Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Steinþór viröist ódrepandi i áhuga sínum á hlutunum og dregur fólk með sér. Hann lætur ekkert stoppa sig og nær að knýja fram hluti sem aðrir hafa gefist upp á. Hann er vel greind- ur og mikill húmoristi. Hann er kvikur og það getur virkað sem æöibunugangur, á það til að fara fram úr sjálf- um sér þegar hæst lætur. Þá skortir á danshæfileika hans. „Steinþór er mikill ákafamaöur sem veöurí verkin afmiklum krafti, það telst kostur þegar hanneraðvinnaaö verkum sem maður er samþykkur en galli þegar maöur er mótfall- inn. I persónulegri umgengni er hann léttur og ágætur. Hann er eins og kraftmikill bíll sem nýtist vel þegar á þarfað halda en get- ur líka veriö stórhættuiegur í um- ferðinni." Jóhann Geirdal, pólitískur andstæölngur og kunnlngi. „Steinþór er gæddur ótrú- legri bjartsýniog vinnueiju, hann erdugnaðarforkur. Útsjónarsamur og guðs- borin sú lagni að láta hluti gerast.Hann nærað virkja fjöld- ann eins og sannastmeð tvöföld- uninni á brautinni. Þegar menn eru stórhuga þá virka margar hugmyndir eins og þeir séu frá annarri plánetu, en sem betur fer hefur honum tekist að afsanna það. Krafturinn getur haft áhrifá hraðann og hann getur farið framúr sér. En efhann væri aðeins betri að likamsburðum væri ég með heimsmeistara efni I hnefa- leikum I hendi mér." Guöjón Vilhelm Sigurösson, hnefaleika- þjálfarl og baráttumaöur um málefni Reykjanesbrautar. „Kostir hans eru góð greind, góður húmor, framkvæmdakraftur og hugmyndaauögi sem gefur afsér hörkugóðar hugmyndir. Ofangreinda hæfi- leka notar Steinþór til að fylgja þessari hugmyndaauðgi eftir. Stór galli i hans fari er aðhann er lélegur tangódansari en er að vinna í því." Arni Sigfússon, bæjarstjóri l Reykjanesbæ og pólitískur samherji. Steinþór Jónsson er fæddur 22. október áriö 1963. Hann er hótelstjóri á Hótel Keflavík og svo er hann kjörinn bæjarfull- trúi SJálfstæöisflokksins í Reykjanesbæ. Steinþór hefur veriö í forsvari fyrir bar- áttuhópi um tvöföldun Reykjanesbrautar um langt skeið. Málið hefur gengiö griÖ- arlega hratt fyrir sig og andstætt flestum skipulagsmálum hefur því veriö flýtt en ekki seinkað. Margir vilja þakka Steinþóri og þessum hópi árangurinn. íslendingur enn eftirlýstur Interpol hefur nú í sjö ár leitað að Ólafi Braga Braga- syni. YfirvöldíTúnis hafa þennan 47 ára íslending grunaðan um að hafa flutt tæp tvö tonn af hassi til landsins árið 1998. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum en ekkert spyrst til fíkniefnasal- ans stórtæka. DV fjallaði um mál Ólafs í ágúst síðast- liðnum en þá hafði netversl- unin cafepress.com nýhafið framleiðsiu á stuttermabol- um sem sýndi mynd af Ólafi eftirlýstum. Rafmagnsverð hefur hækkað um allt að 100% í dreifbýli á Vatnsleysuströnd og íbú- arnir eru æfir. Brynjólfur G. Brynjólfsson ábúandi á Hellum segist ekki getað búið undir slíku okri. Hitaveita Suðurnesja segir lagningu hitaveitu illmögulega og dýra. Jón Gunnarsson oddviti Vatnsleysustrandarhrepps segir hitaveituna ekki hafa verið stofnaða sem gróðafyrirtæki. Ellilíleyráþegi í áfalli yfir tvoföldum rafmagnsreikningi