Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 18
Sálin DV 18 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 1. Það þjónar engum tilgangi að yfir- heyra spilafíkilinn með offorsi. Ef spilaffkillinn vill fela eitthvað stoðar ekki að reyna að þvinga það upp úr honum. Spjall er mun kklegra til árangurs en þriggja gráðu yfirheyrsla. 2. Nöldur yfir töpuðu fé eða tal um hvernig Iffiö væri hefði spilaflkillinn ekki tekið þátt I og tapað I spilum getur reynst skaðlegt fyrir bataferil fíkilsins. 3. Fortlðin er að baki og þú munt ekki finna ró I þínum beinum fyrr en þú sættir þig við hana. 4. Spilafíkillinn, ekki þú, á að bera ábyrgð á þvl að eiga samskipti við lán- ardrottna slna. Ekki létta þessari ábyrgð af herðum hans, því að hún er hluti af bataferlinu. 5. Reynslan sýnir að ekki borgar sig að lána spilaffklinum peninga eða ábyrgjast lán fyrir hann meðan hann er enn háður spilum. ó.Ábyrgð spilafíkilsins á spilaskuldum er alger. 7. Fjármál fjölskyldunnar skyldu aldrei vera I höndum spilafíkilsins. Mjög sjald- gæft er að fólk sem glfmir við erfiða spilahegðun ráði við þessa ábyrgð. Mögulegt er að þetta breytist þegar batamerki eru farin að sjást. 8. Komdu í veg fyrir að vinir og ætt- ingjar láni spilafíklinum fé. 9. Skuldir spilaffkilsins urðu til á löngum tfma. Búast má við að langan tfma taki að endurgreiða þær. Hafið þó venju- bundin útgjöld fjölskyldunnar í fyrir- rúmi. 10. Bati spilafíkilsins tekur langan tfma. Hvettu hann til dáða og fýlgstu með batanum. 11. Farðu hreinskilnislega yfir brestina í þínum eigin persónuleika og reyndu að vinna (þeim. Farðu f nokkrar heimsóknir til sálfræðings eða geðlæknis, þeir geta gert mikið gagn á erfiðum stundum sem þessum. 12. Þiggðu hjálp. Þínir nánustu.vin- ir.sóknarprestur- inn, sálfræðingar, heimilislæknirinn, SÁÁ - vfða er fólk að finna sem get- ur hjálpað þér á erfiðum tfmum. af vefsíðunni spilafikn.is. „Þetta er stórhættulegur sjúkddmur," segir Júlíus Þór Júlíusson spilafíkill í bata og formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Júlíus Þór Júlíusson var virkur spilafíkill í fimmtán ár og þekkir því vandamálið vel af eigin raun og baráttan við þennan vanda sem hrjáir svo marga er hans hjartans mál og hefur hann barist hart fyrir bættri vitund almennings á þessu stóra samfélags- vandamáli sem hann telur enn mjög dulið og vanmetið í samfé- laginu. Júlíus segir að á svipaðan hátt og fólk sé háð áfengi eða fíkniefnum verði spilafiklar haldnir óstjómlegri löngun til að leggja undir fé í ýmis konar fjárhættuspilum. Eins og gengur og gerist með sjúkdóma almennt þá fer spilafiknin ekki í manngreiningarálit. Spilafíklar geta fundist alls staðar í þjóðfélaginu og skera sig ekki úr fjöídanum nema síður sé því það er að mörgu leyti einfaldara að fela spilafíkn en til dæmis áfengisfíkn, þar sem líkamleg einkenni eru síður sjáanleg. Það skiptir ekki máli hve greind mann- eskjan er eða á hvaða aldri, það get- ur hver sem er orðið sjúkdómnum að bráð. Það er endalaust hægt að velta fyrir sér ástæðu sjúkdómsins en Júlíus telur aðgengi spili eflaust stóran þátt í ferlinu eins og með aðrar fíknir. í dag er mjög auðvelt að fá alls kyns lán, til dæmis til endur- fjármögnungar og „meiri möguleik- ar á fé þýðir aukna fíkn“ segir Júlíus og vandamálið getur einnig varað lengur þar sem frekar er hægt að bjarga sér fyrir horn með lánum, en það er skammgóður vermir. Há lán og gjaldþrot „Þegar fólk er komið á það stig að ekki er lengur hægt að flýja og fela vandann þá fylgir því miklar byrðir. Ekki einungis þarf það að hætta að leggja undir og taka ábyrgð á sjúk- dómnum, heldur eru fjárhagsörðug- leikar áberandi og flestir þeir sem koma í samtökin eru með skulda- bagga á bakinu. Auk þessa þurfa þeir að glíma við margvísleg vandamál eins og brot á trausti gagnvart ætt- ingjum og vinum sem oft á tíðum eiga erfitt með að fyrirgefa fíklinum. Mjög algengt er að vinir og fjölskyld- ur hafi skrifað upp á lán fyrir við- komandi og setið svo uppi með skuldir þar sem fikillinn er jafnvel orðinn gjaldþrota. ekkert um vandamálið fyrr en sama dag og það er borið út úr húsnæði sínu.“ Hann nefnir sem dæmi að ekki sé lengra en frá páskum síðan hann var kallaður til hjálpar fólki sem verið var að bera út vegna van- goldinna skulda. „ Við stofnun samtakanna hélt ég að fjöldi fólks myndi koma og stíga fram en veruleikinn var annar", seg- ir Júh'us og telur að ástæða þess sé sú hversu mikil skömm fylgir sjúk- dómnum. „Það vill enginn viður- kenna það að hann sé stórhættuleg- ur þegar viðkemur peningamálum. Hver vill búa með þannig mann- eskju, eða leigja henni íbúð?