Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 13
r DV Fréttir LAUGARDAGUR 21. MAÍ2004 13 Lögregla hælir ökumönnum Lögreglan á Selfossi hælir ökumönnum í umdæmi hennar fyrir fyrirmynd- arakstur í gærdag. Að hennar sögn var einungis búið að stöðva fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur rétt fyrir sex í gærdag þrátt fyrir mikið eft- irlit á vegum úti. Á hinn bóg- inn var öryggisbeltanotkun innanbæjar ábótavant. Lög- reglan er með átak alla helg- ina þar sem sérstök áhersla er lögð á eftirlit með aksturs- hraða, bilbeltanotkun, ölvunarakstri og símanotkun við akstur. Töldu hveiti vera kókaín Miðaldra kona í Brasihu hefur höfðað mál á hendur þarlendum lögregluyfirvöld- um fyrir að telja hveitipoka sem hún hélt á innihalda kókaín. Var konunni haldið í tvo sólarhringa áður en lögreglan áttaði sig á mistökunum. Talsmað- ur lögreglunnar sagði málið byggjast á mis- skilningi því konan hafði það eitt til saka unnið að halda á inn- kaupapokum og í þessu tilviki hafði innsæi lögreglu- þjónsins brugðist illilega. Einnig bætti talsmaðurinn við að honum fyndist ekki skrítið að konan hefði í hyggju að leggja ffam kæm. Plasma-sjónvarpstæki seldust upp í BT. Hefði ísland unnið Eurovision-keppnina er ljóst að stórtap hefði orðið og hafði neyðarfundur verið skipulagður á morgun í fyrirtækinu ef til sigurs hefði komið. Fyrirtæki þurftu einnig að breyta auglýsing- um í ljósi úrslita. Auglýsingar teknar niður Berg- V þór Morthens, yfirmaður sjónvarps- \ deiidar Expert, hélt úti veðbanka um 1 QengilslandslEurovision.lslandféll 1 útáðurentilaðalkeppninnarkom. 1 Álver í Helguvík Á 574. fundi bæjarráðs Reykja- nesbæjar sem'haldinn var á fimmtudag, var lagt fram sam- komulag bæjarins við Norðurál og Hitaveitu Suðurnesja að kannaður verði grundvöllur fyrir rekstri álvers í Helguvík. Á síðustu misserum hafa komið fram margar hugmyndir um framtíðarstarfsemi í Helguvfk, sem er rétt fyrir utan byggð í bænum. Meðal annars hafa komið fram uppástungur um birgðastöð fyrir eldsneyti fyrir Flugleiðir þar. I Helguvík er ein dýpsta höfrí lands- ins og þar hefur verið starfrækt loðnuverksmiðja í nokkur ár. Verið er að koma af stað stálpípuverk- smiðju á staðnum. farþegar Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um tæp 9% í apríl miðað við sama tfma í fyrra, úr rúmlega 130 þúsund farþegum árið 2004 í tæpa 119 þúsund far- þega nú. Fækkun farþega til og frá íslandi nemur rúmum 7% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi fækkaði um rúm 16%. Helsta ástæða fækkunar farþega nú í apríl miðað við í apríl í fyrra er talin sú að páskamir voru fyrr í ár heldur en í fyrra, þ.e. í mars í stað apríl árið 2004. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um rúmlega 9% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2004, eða úr rúmlega 382 þúsund farþeg- um í rúma 418 þúsund far- þega. Handverksfólk sameinast Um helgina verður haldin árleg handverkssýning í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykja- nesbæ. „Síðusm þrjú árin hefúr hand- verksfólk af Reykja- nesi sameinast handverksfólki ann- ars staðar að af land- inu við að sýna og jafhframt selja verk sín bæjarbúum og gestum til ánægju," segir Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi bæjarins. Að þessu sinni verður meira lagt í