HÉR ERUTEKIN DÆÍVII UM ÞÆRMIKLU HÆKKANIR SEM í BÚAR SVÆÐISINS HAFAÞURFT AÐ ÞOLA: Fjöldi íbúa á Vatnsleysuströnd hefur fengið allt að helmings- hækkun á orkureikningi sem er komin til vegna hækkana á raf- orkuverði sem áður var niðurgreitt. Hreppsstjómin hefur gert bókun tun málið og segir hitaveituna þjónustufyrirtæki en ekki gróðrastofnun og telur stofnunina því skylduga til að leggja hita- veitu um svæðið. „Rafmagnsreikningurinn hjá mér hækkar um næstum hundrað pró- sent, fer úr 60 þúsund í 120 þúsund á ári. Það er varla að það sé búandi hér lengur ef þessir milljónamær- ingar okra svona svakalega á manni, þetta er rán og ekkert annað. Ég hafði ætlað mér að eyða ellidögun- um hér heima að Hellum en með svona okur yfir sér veit maður ekki hvað maður gerir. Það er ekki eins og maður sé að biðja menn um að gefa sér eitthvað, hingað til hefur maður borgað sanngjarnt verð fyrir hita og ljós en nú ákveða þeir að hækka þetta," segir Brynjólfiir sem er 75 ára ellih'feyrisþegi sem búið hefur á svæðinu bróðurpart ævinn- ar. leita svo í vasa okkar sveitafólksins til að borga. Og þetta eru ekkert einhverjir nokkrir bæir sem lenda í okrinu því það er engin hitaveita í Vatnsleysunni allt frá Nesbúi og inn á Hvassahraun, en þar eru alltaf að verða fleiri og fleiri heilsársbústaðir svo þetta okur hleypur á einhverjum milijónum," bendir Brynjólfur á. Krafa um hitaveitu Oddviti Vatnsleysustrandar- hrepps og alþingismaðurinn Jón Gunnarsson segir: „Hingað til hefur Hitaveita Suðurnesja sagt að engin þörf hafi verið á að leggja hitaveitu um svæðið því íbúarnir hafa fengið niðurgreitt rafmagn. Þegar sveita- Ekkert vatn á Vatnsleysu „Auðvitað á að vera löngu búið að leggja hitaveitu hingað en þeir hafa ekki drullast til þess ennþá, mrlljónamæringarnir hjá Hitaveitu Suðurnesja, sem fjárfesta úti um allt í hinu og þessu Jón Gunnarsson oddviti „Hingað tilhefur Hitaveita Suðumesja sagt að engin þörfhafi verið áaö leggja hitaveitu um svæðið þvl íbúarnir hafa fengið niðurgreitt rafmagn." Minna-Knarrarnes: Reikningur 28. des. 2004 Reikningur 25. jan. 2005 Hækkun 74% kr. 11.956 kr. 20.772 Hellun Reikningur 28. des. 2004 Reikningur 25. jan. 2005 Hækkun 85% Stóra-Vatnsleysa: Reikningur 28. des. 2004 Reikningur 25. jan. 2005 Hækkun 96% Narfakot: Reikningur 28. des. 2004 Reikningur 25. jan. 2005 Hækkun 77% kr. 10.384 kr.19.219 kr. 13.042 kr. 25.532 kr. 13.800 kr. 24.437 , , -- stærstum hluta vegna nýrra laga sem skikka stofnunina til að taka fullt verð fyrir dreifingu og flutning á rafrnagni sem ekki hafi verið gert hingað til. „Fólkið sem býr á svæð- inu þarf að sækja sjálft um að fá sambærilega niðurgreiðslu beint til Orkuveitunnar." Bláa lónið Heita vatnið fær ekki að renna útáVatnsleysuströnd. stjórnir sameinuðust um að setja á laggimar Hitaveitu Suðurnesja var ákveðið að setja hitaveitu í allar byggðir á Suðumesjum og jafnframt tekin ákvörðun um að sleppa dreifð- ustu byggðunum enda fengju hús- eigendur þar rafinagn á sama verði og ef hús þeirra hefðu hitaveitu. Nú er gamla hug- sjónin fyrir bý, með nýjum lögum, svo við förum ffarn á að hitaveita verði lögð