Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 12

Bræðrabandið - 01.08.1978, Blaðsíða 12
Og þetta gefur þeim tilfinningu um mátt, sérstaklega þegar þau sjá að sú persóna sem reiði þeirra beinist að hræðist ógnunina eða skelfist. Sigur- inn skýtur stoðum undir eigingirnina. Fólk sem er vant því að gefa reiði sinni lausan taum trúir því að það að vera rólegur og skynsamlegur í aðstæð- um sem arta sé merki um veikleika. Það vill miklu fremur leyfa reiði sinni að ná fullum þroska með öllum likamlegum viðbrögðiun. Rök þeirra eru þau að enginn hlusti á hvað þau segi ef þau séu róleg og tali rólega. Ef við sýnum vald okkar og mátt er það samt svo að það gefur aðeins augna- bliks ánægju og á eftir kemur oft sektartilfinning og jafnvel fyrirlitn- ing á sjálfum sér. Til þess að verja reiðigirni sína færir fólk oft fram þau rök að reiði sé réttlætanleg. Einhver hefur gefið þetta svar við slíkum viðbrögðum: "Það er rétt fyrir okkur að vera reið stundum en við gerum okkur ekki alltaf ljóst hvenær það á við. FORDÆMI JESÚ Við búumst við því að ákveðinn per- sóna sýni okkur hlýju og sé tilbúinn að fyrirgefa okkur ef við komum skemmtilega fram við hana. Er ástæða til að ætla að búast megi við sömu tilfinningum ef við sýnum reiðigirni? Er slík framkoma möguleg? Þegar við hugleið\am hina rólegu og óeigingjörnu afstöðu og hegðun Jesú á síðustu stundum ævinnar, rétt áður en hann dó komumst við að því að það er mögulegt. Það er að segja það er mögulegt ef við erum fús til að láta breyta okkur í líkingu við hann. Þegar hugsun okkar breytist,breytist hegðun okkar. Hvað veldur breytingu á hugsanagangi manna? Hin náttúru- legi maður getur ekki án guðlegrar hjálpar breyst frá eigingirni til óeigingirni. Það sem menn og konur þarfnast er kraftaverk, afturhvarf, endursköpun. Sumir spýrja: "Hví þarf ég að breytast?- Af hverju getur ekki hinn aðilinn breyst? Svarið er: Þjá ert eina persónan sem þú getur breytt. Þegar við erum ófús að fyrirgefa öðrum sem hafa sært okkur ber það vitni um það að eitthvað hið innra 12 með okkur þurfi breytinga við. Til þess að breytast verðum við að vera fús til að líta á hvatir okkar.Við fáiom því aðeins sanna mynd af okkur sjálfum og eigingirni okkar ef við látum að stjórn Heilags anda. Með hjálp Heilags anda getum við víkkað- sjóndeildarhring okkar. Þá munum við megna að greina á milli persónu og þess sem hún gerir. Er við rannsökum líf Jesú munum við gera okkur grein fyrir að það að sýna kærleika,skilning og velvilja gagnvart fólki kann stundim að verða til þess að valda okkur sársauka og sorgar. Við kunnum samt að halda áfram að sýna neikvæðar tilfinningar en slík við- brögð munu smátt og smátt hætta að koma fram. Er við lærum að fyrirbyggja reiði munu samskipti okkar við fjölskyldu okkar, vini, safnaðarmeðlimi og óvini breytast. Með því að velja að hafa stjórn á eigingjörnum hvötum okkar, velja að vera fús að láta í ljós kær- leika fremur en hatur, velja þá áhættu að verða fyrir aðkasti, velja ef nauð- syn krefur að virðast stundum veik- byggð eða heimsk, sýnum við styrk og sjálfsvirðingu sem á rót sína í Jesú. Þegar hvötin að hegðun okkar verður endurlausn sálna þurfum við ekki leng- ur á því að halda að verja orðstír okkar og tilfinningar. Hatur getur ekki verið til þar sem náð Krists er meðtekin í hjarta. Þetta er reynslan sem við þörfn- umst. Breyting mtan gerast ef við leyfum daglega meginreglu himinsins að vera aflvaka hegðunar okkar. Kærleik- ur mun koma í stað haturs og friður mun koma í stað kvíða. Ritningin seg- ir: "Gnótt friðar hafa þeir, er elska lögmál þitt, og þeim er við engri hrösun hætt" (Sálm.119,165). □

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.