Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Page 37
DV Sport LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 37 Ekkert vanmat ísland mætir ítölum í Róm í dag í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM á næsta ári. íslenska liðið gerði ekki góða hluti í æfingaleikjum í Aþenu í vikunni þar sem þeir mörðu sigur gegn Austurríki og töpuðu fyrir Grikkjum. Það er ljóst að liðið verður að girða sig í brók ef ekki á illa að fara gegn ítölum. „Við vitum að þetta er ffambærilegt lið og munum ekki falla í þá gryfju að vanmeta þá,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við DV Sport Kluiverttil Boro? Middlesbrough hófu í gær samningavið- ræður við hollenska framherjann Patrick Kluivert en hann hefur verið leystur undan samningi hjá Barcelona og getur því gengið í raðir þess liðs er hann kýs sjálfur. Kluivert er þó ekki eini fram- herjinn sem Boro er að skoða þessa dagana því þeir hafa einnig lýst yfir áhuga á Mark Viduka, framherja Leeds, og Ayiegbieni Yakubu, framherja spútnikliðs Portsmouth í ensku deildinni. Hvað gerir Benni? Forráðamenn Valencia hófu í gær samninga- viðræður við þjálfara sinn, Rafa Benitez, um nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út eftir næsta tímabil. Benitez er sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Liverpool þessa dagana og því ljóst að forráðamenn Valencia verða að bjóða vel vilji þeir halda Benna í starfi. Chelsea fær ekki Drogba Marseille hefur hafnað tilboði frá Chelsea í ffamherjann Didier Drogba. Marseille segir að Drogba sé einfaldlega ekki til sölu en þeir tala án efa fyrir daufum eyrum hjá Roman Abramovich, eiganda Chelsea, sem fær þá leikmenn sem hann vill fá. Drogba skoraði 19 mörk fyrir Marseille í vetur og var í lykilhlutverki. íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þarf þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sig inn í umspil um sæti í lokakeppni Evrópumótsins í Englandi næsta sumar. Lið- ið mætir Ungverjum í Székesfehérvár klukkan 15.00 í dag. Það eru komnar skýrar línur í riðli íslensku stelpnanna í undankeppninni. Frakkar virðast vera í sérflokki í okkar riðli enda komnir með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Baráttan um annað sætið, sem gefur sæti í umspili, er milli Islands og Rússlands og ef okkar stúlkum tekst að leggja Ungverjaland að velli í dag eru þær í mjög góðri stöðu að enda í öðru sætinu þar sem þær eiga þá eftir tvo heimaleiki, gegn Frökkum og Rússum. En þau tvö lið sem ná bestum árangri í þriðja sæti komast einnig í umrætt um- spil og DV hefur reiknað út að 13 stig duga íslenska liðinu til þess að gulltryggja sætið í umspilinu. Sigri stelpurnar í Székesfehér- vár í dag eru þær því komnar hálfa leið til Englands. ísland hefur aldrei átti A-landslið inni á stórmóti í knattspyrnu og bæði karla- og kvennalandsliðin okkar hafa undanfarin ár færst nær því takmarki að komast í lokakeppni stórmóts. Stelpurnar geta tekið stórt skref í rétta átt í Ungverjalandi í dag þegar liðið spilar sjötta leik sinn í 3. riðli undankeppni Evrópumótsins 2004. Gengið í keppninni hefur ver- ið með besta móti til þessa, 3 sigrar, 18 mörk og 10 stig út úr fimm leikj- um en Helena Ólafsdóttir getur þó ekki lengur teflt fram því liði sem gerði svo góða hluti á síðasta ári. Sá fyrsti í EM án Ásthildar fslenska landsliðið spilar nefni- lega í dag sinn fyrsta leik í und- ankeppninni án liðsinnis fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur sem meiddist STAÐA MALA í EM Efsta liðið fer beint á EM, liðið i öðru sæti í umspil og þau tvö lið í þriðja sæti með bestan árangur komast einnig þangað. Staðan í 3. riðli: Frakkland 5 5 0 0 22-t 15 ísland 5 3 11 18-6 10 Rússland 5 2 2 1 11-6 8 Ungverjal. 