á öll svæðin." Orkuveitan ræður segir Hitaveitan Friðrik Friðriksson, yfir- maður orku- og framleiðslu- sviðs hjá Hitaveitu Suðurnesja, segir hækkunina skýrast að Brynjólfur G. Brynjólfsson „Auð- vita á að vera löngu búið að leggja hitaveitu hingað en þeirhafa ekki drullast tilþess ennþá milljónamær- ingarnir hjá Hitaveitu Suðurnesja. Ekki stofnuð sem gróðafyrir- tæki „Það er hins vegar illmögulegt og kostnaðarsamt að leggja hitaveitu um svæðið og myndi ekki borga sig," segir Friðrik og tekur fram að allt vatn yrði orðið kalt þegar í krana neytenda væri komið. Jón Gunnarsson blæs á þessar skýringar, „Hitaveita Suðumesja var ekki stofri- uð sem gróðafyrirtæki og það hlýtur að vera hægt að fram- kvæma sömu hluti í dreifbýli á Vatnsleysu- strönd eins og j' aðrir treysta sér til að gera,“ og á þar við fram- . í kvæmdir við ýmsar hitaveitu- lagnur víðs vegar um landið. tj@dv.is * Mál Magnúsar Benjamínssonar, aldraðs manns sem yfirgaf elliheimilið Grund, komið til Landlæknis Kvartar til Landlæknis vegna aðbúnaðar á Grund „Ég er afskaplega sátt við að eitt- hvað fari að gerast í þessum mál- um,“ segir Bryndís Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Benjamínssonar sem yfirgaf elliheimilið Gmnd vegna lélegs aðbúnaðar. Magnús yfirgaf elliheimilið 8. desember, að sögn Bryndísar eftir að hafa verið flækt milli herbergja og annarra óþæg- inda. Bryndís hefur sent Landlæknis- embættinu bréf þar sem hún fer þess á leit að málið verði rannsakað. „Ég er búin að kæra þetta til land- læknis en veit satt best að segja ekki hverju það mun skila, mér finnst eins og Gmnd sé að rannsaka eigin mál," segir Bryndís. Bryndís kveðst mjög sátt við að umræða um aðbúnað aldraðra á opinbemm stofnunum hafi loksins ratað inn áAlþingi íslendinga, í kjöl- far fýrirspumar Björgvins G. Sig- urðssonar, þingmanns Samfylking- arinnar. í bréfi til landlæknis segir Bryndís að föður hennar hafi verið flækt milli herbergja, hann hafi verið sett- ur í herbergi með fárveiku fólki, verið meinað að hafa samband við ættingja sína í gegnum síma auk þess sem hann hafi fengið glóðar- auga sem hann gat ekki skýrt hvern- ig kom til. „Ég ætla ekki að vera gömul hérna á íslandi, miðað við ástandið Farinn Magnús Benjaminsson kvaðstbúinn á sál og llkama þegar hann yfirgaf elliheimilið Grund í byrjun desember. Dóttir hans vill að mái- ið verði rannsakaö af landlækni og krefst úrbóta. hér núna,“ segir Bryndís en faðir hennar dvelur nú á Landspítálanum og hefur harðneitað að fara aftur á efiiheimili. heigi@dv.is Þreytt á vélsleðum „Mikið hefur borið á snjósleða- akstri á götum bæjarins undanfarið og hafa kvartanir borist til lögreglu meðal annars vegna aksturs í grennd við skóla og í íbúðargötum," segir á heimasíðu Ólafsfjarðarkaupstaðar. Sýslumaðurinn á Olafsfirði vill við- ræður við bæjaryfirvöld vegna miklils vélsleðaaksturs um bæinn. Vill hann endurskoðun á fimmtán ára gamalli samþykkt bæjarstjómar um umferð vélsleða á opnum svæðum irmanbæj- ar. Bæjarráð hefur samþykkt að sam- ráðsnefnd lögreglu og bæjaryfirvalda taki málið upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.