handverkið sjálft og meðal annars verður sýnt hvemig handverk em unnin og haldin sýnikennsla í út- skurði, leirmómn, silkimálun og útsaumi. Amide framleiðir meðal annars þunglyndislyf Gleði eftir kaup á lyfjafyrirtæki Divya C. Patel, forstjóri banda- ríska lydjafyrirtækisins Amide, og Róbert Wessman, forstjóri Actavis, brostu breitt eftir að kaup Actavis á Amide urðu að veruleika í gær. Amide framleiðir meðal annars lyf við þunglyndi, kvíða og verkjum. Lyfjafyrirtækið starfar við að létta lund fólks, og Divya og Róbert vom sannarlega léttir í lund í gær. „Þessi kaupsamningur er mikilvægt skref í þeirri stefnu félagsins að verða í hópi leiðandi samheitalyfjafyrir- tækja í heiminum," sagði Róbert Wessman. Actavis keypti Amide á 33 millj- arða króna. Það samsvarar um það bil samanlögðum kostnaði við Iiéðinsfjarðargöng, Hvalfjarðar- göng, Vestfjarðagöng og fyrirhuguð Vestmannaeyjagöng samkvæmt ný- legum verðhugmyndum. , Divya Patel og Róbert Wessman Patelframleiði lyf við kvíða, stressi og þur, lyndi. Varalsællmeðsölur gær líkt og Róbert Wessmc forstjóri Actavis. Léttir í vprslunum yfir tapi Islands Landsmenn tóku gylliboðum BT vel og seldust plasma-sjón- varpstækin upp. BT hafði lofað endurgreiðslu ef fsland ynni Eurovision og var fyrirhugaður neyðarfundur ef svo færi. „Við skulum segja að við séum mjög sáttir með ffamgang mála í Eurovision," segir Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri BT, sem óttaðist hið versta ef ísland kæmist áfram. Fyrirtækið var brautryðjandi varðandi veðmál fýrir Eurovision þegar Selma tók þátt árið 1999. Áætla má að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið stressaðir þegar úrslit voru tilkynnt árið 1999, þegar ísland lenti í öðru sæti „Ég get lofað þér því að þáverandi ffamkvæmdastjóri nagaði sig heldur betur í handarbökin," seg- ir Bjarni. Neyðarfundur skipulagður Öll plasma-sjónvarpstæki fyrir- tækisins seldust eins og áður segir upp. Hefði ísland unnið er ljóst að stórtap hefði orðið enda kosta sjón- varpstækin frá sex tugum þúsunda og allt upp í fjögur hundruð þúsund. „Þetta er náttúrulega ákveðin áhætta sem felst í þessu, við gerðum ráð fyr- ir að líkur á sigri íslands væru einn á móti tólf. Við skipulögðum neyðar- fund á sunnudaginn sem hefði farið í að ræða úrræði," segir Bjarni og vill þó meina að fyrirtækið hefði ekki far- ið á hausinn ef ísland hefði lent í fyrsta sæti. Breyttar auglýsingar Þrátt fyrir fjölda auglýsinga í tengslum við ffamgang íslands í Eurovision hefur lítil afturköllun orðið á auglýsingum. Helst hafa aft- urkallanir bundist við þau fyrirtæki sem lögðu í markaðsherferð með Hefði ísland unnið er Ijóst að stórtap hefði orðið enda kosta sjónvarpstækin frá sex tugum þúsunda og allt upp í fjögur hundruð þúsund. veðmál í farteskinu, líkt og raftækja- búðimar gerðu. Þeim hefur þurft að breyta og kostar það umtalsverðar fjárhæðir. „Það getur vel verið að fyrirtæki sendi inn breyttar auglýs- ingar en lítið hefur verið um að þau hætti alfarið við." segir Gylfi Þór Þor- steinsson, sölustjóri auglýsinga- deildar Morgunblaðsins. Vitað er að BT þurfti að afpanta auglýsingar hjá RTJV og Stöð 2. „Ég er búinn að vera að afbóka auglýsingar í allan dag," segir Bjami hjá BT, sem þó var létt yfir tapi íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.