Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 31 Misskilinn töffaraháttur „Þegar Pútín forseti ávarpar síðan þjóð sína er boðskapurinn ekki ósvipaður og hjá mönnum Bush í New York nokkrum dögum áður. Við í síðustu viku missti George W. Bush það út úr sér að stríðið gegn hryðjuverkum yrði ekki unnið. Næsta sólarhringinn á eftir voru all- ir aðstoðarmenn hans og ráðherrar önnum kafnir við að leiðrétta um- mælin: þetta væri misskilningur, Bush ætlaði sér að vinna stríðið! Á flokksþingi Repúblíkanaflokksins í New York kepptist enda hver ræðu- maðurinn á fætur öðrum við að lýsa því hvernig harðjaxlinn Búsh myndi vinna stríðið, en kellingin Kerry klúðra málum. Tortímandinn Arnold frá Kalíforniu sagði að Bush myndi tortíma hryðjuverkamönn- unum og hvatti landslýð til að vera ekki girly-men. Hernaðarandinn sveif yfir vötnum: sannir karlmenn myndu útrýma hinu illa með ein- beittum vilja, hugrekki og öflugum vopnum. Hrakfarir Pútíns Varla höfðu Repúblíkanar slitið flokksþinginu er ólýs- anlegur harmleikur hófst í rússnesku borg- inni Breslan. Hópur hryðj uverkamanna hertók skóla og tók vel á annað þúsund gísla. Tveimur dögum síðar lágu yfir Birgir Hermannsson skrifar um stríðið við hryðjuverk sem hann segir að muni ekki vinnast með hernaðarmætti. 300 í valnum, þar af minnst 150 börn. Myndir af börnum á flótta, sumum alblóðugum, eru skelfilegar og ógleymanlegar. Gíslatakan í Breslan var hápunkturinn á öldu hryðjuverka sem skollið hefur á Rússlandi síðustu vikurnar. Nú síð- ast var tveimur rússneskum far- þegaflugvélum grandað stuttu eftir flugtak frá Moskvu og bílsprengjur sprungu á götum Moskvuborg- ar. Rúss- /'V,.? r: land virðist al- veg varnarlaust gegn hryðjuverkum og almenningur er óttasleginn. Þegar Pútín forseti ávarpar síðan þjóð sína er boðskapurinn ekki ósvipaður og hjá mönnum Bush í New York nokkrum dögum áður. Við höfum sýnt af okkur veikleika, sagði hann, og þeir sem eru veikir fyrir verða fyrir barðinu á hryðju- verkamönnum. Nú skyldi því bar- áttan efld um allan helming og harkan sex sýnd í öllum samskipt- um við iUvirkjana. Það var heldur innantómt tómahljóð íviðbrögðum Pútíns. Allir vita að hryðjuverkin í landinu tengjast stríðinu í Tsjetsjeníu, en leið Pútíns til valda er órjúfanlega tengd átökunum þar og hryðjuverkum Tsjetsjena í Moskvu og víðar. Pútín var fulltrúi hörkunnar í Tsjetsjeníu. í tvennum kosningum hefur boð- skapurinn verið sá sami: Pútín er maðurinn sem ber niður hryðjuverkjalýðinn með járn- hnefanum og tryggir öryggi Rússlands. í Tsjetsjeníu eru, ef litið er á stærð landsins og fólksfjölda, hlut- höfum sýnt afokkur veikleika, sagði hann, og þeir sem eru veikir fyrir verða fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum. Nú skyldi því baráttan efld um allan helming og harkan sex sýnd í öll- um samskiptum við illvirkjana." fallslega helmingi fleiri hermenn en Bretar og Bandaríkjamenn hafa í írak. Ekki hefur ástandið batnað við það. Nú hljóma stóru orðin innan- tóm og fölsk. Pútín lítur út sem hinn veiki og varnarlausi og boðar meira af því sama. Shkt mun ein- ungis hafa þveröfug áhrif. Stefna Pútíns L hefur fjölgað hryðjuverka- mönnum og ýtt undir öfgar, Putin, Bush og bin Laden „Varla höfðu Repúbiikanar siitið flokksþinginu erólýs- anlegur harmleikur hófst i rússnesku borginni Breslan. Hópur hryöjuverka- manna hertók skóla og tók vel á annað þúsund gísla. Tveimur dögum síöar lágu yfir300 i valnum, þar af minnst 150 börn.