Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 27
n EV Fréttir ÞRIÐJUDACUR 16.ÁGÚST2005 27 Kóngurinn finnst látinn Úr bloggheimum Svarti sauöurinn „Brúðkaupið var dásamlegt. Fór næstum að skæla í athöfn- inni. Afskaplega sætt allt saman.Fulltaffólki hélt ræður og talaði til brúðhjónanna sem hafa verið saman í hundrað ár og þetta var bara allt dásamlegt. Svo kom vinur brúðgumans, Erpur, og hafði hann þá hripað niður einhver vers. Maðurinn var I brúðkaupi vina sinna og rappaði um Árna Johnsen að stinga einhverju upp í rassgatið á sér og náði að segja fólki frá því að hann ynni á auglýsingastofu, væri viðriðinn molotovkokkteil og þeir eldar hefðu kynnst í sus. Maður sá andlitin detta smám saman affólki og enginn að trúa því að einhvergeti ekki slökkt á egóinu í sjö mínútur." Elisabet Ólafsdóttir abuse.is/web/beta Að vilja veröa mannkyni til bóta „Sá sem aðhyllist frjálshyggju eða kommúnisma, lútersku eða anark- isma, hann gerir það ekki vegna þess að öll rök, eða flest rök einu sinni, séu með hon- um í liði - þó hann haldi það líklega í flestum tilvikum - hann aðhyllist stefnu sína vegna þess að hann trúir einhvers staðar innst inni að það sem hann er að boða komi til með að verða mannkyni til bóta, og - ekki síst! - vegna þess að hann langar sjálfan að búa ísamfélagi sem líkist útópíu stefnu sinnar. Þetta held ég að sé óumræðanleg staðreynd." Eirikur Örn Norðdahl blog.central.is/amen Erfiðar nætur „Um nóttina dreymdi mig síðan að Páll Óskar hefði dáið í bílslysi á Hell- isheiðinni ásamt dragdrottningunni Skildi. Ég grét allan drauminn og vaknaði úrvinda afsorg og mæði. Ég var eiginlega hálfvegis eftir mig alveg fram til hádegis. Það er svona að komast í fréttir eftir nokkurra vikna fjölmiðlahvíld, maður fær bara martraðir." Kristín Svava Tómasdóttir blog.central.is/sacredshit Á þessum degi árið 1977 fannst Elvis Presley látinn á heimili sínu í Graceland í Memphis. Opinber dán- arorsök rokkkóngsins var hjartabilun en talið er að eiturlyfjaneysla hafi átt einhvem þátt í dauða hans. Elvis fæddist 8. janúar 1935. Allt frá 1970 hrakaði heilsu hans hratt. Hann skildi við PrisciUu eiginkonu sína árið 1972 en saman áttu þau dótturina Lisu Marie Presley. Elvis varð mjög háður fikniefhum og ruslmat og fitn- aði umtalsvert. Síðustu tvö árin sem hann lifði kom hann sárasjaldan fram og einangraði sig mjög. Samkvæmt frásögnum náinna vina og samstarfsmanna fannst hann látinn inni á baðherbergi. Út frá því hafa sprottið ýmsar útgáfur af and- látsorðum hans, flestar niðrandi og að öllum líkindum skáldskapur. Elvis hafði átt erfitt með svefn síðustu árin og til að trufla ekki unnustu sína í svefnherberginu fór hann stundum irm á baðherbergi á kvöldin til að geta lesið í ftíði. Vegna þess hafa margir haldið því ffam að síðustu orð hans hafi verið: „Ég er að fara inn á baðher- bergi að lesa“ eða eitthvað í þá áttina. Allt frá dauða Elvis hefur verið til I dag ákveðinn hópur sem trúir því að hann sé enn á lífi. Ýmsar samsæris- kenningar hafa verið í gangi um hvers vegna Elvis hafi látið sviðsetja dauða sinn. Meðal þeirra má nefiia að hann árið 1963 var Guðrún Bjarnadóttir, 20 ára sýning- arstúlka úr Njarðvíkum, hiutskörpust í alþjóðlegu feguröarsainkeppninni Miss Universe. hafi komist í kast við mafi'una f gegn- um vafasöm viðskipti. Hann hafi veitt yfirvöldum upplýsingar í staðinn fýrir vitnavemd, nýtt nafh og nýtt líf. Máli sfnu til stuðnings minnist fólk á áhuga Elvis á dauðanum, þekkingu hans á lyfjum og kunnáttu hans á sviði bardagalista sem á að hafa gert honum kleift að stjóma hjartslætti og öndun á nákvæman hátt. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta (Ijós skoðanir sinar á málefnum líðandi stundar. Brottflutningurinn frá Gaza Hreiðar Þór Sæmundsson kaup- maður skrifar: Ég undirritaður er nánast alger- lega sammála Ariel Sharon um nauðsyn þess að flytja brott þetta fólk sem er til svo mikilla vandræða á Gaza. Þetta fólk þykist eiga landið, en getur engar sönnur fært á eignar- hald sitt. Þetta fólk hefur verið til mikilla vandræða á svæðinu í marga áratugi. Stöðugur ófriður og átök hafa fylgt því. Kannski eldflaugum og sprengjum hætti að rigna inn í ísrael þegar þetta fólk er farið. Kannski loksins komist á langþráður friður í ísrael eftir brottför þess. Já, ég tel að það verði að sýna þessu fólki fulla hörku, þó að það kosti blóð og tár. Svo miklir hagsmunir em í húfi. Langtímafriður á svæð- inu. Það verður að hafa það þó að fólkið sé rekið af heimilum sínum og hús þeirra mölvuð niður. Hermenn verða að sýna fulla hörku og ekki láta grát í konum og börnum hafa áhrif á sig. Þeir mega ekki hlusta á öskur þessa fólks um brot á mann- réttindum og annað slíkt. Fólkið grætur kannski og gólar í nokkrar vikur en svo er það búið og það mun samlagast nýju umhverfi á stuttum tíma, einkum börn og ungmenni. Með góðum stuðningi og hjálp frá alþjóðasamfélaginu ætti allt þetta fólk að geta búið vel um sig í nýjum heimkynnum og unað með tíman- um ágætlega við sinn hag. Lesendur Ef fólk heldur að ég sé að tala um Gyðingana á Gaza og þeirra byggðir, þá er það misskilningur. Ég er að tala um Palestínuarabana. Ég er að flestu leyti sammála Ariel Sharon um brottflutninginn frá Gaza nema að því leyti að ég tel ekki að það eigi að vera Gyðingarnir, sem flytja eigi burt með Úlu eða góðu, heldur tel ég að það eigi að vera Palestínu- arabarnir! Eru það ekki þeir, sem verið hafa til mikilla vandræða á svæðinu í ára- tugi? Eru það ekki þeir, sem framið hafa stöðug hryðjuverk og morð á Gyðingum og öðru saklausu fólki * Gaza-svæðið Israelsmenn hafa ákveðið að vísa Gyðingalandnemum afsvæðinu i tilraun tilað koma til móts við Palestínumenn. Bréfritari er afar ósáttur við ákvörðunina. um allan heim í áratugi? Eru það ekki þeir, sem beita ólýsanlegum grimmdarverkum málstað sínum til framdráttar? Hvers vegna skyldu þeir ekki fremur vera látnir fara en friðsamir landnemar og landbóta- menn Gyðinga, sem elska landið sitt og telja það heilagt? Má ég giska á svarið? Ég tel að það sé vegna þess að hryðjuverk Palestínuaraba hafa skil- að þeim afar miklum árangri. Smátt og smátt hefúr þeim tekist að fá heimsbyggðina til að trúa þeirri stórkostlegu lygi, að Palestína til- heyri ffernur aröbum sem þar hafa haft viðkomu, heldur en Gyðingum sem átt hafa þar rætur í efnislegum og andlegum