Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 9

Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 9
GEISLINN 9 tæki, ofsótti, lítilsvirti Páll fundið það, sem hinn voldugi ríki konungur hafði leitað eftir og ekki fundið? Hverskon- ar lifi lifði sá maður? Hverskonar reynslu hafði hann haft, sem gjörði honum mögulegt að gefa þessa yfirlýs- ingu: Eg er „vel ánægður"! Hann hefir iika skrifað æfiatriði sín. (2. Kor. 11, 23—28.). „Vegna meiri erfiðleika, vegna tíðari fangelsa, vegna hagga, fram úr hófi, vegna dauðahættu oftsinnis, af Gyðingum hef eg fimm sinnum fengið fjörutíu fátt í einu; þrisvar verið húð- strýktur, einu sinni verið grýttur, þris- var liðið skipbrot, verið sólarhring í sjó .... vegna sifeldra ferðalaga, vegna háskasemda í vatnsföllum, af völdum ræningja, af völdum samlanda, af völd- um heiðingja, vegna háskasemda í borg- um, í óbygðum, á sjó, meðal falsbræðra, vegna erfiðis og fyrirhafnar, vegna sí- feldrar næturvöku, vegna hungurs og þorsta, vegna iðulegra föstuhalda, vegna kulda og klæðleysis. Og ofan á alt ann- að, sem fyrir kemur hið daglega ó- næði, áhyggjan fyrir öllum söfnuðun- um“. Hann var heldur ekki vel hraustur. Hann hafði „flein í holdinu", sem hann þrisvar sinnum bað Guð um að taka frá sér. En. Drottinn svarað hon- um: „Náð mín nægir þér“. Og er Páll sá að það var vilji Drottins að hann einnig hefði þennan veikleika, segir hann: „Þess vegna uni eg mér vel í veikleika, i misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists, því að þegar eg er veikur, þá er eg máttugur“. En hvernig gat Páll sagt alt þetta og verið samt ánægður, en Salomon í allri sinni dýrð verið óánægður? Lausn hins vandasama máls, þeirrar gátu, sem Salomon gat ekki leyst í kapítulum þeim, er við höfum yfirfarið eftir hann, og sem er leyndardómur lífsins, og aðeins getur veitti lífsgleði í mótlæti lífs manns, er að finna í bréfi því, er Páll skrifar til Galatamanna: „Eg er krossfestur!“ Páll hafði krossfest alt, sem heitii' „eg sjálfur“, þetta sem kom Salo- mon næstum til þess að örvænta. Og sem margur maðurinn hefir beðið lægri hlut fyrir og þess vegna örvænt, og sem hefir rekið marga til þess að síðustu að fremja sjálfsmorð. „Sjálfur lifi eg ekki framar, heldur lifir Kristur í mér, en það sem eg þó enn lifi í holdi, það lifi eg í trúnni á Guðs Son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig“. (Gal. 2, 20.). Páll lifði fyrir aðra og því voru verk hans varanleg, og Guð mun launa hon- um á hinum mikla reikningsskila degi. Páll var ekki alt af að hugsa um „á- vinning“ hér í lífi. Guð fékk að stjórna í lífi hans og framkvæmdum. „Kristur lifir í mér“, og fyrir það var hann „vel ánægður“. Eigingirnin var dauð. En það hafði að vísu eltki verið létt fyrir Pál að krossfesta þetta kröfu- harða „Eg“. En dauðinn kom friði á í sálu hans. Hjá konunginum óx ávalt girndin og óánægjan, og er hann hafði náð því takmarki, sem hann gat hér á jörðu — hataði hann lífið. Þegar Ivristur var krossfestur, hvísl- aði freistingin: „Hlifðu sjálfum þér“. En hann gaf ekki gaum að henni, því hún var frá óvininum. Hann „gleymdi sjálfum sér jafnvel í dauðanum“ og á þann hátt fullkomnaði hann frelsunar- áformið til frelsunar frá synd og sorg. Og eins og Kristur varð að gleyma sjálf- um sér, og eins og Páll varð að kross- festa „eigingirni“ sína, þannig verðum við, þú og eg, að krossfesta okkar eigin vilja og girndir, til þess að finna var- anlega lífsgleði. Við þurfum að helga líf vort starfi fyrir aðra. Við megum ekki byggja „lystiskála með tjörnum", í líkingu við

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.