“ óöryggi og vonleysi. Rússland er ekki öruggara fyrir vikið, heldur þvert á móti. Hryðjuverkamenn geta athafnað sig að vild í landinu, almenningi til skelfingar. Ráðast þarf að rótum vand- ans Lærdómurinn af óförum Rússa er ekki sá að þjóðir heimsins eigi að leggja árar i bát í viðureigninni við Osama bin Laden og aðra af sama sauðahúsi. Auðvitað er rétt og sjálf- sagt að auka eftirlit og öryggi þar sem það á við. Hitt er þó alveg aug- ljóst að stríðið við hryðjuverk verður ekki unnið með hernaðarmætti, enda er það ekkert stríð í venjuleg- um skilningi. Stríðið í írak hefur ekki gert heiminn öruggari eða betri, þó gott hafi verið að losna við Saddam. Irak er nú gróðrarstía og þjálfunar- búðir fyrir hryðjuverkamenn. Til að ná árangri í baráttunni við hryðjuverk þarf að ráðast að rótum vandans. Sádi-Arabía og | Afganistan voru (og eru) ekki bein- línis fyrirmyndarsamfélög, víð- tækar umbætur þarf til að svipta óværuna súrefni. Hernaðarmáttur dugar þar skammt. Skipti Banda- ríkjamenn ekki um stefnu með því að skipta um forseta í nóvember fer eins fýrir Bush og Pútín félaga hans í Rússlandi. Stóryrðin og töffara- talið verða á endanum að hlálegu veikleikamerki. > • Dómsmálaráðherrann Bjöm Bjamason segir á heimasíðu sinni, bjorn.is, að hann hafi fylgst vandlega með flokksþingunum repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum með hjálp veraldarvefsins. „Fyrir til- stuðlan veraldan'efjarins er auðvelt að nálgast ræður á flokksþingunum og eftir að hafa lesið lykilræður af báðum þingum, er ég ekki í nokkrum vafa um að sóknarkraftur- inn er mun meiri hjá repúblíkön- um. Þeir standa hiidaust að baki sfnum manni og hann er sjálfum sér samkvæmur,“ segir Björn um George W. Bush, sem nýlega átti fund við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Björn kem- ur líka inn á lélegar þýðingin- ar í einni af forystugreinum Morgunblaðsins, sem hann er einmitt hluthafi í. „í for- ystugrein Morgunblaðsins í morgun, laugardaginn 4. septem- ber, er stefna Bush í innanríkismál- um, sem er skýrð á ensku með orð- unum compassionate conservat- ism, kölluð „brjóstgóð íhaldssemi." Þetta er ekki góð þýðing," er meðal þess sem Björn segir og er gott til þess að vita að hann vaki vel yfir sínum mönnum á Mogganum... Idol í Eyjum Árni ekki með Simmi og Jói Fóru til Eyja að leita ad stjörnum og dóm nefndin hleypti átta manns áfram ínæstu umferð. Eitthvað virðast Vestmannaeyj- ingar hafa guggnað á þátttöku sinni í Idol-keppninni í ár en þau Bubbi, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni mættu öll á föstudaginn til Eyja ásamt Jóa og Simma til þess að finna mögulega keppendur fyrir Idolið, sem er nú komið á fullt flug. Um 60 manns höfðu upphaflega skráð sig til leiks en þegar á reyndi voru þeir ekki nema 30 sem mættu til þess að reyna að heilla dómarana upp úr skónum. Af þeim komust átta áfram í næstu umferð og halda Vest- mannaeyingar því enn í vonina um að næsta Idol-stjarna verði þeirra en eins og margir vita kemur margt frambærilegt tón- listarfólk frá Eyjum. Hæst ber að sjálf- sögðu fyrr- verandi al- þingis- manninn Árni Johnsen sem hefur sínum ferli sent frá sér Árni Johnsen Eroröinn ofgamallfyrirldol en strangar reglur gilda i keppninni. fjölda laga og gert brekkusönginn að því sem hann er í dag. Árni fékk þó ekki að taka þátt í Idol-keppninni að þessu sinni enda er hann orðinn of gamall en eins og fólk veit gilda strangar reglur í keppninni og skemmst að minnast þess þegar einn kepp- endanna var rekinn í fyrra fyrir að brjóta fjölmiðla- bann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.