skilningi í næstum þrjú þúsund ár, þar af mörg hund- ruð ár í frjálsu og fullvalda ríki,hinu forna ísrael. Allar þessar árþúsundir hafa Gyðingar búið í Palestínu í ein- hverjum mæli, jafnvel eftir þjóðar- morð Rómverja á þeim árið 70 e.Kr. Palestínskir arabar hafa aldrei átt sjálfstætt ríki í Palestínu! Aldrei! Landakröfur þeirra eru tilkomnar eftir stofnun ísraelsríkis og eru að mínu mati alveg útí hött. Ef einhver mihfandi þjóð hefur rétt til að kenna sig við svæðið, þá eru það Gyðingar! Palestína er land Gyðinga og var kölluð Gyðingaland hér áður fyrr. Margir muna það. Hiklaust eiga þó Palestínuarabarnir réttmætar landakröfur á arabaríkin. Hryðjuverkasamtök Palestínu- araba hafa náð miklum árangri í að hræða fólk, jafnvel heilu þjóðimar, frá því að sýna ísrael opinskáan stuðning. Þetta veldur því m.a. að málstaður ísraels kemst afar illa til skila f fjölmiðlum, nema helst mál- flutningur ísraelskra vinstrimanna, sem er mun þóknanlegri arabísku ógnarvöldunum en málstaður ísra- elskra hægrimanna, er almennt standa miklu fastar á rétti ísraels til að halda þeim svæðum, sem unnist hafa í vamarstríðum við arabana. Aldrei er það nefnt í fréttum að ísra- elar hafa í gegnum tíðina verið mikl- ir velgjörðarmenn Palestínuaraba og lagt sig fram um að rækja vel mannúðarskyldur sínar við þá. Skemmst er að minnast palest- ínskrar konu, er leitaði sér lækninga í ísrael og reyndi að sprengja sig upp á sjúkrahúsinu, þar sem hún hafði fengið læknismeðferð mánuðum saman! ísraelar hafa reist fjölda skóla og sjúkrahúsa fyrir palestínu- araba og ekki síst verið miklir hvata- menn að bættri menntun þeirra. Sú viðleitni hefúr skilað þeim ár- angri að læsi meðal Palestínuaraba er nú um 95%, en var aðeins um 5% 1948, þegar ísrael var stofhað. Það er sorgarsaga að menntun sína virðast margir þeirra einkum nota nú til að dreifa hatursáróðri og lygum um ísr- ael um heiminn, við góðar undir- tektir verður að segjast. Því miður virðist þeim ganga afar illa að nota menntun sína til að bæta sitt eigið þjóðfélag. Þrátt fyrir gríðarlegan fjárstuðning frá alþjóðasamfélaginu í mörg ár til að byggja upp atvinnulíf þeirra og innviði samfélagsins, þá virðist það engu skila. Eina atvinnugreinin, sem Palest- ínuarabar virðast hafa náð virkilega fagmannlegum tökum á, að mínu mati, er hryðjuverkastarfsemi og fjáröflunarleiðir tengdar henni, fjár- kúgun og betl gagnvart Vesturlönd- um, sem endalaust moka í þá gríðar- legum fjárhæðum til að fá þá til að vera til friðs. Hvers vegna ættu þeir að hætta hryðjuverkum, þau gefa svo ágætlega af sér! Hallgrímur Kúld talar um Alice Cooper tónleik- ana og góða þjónustu hjá Nat- Alice Cooper og nýtt sófasett Ég var að labba í Bónus áðan og sá þar stóra auglýsingu frá Dagblaðinu „Alice Cooper floppaði í Kaplakrika.1' Ég fór á tón- leikana og það var alveg rétt það sem fram kom að fáir mættu á tónleikana. Samt var al- veg ógeðslega skemmtilegt og ég vildi alls ekki hafa misst af þessu. Ég er ekki alveg sammála því að tónleikarnir hafi verið flopp, þó það hafi verið flopp hversu fáir komu. Showið var frábært hjá kallinum og hann var í feyknarformi. Ég var bara á pöllunum allan tíma