Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. MAl2005 Fréttir DV y . . ■ ~ / \ < / Sæunn og Magnús Magnús var óstjórnlega afbrýöisamur. æunn og Magnús voru ung hjón og allt leit vel út á yfir- borðinu. Þau höfðu komið sér vel fyrir í fallegri íbúð við Hamraborg í Kópavoginum og Magnús var vel | metinn starfsmaður verkfræðistofunnar Hnit í Reykja- vík. Saman áttu þau tvö böm, eins og fjögurra ára. Sæunn vann sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn auk þess sem hún drýgði tekjur sínar með þrifum á bensínstöðvum. í gegn- um vinkonu sína kynntist hún ungum Breiðhyltingi, Sigurgeiri Bergssyni. Þau byrjuðu að spjalla saman i gegnum netið, á MSN. Eitt leiddi af öðru og þróaðist sambandið fljódega frá saklausu daðri á netinu í sms-sendingar og endaði loks með ástarsambandi. Sat um eiginkonuna í Héraðsdómi Reykjaness í gær lýsti Magnús því hvernig grunsemdir hans um framhjá- hald Sæunnar kviknuðu. Frásögn hans er átakanleg og hefst með því að einn daginn tók hann eftir því að símreikningur heimilisins var orðinn óvenjuhár. Magnús Iét sundurliða reikninginn og komst þá að því að mikið var hringt í símanúmer sem hann kannaðist ekki við. Þegar hann grennslaðist fyrir um númerið sá hann að eig- andi þess var fyrrnefndur Sigur- geir. Magnús kannaðist við Sigur- geir því Sæunn hafði minnst á að hann væri kunningi vinkonu sinnar. Þegar Magnús spurði Sæ- unni af hverju hún hringdi svona oft í Sigurgeir sagði hún að þegar vinkona hennar kæmi í heimsókn væri hún sífellt að hringja í hann. Magnús tók þessar útskýring- ar mátulega trúanlegar. Hann varð við þetta afar óöruggur og það fór að örla á ofsóknaræði í fari hans. Hann byrjaði að elta Sæunni og sitja um hana þegar hann grunaði hana um að hitta aðra menn. I eitt skiptið þegar Magnús grunaði Sæunni um að vera með Sigurgeiri hringdi hann í hana. Sæunn skellti í sífeUu á eða svar- aði ekki í símann. Magnús fann að ekki var allt með felldu. Hann reyndi einu sinni enn í veikri von um að Sæunn mundi svara í það skiptið. Það hringdi nokkrum sinnum og fýrir dómnum í gær sagðist Magnús þess fullviss að á þessum ú'mapunkti hafi Sæunn verið uppi í rúmi með Sigurgeiri. Hann hafi svo fengið staðfestingu á því þegar Sæunn tók svaraði í sfmann og lagði hann frá sér án þess að skella á. Hann hafi setið stjarfur við hinn enda línunnar og hlustað á hvað fór fram. Magnús lýsti því í gær hvaða tilfinningar hefðu vaknað innra með honum við þetta. Hann kall- aði það hræðslutilfinninguna. Skjálfti, stingur í maga og ógleði. Hann sagði síðar að hræðslutil- finningin hefði borið sig ofurliði þegar hann tók snöruna úr þvottahúsinu og þrengdi að hálsi konu sinnar uns hún dó. Ástmaður beðinn að halda sig fjarri Frásögn Magnúsar fyrir dómnum í gær var yfirveguð og nákvæm. Hann lýsir því þegar Sæunn fór eitt sinn út að hitta vinkonu sína en hann hafi grun- að að hún hafi farið að hitta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.