6 114 6-19 4 Pólland 7 0 2 5 6-31 2 Pichon Leikir sem eru eftir í 3. riðli: mörk) Ungverjaland-ísland 1 dag (sland-Frakkland 2. júní Island-Rússland Frakkland-Rússland 22. ágúst 26. sept. ; 5 jjgmt Pólland-Frakkland 3. okt. Rússland-Ungverjaland 3. okt. illa á hné í æfingaleik gegn Skotum í vetur og þrátt fyrir ágæta frammistöðu í vináttuleik gegn Englandi á dög- unum verður skarð Ásthildar, íMHœHt hjarta liðsins, ekki fyllt. Hin unga Eyjastelpa, Margrét Lára Viðarsdótt- ir, er alltaf að bæta sig og hennar framþróun hjálpar til við að fylla skarð fyrirliðans. Margrét Lára hefur byrjað U'mabilið frá- bærlega með 7 mörk í fyrstu tveimur deildar- leikjunum en hún er marka- hæst íslensku leik- mannanna í riðl- inum með fimm mörk en aðeins franski snilling- urinn Marinette (10 hefur skorað fleiri. Margrét Lára er þrátt fyrir ungan aldur að verða aðal- stjama liðsins en hún skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í fyrri leikn- um gegn Ungverjum í fyrra aðeins fjómm mínútum eftir að hafa komið inn á í sínum fyrsta landsleik. fsland vann fyrri leikinn 4-1 á Laugardals- velli þar sem Erla Hendriksdóttir, sem tekur við fyrirliðabandinu afÁst- hildi, Olga Færseth ogÁsthildur skor- uðu auk Margrétar Lám. Ekki unnið á heimavelli Ungverska liðið vann Pólland á útivelli í fyrsta leik en hefur síðan að- eins fengið ■ eitt stig 18 MÖRK í 5 LEIKJUM fslensku stelpurnar hafa verið á skotskónum til þessa í undan- keppni Evrópumótsins og hafa skorað 18 mörk í fyrstu fimm leikjum slnum. Leikirnir og mörkin til þessa: Island-Ungverjaland 4-1 Erla, Olga, Ásthildur, Margrét Lára. Rússland-lsland Hrefna Huld. 1-1 Frakkland-lsland 2-0 Ísland-Pólland 10-0 Margrét Lára 3, Hrefna 2, Hólmfríð- ur, Erla, Embla, Ásthildur, Dóra. Pólland-ísland Olga, Margrét Lára, Ásthildur Mörk íslenska liðsins: 2-3 Marrgét Lára Viðarsdóttir 5 Ásthildur Helgadóttir 3 Hrefna Huld Jóhannesdóttir 3 Erla'Hendriksdóttir 2 Olga Færseth 2 Dóra María Lárusdóttir 1 Embla Grétarsdóttir 1 Hólmfríður Magnúsdóttir 1 (heima gegn Póllandi í byrjun mánðarins) og er enn án sigurs á heimavelli. Það er því ljóst að möguleikarnir em fyrir hendi að vinna þetta ungverska lið, tryggja sætið í umspilinu, og nota síðan heimaleiki gegn Frökkum og Rússum til að bæta stöðu sína enn betur því þau tvö lið sem ná bestum árangri af þeim sem lenda í öðm sæti fá léttari mótherja í umspilinu. Leikur stelpnanna hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma og fer fram í Székesfehérvár sem er borg rétt vestan við Búdapest. ooj@dv.is 5 mörk í 4 leikjum MargrétLára Viöarsdóttir hefur skorað fímm mörk i þeim fjórum leikjum sem hún hefur spilað i undankeppninni ogerannar markahæsti leikmaður riðilsins. Toyota-mótaröðin í golfi hefst í dag. Allir helstu kylfingar landsins skráðir til leiks. Hver verður meistari meistaranna í golfinu? Rúmlega hundrað kylftngar, þar af fimmtán konur, eru skráðir til leiks á fyrsta mótinu í Toyota-mótaröðinni í golfi sem hefst í dag á Korpuvelli. Allir helstu kylfingar landsins munu taka þátt þar á meðal þeir sem hafa verið að reyna fyrir sér í at- vinnumennsku. Hörður Þorsteins- son, ffamkvæmdastjóri Golfsam- bands íslands, býst við jöfiiu og spennandi móti. „Ég held að það sé mjög erfitt að spá um hverjir fari með sigur af hólmi. Það eru ungir og efnilegir kylfingar að koma fram og atvinnu- mennirnir okkar eiga ekki sigurinn vísan - síður en svo,“ segir Hörður. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á Toyota-mótaröðinni. Ein helsta breytingin er sú að nú verður keppt eftir nýju stigafyrirkomulagi þar sem hvert mót gildir þúsund stig. Kylfingar fá ákveðna prósentu af stigunum eftir því í hvaða sæti þeir lenda. Þannig fær sá sem lendir í „Við vildum einfalda stigaútreikninginn svo fólk ætti auðveld- ara með að skilja hann." fyrsta sæti 166,7 stig, annað sætið gefur 111 stig, þriðja gefur 62 og fjórða sætið 50 stig. „Við vildum einfalda stigaút- reikninginn svo fólk ætti auðveldara með að skilja hann. Ég held að þetta geri mótin skemmtilegri fyrir vikið,“ segir Hörður. Meistaramót meistar- anna er ein af nýjungunum en þar munu tuttugu efstu kylfingar Toyota-mótaraðarinnar keppa sín á milli. „Meistaramótið verður haldið í Skotlandi. Kylfingarnir koma til með að leika 36 holur og við búumst við spennandi móti. Við ætlum að taka það upp og gera þátt um það sem verður sýndur í sjónvarpi," segir Hörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.