Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 17
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004 17 Sigrún Gunnarsdóttir Að eiga Tourette-barn hefur líka margarjá- kvæðar hliðar, þessi börn eru gjarnan mjög lífleg og skemmtileg og hafa mörg hver mikla sköpun- argáfu. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Lajlöi ekki leikföng og hluti frá sbp heldup henti hurt Sigrún Gunnarsdóttir las um Tourette-sjúkdóminn í blaði á læknastofu og vissi strax að drengurinn hennar væri með hann. Hann var ekki fyrr farinn að ganga en hann hljóp um allt og var eldsnöggur að ná í hluti. Ári síðar fór að bera á kækjum í andliti. Nokkrum árum síðar var hann greindur með TS og seinna TS+ „Þegar yngri sonur minn var rúmlega ársgamall, tókum við for- eldrarnir eftir hve hvatvís hann var með margt," segir Sigrún Gunnars- dóttir, móðir og formaður Tour- ette-samtakanna. „Hann var ekki fyrr farinn að ganga en hann hljóp eins og örskot um allt og var eld- snöggur að ná hlutum, ég þurfti nánast að vakta hvert spor. Eins bar á því að hann lagði ekki hluti eða leikföng frá sér heldur kastaði yfirleitt burt. Drengurinn var skýr, bæði að okkar mati og annarra og hafði fólk orð á því strax þegar á öðru ári.“ Kækir og augnkiprur Mikið bar á kækjum í andliti annað slagið, augnkiprum, stúti á munni og auk þess sneri hann höfðinu eldsnöggt beint út yfir aðra öxlina í tíma og ótíma. Kækirnir gengu í bylgjum og komu eftir þrjár slæmar flensur þennan vetur. Við fórum með hann til barnalæknis og taugalæknis barna. Barnalæknirinn taldi drenginn of ungan til að segja nokkuð annað en það að hann virkaði eðlilegur og skýr. Barnataugalæknirinn vildi bfða og sjá til með kækina og kippina, sagðist myndi setja barnið í heilaskann ef þessu linnti ekki innan nokkurra vikna. Nokkrum vikum síðar voru kækirnir horfnir,1' segir Sigrún. Greinin um Tourette-sjúk- dóminn „Fóstrum á leikskólanum fannst drengurinn strax örari en önnur börn. Hann fór helst alls ekki að fyr- irmælum, hin börnin lærðu það á nokkrum vikum. Hann hafði gaman af sumum leikjum, ekki öðrum og fór sínar eigin leiðir ef honum sýndist svo. Taugalæknirinn sagði hann misþroska og nokkuð hátt á of- virknikvarðanum. Þetta var okkur áfall og í fýrstu hugsuðum við með okkur að læknirinn hefði nú bara lík- ast til verið nokkuð fljótfær að skella þessari greiningu á barnið. Við vor- um sem sé í afneitun til að byija með eins og flestir foreldrar sem fá slík tíðindi," segir Sigrún. „Kiitlamir vom teknir úr honum þegar hann var 5 ára og meðan ég beið hjá lækn- inum, las ég blað sem lá ffammi og fjallaði um hina ýmsu sjúkdóma í börnum. Þar var grein eftir Sigurð Thorlacius taugalækni um Tourette- sjúkdóminn/-heilkennið. Þegar ég hafði lesið hana var ég viss um að sonur minn þjáðist af þessu." Greiningin og næstu ár Sigrún segir drenginn loks hafa fengið TS-greiningu 5 ára. „Við skráðum hann í ísaksskóla því við töldum hann þurfa að hafa mikið fyrir stafni. í dag er hann með grein- inguna TS+ (TS auk fylgifiska), er orðinn 12 ára og í fremur fámenn- Nýjar reglur um kynlíf í hernum í Þýskalandi hafa verið kynntar nýjar reglur sem leyfa kynlíf á milli tveggja einstaldinga í hernum. Kynlífí vinnutíma er hins vegar enn bannað en nýju regl- urnar leyfa að það sé stundað í frí- tíma beggja og þá aðeins ef báðir aðil- ar eru því samþykkir hvort sem um er að ræða gagnkynhneigða eða sam- kynhneigða. Á meðan mun kynlíf í vinnuú'ma enn vera bannað. Reglurnar ná einnig yfir hermenn sem staðsettir eru á Balkan- skaga og í Afghanistan. í nýju reglugerðinni stendur einnig að yfirmenn eigi að útvega stað þar sem her- mennirnir og -konurnar geti athafhað sig. Þeir 253.000 hermenn og yfir 10.000 -konur sem þjóna í þýska hernum fagna þess- um reglum en tekið skal ffam að ætlast er til að at- hafriir hermannanna fari sómasamlega fram og í ein- rúmi. um og rólegum skóla; í skólaum- hverfi sem hentar vel börnum sem em viðkvæm fyrir miklu áreití og fjölmenni. Emm við nokkuð bjartsýn á að þetta sé skóli sem hentar betur en aðrir. Við vitum líka að meirihluta ung- linga