þín er nákvæmlega sú sem foreldrar þínir stunduðu og þú hafðir lofað sjálfum þér að erfa ekkL Gott samband við foreldra er nauðsynlegt hjónabandinu og oft fykillinn aö hamingjunni. Enda ætti gott samband viÖ maka aö vera leikur einn ef þér tekst aö láta þér fynda sæmflega viÖ erfiöa foreldra. „Ég er sammála þessu. Þetta er í alla staði rétt. Það er mikilvægt að fólk umgangist hvert annað af virðingu og virði sér- kenni hvers og eins. Við þurfum ekki að vera alveg eins þó að við kjósum jafnrétti í hjónabandi. Það er oft sem fólk misskilur það. Jafnrétti þýðir ekki að við séum öll eins. Hjón eiga að h'ta á hvort annað með virðingu og umgangast hvort annað sem jafiiingja. Ungt par sem er að ið búa ætti t.d að setjast niður og ákveða hlutverkaskiptinguna á heimilinu. Einum auðveldara að glíma við þvottinn á meðan hinum finnst skemmtilegra að vaska upp. Með smá skipulagi er hægt að koma í veg fyrir ótal vandamál." Þórhallur Heimisson prestur 5. Hjónaband byggt á jafhrétti «r í nútfmahjónabandi eru væntingar um aö sem fiestu sé sldpt til 1 og ábyrgö og ákvaröanataka eru þar f efsta sæti. Jafmétti hljómar fr en f raunveiuleikanum eru hjón f vandræöum oftast þau sem rífast Suuuui yfir ábyrgö og verkefnum. Hfn gömlu rótgrónu kynjahlutverk koma stanslai f huga okkar og rugla f rfminu. Ringulreiðin leiöir þess aö enn fieiri vandamál skapast þar sem kröf ur okkar eru ekld uppfylltar. Eina leiöin er aÖ setjast niður meö maiannm og búa tfl raun- hæfari sldptingu á ábyrgÖ og verkum. Svanð er að þegar raunveruleikinn hentar ekki lengur hefðbundnum kynjahlutverkum þá fara þau að þvælast fyrir því þá hefur raunveruleik- inn hlaupið frá þeim eins og hefur gerst hjá þorra þjóðarinnar þar sem bæði hjón eru í fullri vinnu. Ef fólk hefur skilning á því að jafiia íjöl skylduábyrgð, standa saman, axla sameiginlega ábyrgð, bera traust til hvors annars og leysa þau verkefni sem koma upp þá held ég að allt gangi betur. En allir þurfa alls ekki að gera sama hlutinn. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavikurborgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.