og fór ekkert niður á gólf að dansa því konan var með mér og ég varð að halda andlitinu gagnvart henni. En nú að öðru. Við hjónin ákváðunum að endurnýja hús- gögnin um daginn. Við komum okkur saman um að kaupa rán- dýrt en ógeðslega flott sófasett í Natuzzi í Smáralind. Þegar sófa- settið var heim komið fflaði hús- bóndinn ekki sófasettið og ákvað að skila því. Ég fór upp í Natuzzi og ræddi við Einar, verslunareig- anda. Hann tók svona rosalega vel í þetta. Við komum okkur saman um að hann tæki sófasettið aftur. Við hjónin fundum svo annað sófasett hjá honum sem við pönt- uðum. Núna höfum við ekkert í stofunni og vonumst eftir því að vera búin að fá settið fyrir jól. Mér finnst þjónustan hjá Natuzzi vera til fyrirmyndar, þeir eiga heiður skilinn. Hafnaði þingmennsku „Ég útliíoka ekkert, en telþað ólíklegt' Varaþingmanninum Ásgeiri Friðgeirs- syni gafst nýverið tækifæri til að taka við þingsæti félaga síns GuðmundarÁma Stef- ánssonar. Hann kaus að taka ekki tilboð- inu, þrátt fyrir brennandi áhuga á pólitfk. Hann hefur þó fengið að kynnast þingstörf- um þegar hann hefur leyst af fjarverandi fé- laga sína á þingi. „f próflcjörinu 2002 hlaut ég bindandi kosningu í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Síðan í Álþingiskosn- ingunum í maí 2003 var ég kjörinn 1. vara- þingmaður. Ég sat inni á þingi í fæðingaror- lofi Þórunnar Sveinbjamardóttur veturinn 2003-2004 og í veikindum Katrínar Júlíus- dóttiur, sat inni mestallan þann vetur og fram á vor," segir Ásgeir. Ásgeir starfar sem ráðgjafi einkum fýrir íjögur fýrirtæki; Samson, Landsbankann, Novator og Burðarás. „Það sem hefur gerst frá því að ég tók þátt í þessum kosningum er að öfl þessi fyrirtæki hafa stóraukið um- svif sín erlendis. Til að mynda hefur Nova- tor fjárfest í fjórum erlendum símafyrir- tækjun f Búlgaríu, Tékklandi, Póllandi og Finnlandi. Og ég hef fýlgt þeim verkefiium eftir. Eins hefur Burðarás verið að auka um- svif sín á Norðurlöndum og Landsbankinn á Bretlandseyjum. Það að taka þátt í þessu er það áhugavert að ég vil ekki frá því hverfa, auk þess sem ég held að mín menntun og reynsla nýtist betur þama en á þingi. En ég hef í 20 ár verið í blaða- mennsku. Starfað sem ritstjóri, fréttamaður og í kennslu og almannatengslum," segir Ásgeir. „Ég útliloka ekkert, en tel það ólíklegt, “ segir hann þegar hann er spurður hvort hann ætli aftur að hella sér út í þjóðmálin. „En svo er líka eitt. Það er hægt að vera í pólitík og hafa gaman af því án þess að vera á þingi. Það er hægt gera það með þátttöku í störfum Samfylkingarinnar, ef ég á þess kost að taka þátt í stefnumótun og starfi hennar," segirÁsgeir. Aðspurður hvort hann hafi ekki einfald- lega gefið jafnaðarmennskuna upp á bát- inn fyrir kapítalismann segir Ásgeir ákvörð- un sína vera vistaskipti, ekki sinnaskipti. „Jafnaðarmennskan gengur náttúrulega út á að styðja öflugt atvinnulíf til að fjár- magna kraftmikið mennta- og heilbrigðis- kerfi. Þú rekur ekki bestu mennta- og heil- brigðiskerfin í heimi án þess að reka bestu fýrirtækin í heimi." msík-ö;ssssrasasss: hann meðalannars rítstjóri StrikJs. ■r;_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.