með þetta heilkenni/sjúk- dóm reynist mun auðveldara að lifa með honum á ofanverðum unglingsárum. Að eiga Tourette-barn hefur marg- ar jákvæðar hliðar, þessi börn eru gjarnan mjög lífleg og skemmtileg og hafa mörg hver mikla sköpunargáfu," segir Sigrún Gunnarsdóttir. dir með dótturinni endur- ■ nyjun ; „Bæn, íhugun og trúanamfétagið eru þær kristnu leiðirsem aldrei bregðast við ræktun andans. Þá felst mikil ræktun i þvi að eiga gæðatfma með fjölskyldunni, ‘ segir sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur i Reykjavík. “Yngsta dóttirin eraöeins fimm mdnaða og að eiga góðar stundir með henni er endurnýjun og andans opinberun. Að ganga i islenskri náttúru auðgar andann svo um munar. Þá hefég sótt mikta andlega næringu undanfarið afþvi að lesa verk Kierkegaards, mesta heimspekings og guðfræðings Norðurtanda. Kierkegaard sem gekk um stræti Kaupmannahafnar á sama tlma og Jón Sigurðsson hélt þviframað lifandi kristni væri þrotlaust verkefni einstakiingsins.Hin stofnunarvæddi . £ kristindómur er íhans augum á algerum villigötum og fælir fólk i raun frá Guði frekar en að hann laði fólk til hans. Mér sýnist að boðskapur Kierkegaards eigi fullter- indi til okkar samtiöar. Kirkjustofnunin hefur lltið breyst.“ grillkjúklinga- & beikonsveitasaía! Grillaðar kjúklingalundir með beikonbitum, brauðteningum og cheddar- og edam-osti. Prófkvíði að fara með bresk börn Nær helmingur fimm ára barna í Bret- landi sýnir merki um mikinn prófkvíða og vanlíðan þegar þau taka sín fyrstu próf nú í upphafi skólaárs. Þetta er niðurstaða rann- sóknar á vegum háskólans í Cambridge. Könnuð vom áhrif prófanna á fimm ára börn, sjö ára, ellefu og fjórtán ára og kom í ljós að drengir eiga mun erfiðara með að höndla prófkvíðann en stúlkur og drengir úr lægri stéttum þjóðfélagsins eiga verst með kvíð- ann. Breytingarnar á börnunum birtust með- al annars í órólegum svefni, breyttum neysluvenjum, grátköstum og þreytu. Börn úr hundrað níutíu og fjómm fjölskyldum vom beðin um að lýsa tilfinningum sínum með svipbrigðum og notaði nær helmingur þeirra svipbrigði sem lýstu vansæld eða mik- illi óhamingju. Þrátt fyrir að útkoman sýndi að prófkvfðinn hefði meiri áhrif á stráka en stelpur kom í ljós að stúlkur verða fyrir áhrif- um líka. Drengirnir halda áfram að leika við vini sína en stúlkurnar sem venjulega notuðu part úr degi hverjum til að leika sér og vera með fiölskvldunni. helltu sér í Dróflestur. Rugl getur haft áhrif á tónlistarsmekk léttir og bragðgóðir réttir - fáar kaloríur bragð * fjölbreytrti * orka arins. Námskeiðin kosta frá 16.990 kr. og innifaldir í verði em meðal annars þrír lokaðir tímar í viku, vigtun, fitu- og ummálsmæling, fræðsluefni og frjáls mæting í alla opna tíma og tækjasal. • ílýkurtilboðsdögumíBT- verslununum. Þar fást Samsung SGH X450 gsm-símar á 18.999 kr. og Samsung SGH-A00 gsm-símar á 16.999 kr. Ólympíubakpoki fylgir símunum. Þá kostar Pana- sonic heimabíó 55.188 kr en með því fylgir pakki með A Schindler’s List " W Limited Edition sem inniheldur meðal ann- ars tónlistina úr kvik- myndinni á sér geisladiski. • Hjá fslandsmálningu fæst meðal annars Tela innimáln- ing í gljástigi 3,7 og 20 frá 298 kr. lítrinn. Einnig fæst þar úti- málning, viðarvörn, lakkmálning, þakmálning og gólfmálning. Rugl sem alzheimersjúklingar þjást af og lýsir sér meðal annars með því að viðkomandi hættir að geta rök- rætt, verður gleyminn og tapar tungumálafærni getur einnig haft annars konar áhrif. ítalskir vísinda- menn hafa komist að því að tónlist- arsmekkur þeirra sem þjást af rugli breytist. Nefna þeir dæmi af 68 ára sjúklingi sem alla tíð hafði unun af þvi að hluta á kiassíska tónlist en tók allt i einu upp á því að hlusta i tíma og ótíma á ítalska dægurtón- list á hæsta styrk. Kona á áttræðis- aldri missti áhuga á börnum sínum en hóf nokkru síðar að hafa gríðar- legan áhuga á tónlistarsmekk 11 ára dótturdóttur sinar. Svo virðist sem sjúklingarnir missi áhugann á tónlist sem þeim líkaði áður og þrói með sér nýjan og gjöróiíkan tónlist- arsmekk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.