Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 3
enga trú?" Mark.4,40. Lærisveinana setti hljóða. Jafnvel Pétur reyndi ekki að lýsa með orðum þeirri lotningu sém fyllti hjarta hans. Bátarnir sem lagt höfðu af stað til að fylgja Jesú höfðu verið í sama háska staddir og bátur lærisveinanna. Skelf- ing og örvænting hafði gripið þá sem voru innanborðs. En skipun Jesú hafði breytt ofsanum í kyrrð. Ofviðrið hafði rekið bátana saman í hnapp og allir innanborðs höfðu séð kraftaverkið. í kyrrðinni sem á eftir kom gleymdist allur ótti. Þar hvíslaði hver að öðr- um: "Hver er þá þessi, að bæði vindur og vatn hlýða honum?" Þegar Jesús var vakinn til að lægja storminn, hvíldi yfir honum fullkominn friður. Enginn vottur \am ótta fannst í orði eða augnatilliti, því að í hjarta hans var enginn ótti. En hann hvíldist ekki vitandi sjálfur að eiga vald. Hann hvíldist ekki sem "herra jarðarinnar, hafs og himinsins." Það vald hafði hann lagt niður, og hann segir: "Ekki megna ég að gjöra neitt af sjálfum mér." JÓh.5,30. Hann treysti á mátt föðurins. Það var í trú - trú á kærleik Guðs og umönnun - að Jesús hvíldi, og máttur þess orðs sem storminn stillti var máttur Guðs. Svo sem Jesús hvíldi í trú í varð- veislu föðruins eigum við að hvíla í varðveislu frelsarans. Ef lærisvein- arniri'hefðu treyst honum, hefðu þeir varðveist í friði. Ótti þeirra á hættustund opinberaði vantrú þeirra. Þeir gleymdu Jesú í önnunum við að bjarga sjálfum sér. Og það var þá fyrst er þeir örvæntu um eiginn mátt að þeir sneru sér til hans svo að hann gæti rétt þeim hjálparhönd. Hversu oft ferst okkur sem læri- sveinunum.' Þegar ofviðri freiSting- anna skella á og eldingaleiftur blossa og öldurnar steypast yfir okkur, þá brjótumst við gegn storminum ein og óstudd og gleymum því,að sá er til sem getur hjálpað okkur. Við treystum á eiginn mátt og megin þangað til öll von er úti og við erum að því komin að farast. Þá munxmi við eftir Jesú, og ef við áköllum hann okkur til bjargar, hrópum við ekki árangurslaust. ÞÓ að hann álasi okkur með hryggð fyrir van- trú okkar og sjálfsöryggi, bregst ekki að hann veiti okkur þá hjálp sem við þörfnumst. Hvort sem er á landi eða sjó, þurfum við ekki að óttast ef við höfum frelsarann í hjörtum okkar. Lifandi trú á frelsarann kyrrir lífs- ins sjó og frelsar okkur úr hættum á þann veg sem hann veit að er bestur. 1 þessu kraftaverki, þegar ofviðrið var lægt, er annar lærdómur. Reynsla sérhvers manns er vitnisburður um sann- leik orða Ritningarinnar: "Hinir óguð- legu eru sem ólgusjór, því að hann get- ur ekki verið kyrr.___Hinum óguðlegu, segir Guð minn, er enginn friður búinn." Jes.57,20-21. Syndin hefur rænt okkur friðin\jm. Meðan sjálfshyggjan er óbæld getum við enga hvíld fundið. Ekkert mannlegt vald getur haft hemil á hinum ráðríku ástríðum hjartans. Við erum jafn ósjálfbjarga á því sviði sem lærisveinarnir voru er lægja þurfti æð- andi storminn. Eh hann sem með orði sínu lægði öldur Galíleuvatns hefur ■ talað orð friðar handa hverri sáí'. Hversu ofsalegur sem störmxirinn er munu þeir bjargast sem snúa sér ti.l Jesú og hrópa: "Herra, bjarga þú." Náð hans sem sættir sálina við Guð stillir ofsa mannlegra ástríðna og í kærleik hans hvílist hjartað. "Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar. Þá glöddust þeir af því að þær kyrrðust, og hann lét þá komast í höfn þá er þeir þráðu." sálm.107, 29-30. "Rétt- lættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist." "Ávöxtur réttlætisins skal vera friður og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu'.' RÓm.5,1; Jes. 32,17 Snemma morguns kom frelsarinn og fylgdarmenn hans til lands, og ljómi upprennandi sólar snart með blessun friðarins vatnið og landið. En þeir voru ekki fyrr stignir á land en augum þeirra mætti sjón sem var ægi- legri en veðurofsinn. Úr fylgsni meðal grafanna æddu að þeim tveir vitfirring- ar sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá og rífa þá í tætlur. Við þessa menn voru festir bútar af keðjum sem þeir höfðu slitið af sér og við það sloppið úr fangelsi. Hold þeirra var rifið til blóðs þar sem þeir höfðu skorið sig á hvassbrýndum steinum. Það glytti í æðislég augu þeirra gegnum hárflókann, og djöflarnir sem höfðu vald á þeim virtust hafa þurrkað af þeim mannlegt svipmót, og þeir líktust fremur villidýrum en mönnum. 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.