“ Stórhætturlegur sjúkdómur „Það er sjaldgæft að fíkillinn sjálf- ur hafi samband og leiti sér aðstoð- ar. Langoftast eru það aðstandendur sem hringja fyrst og biðja um ráð og það er algengt að haft er samband við fíkilinn þá skelli hann á. Það þarf mikið að ganga á til að fíkill leiti sér aðstoðar," segir Júh'us með áherslu. „Stundum veit fjölskylda fikilsins Samfélags vandamál Þó tölur frá SÁÁ gefi til kynna að Qöldi fíkla hafi nokkurn veginn stað- ið í stað að undanfömu þá er Júh'us ekki viss um að sú sé raunin. Verið er að vinna að viðamikilli rannsókn á vegum Háskóla íslands og mun hún væntanlega sýna blákaldan vem- leikann. Júlíus hefur tekið eftir því að fleiri konur em spilalíklar en áður og að bilið á milli kynjanna sé að minnka. Hann telur að þetta sé að verða stórt samfélagsvandamál sem þurfi að taka á með hörku. Mikið verk framundan Innan samtakanna hefur verið talsverð uppbygging. Það er opið alla virka daga frá 10-16 og milli þess er alltaf hægt að ná í einhvern í gegnum síma. í samtökunum er einnig starfrækt göngudeild og á Offitusjúklingar þéna minna Offitusjúklingar á vinnumark- aði hafa löngum haft lægri Iaun en margir.aðrir og er það rakið til for- dóma tih sköpulags þeirra, en áhyggjur atvinnurekenda af aukn- um sjúkrakostnaði þessa hóps skapa nýjar ástæður fyrir launþega að hafa augun opin fyrir svikum. Offitusjúklingar sem hafa heilsutryggingu starfsmanna borga hærri iðgjöld sökum stuð- uls sem segir meiri líkur á að þeir veikist en vinnufélagar þeirra í kjörþyngd, samkvæmt rannsókn sem Stanford Háskólinn gerði á dögunum. Framkvæmendur rannsókn- arinnar skoðu opinberar upplýs- ingar 35.000 Bandaríkjamanna á árunum 1989-1998. Flestir offitu- sjúklingarnir sem voru rannsak- aðir voru milli tvítugs og þrítugs og höfðu hlotið staðlaða offitu- greiningu. í ljós kom að of feitu „Það vill enginn við- urkenna það að hann sé stórhættulegur þegar viðkemur pen- ingamálum. Hver vill búa með þannig manneskju, eða leigja henniíbúð"? hverjum fimmtudegi klukkan 18.00 er í boði stuðningshópur með ráðgjafa. Júlíus telur að for- varnarstarf sé nauðsynlegt og öll umræða um málið sem dregur það upp á yfirborðið sé af hinu góða. Þessa dagana er verið er að vinna að forvarnarblaði fyrir áttunda, ní- unda og tíunda bekk og einnig verður sendur diskur heim til for- eldra barna á þessum aldri. Ný heimasíða félagsins mun líta dags- ins ljós eftir tvo til þrjá mánuði þannig að það er margt að gerast innan samtakanna. Þó svo að brottfall þeirra sem koma til sam- takanna sé hátt þá veit Júlíus að Róm var ekki byggð á einum degi og er þess fullviss að samtökin verði mjög sterk í framtíðinni. Þeim sem vilja kynna sér málið betur er bent á slóðina: http: / /www.spilavandi.is. ragga@dv.is starfsmennirnir sem höfðu heilsutryggingu starfsmanna þénuðu allt að hundrað krónum minna á tímann en þeir sem ekki áttu við offituvandamál að stríða. Bilið milli launa þessa tveggja hópa virtist aukast með tíman- íDVá *• „Ég umgengst skemmti- lega og kreatíva einstaklinga og ég tantra," svarar útvarpsmað- urinn og listamaðurinn Ágúst Bent að bragði. „Ég skrifa, teikna, mála og föndra pappírs- píkur. Ég rækta þetta shit." Ráðfýrir að- standendur spilafíkla Konur viðkvæmari fyrir áfengisneyslu en karlar Samkvæmt nýrri rannsókn frá Þýskalandi eru konur mun líklegri til að verða háðar áfengi en karlmenn auk þess sem þær eru fyrri til að fá heilaskemmdir af óhóflegri drykkju. Munurinn á kynjun- um er gríðarlegur og sem dæmi má nefna að eftir fimm og hálfs árs ofdrykkju, er kvenmaður með jafn miklar skemmdir á heila og maður sem hefur drukkið í ótæpilega í 10 ár. Þessar niðurstöður styrkja fyrri rannsóknir þar sem fram hefur komið að kónur kynnast neikvæðum hliðum áfengisdrykkju fyrr en menn svo sem lifrasjúkdóm- um, geðrænum vandamálum og vöðvaskemmdum. Þrátt fyrir að tölfræðin sýni að kon- ur byrji alla jaftia seinna á lífs- leiðinni að drekka og drekki minna magn en karlar, þá virðist það ekki breyta því að líkami þeirra er mun við- kvæmari fyrir neyslu áfengis. Þetta er eitthvað sem konur ættu að hafa í huga áður en þær byrja að drekka. Júlíus Þór Júlíusson hefur vakið talsverða athygli fyrir ötula baráttu sína gegn spilafíkn en sjálfur er hann spilafíkiH í bata. Hann segir þessi mál vera sín hjartans mál, spilafíkn sé mjög falin í samfélaginu og því mikið verk óunnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.