Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 25
25 N Ý S K Ö P U N Fyrirtækið Primex, sem er líf- tæknifyrirtæki og vinnur kítín og kítosanefni úr rækjuskel og er með starfsstöðvar á Siglufirði, í Reykjavík og Noregi, er trúlega stærsta fyrirtæki á sínu sviði á Vesturlöndum. Áður hét fyrir- tækið Genís ehf., en á síðari hluta síðasta árs keypti Genís þrotabú Primex í Noregi og fyrir nokkrum vikum var nafni móður- félagsins breytt í Primex, fyrst og fremst vegna þess hversu þekkt það nafn er á erlendum mörkuð- um, ekki síst í Japan. Rækjuskel inniheldur kítin og til þess að ná því úr skelinni þarf að hreinsa burt önnur efni úr henni s.s. prótein, kalsíum og lit- arefni. Það sem stendur þá eftir er óvatnsleysanlegt kítín. Hjá Pri- mex á Siglufirði hefur verið þróuð vinnsla á kítosani úr kítíni, en rannsóknastofa fyrirtækisins er hins vegar í Reykjavík. Haukur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Primex á Siglufirði, segir að áfram verði haldið þróun vinnslunnar á Siglufirði og nýlega hafi eitt skref verið tekið í þeim efnum. „Það felst í því að við mölum kítósanið, sem hefur verið í einskonar flögum, niður í duft. Við stefnum síðan að því að þróa þetta áfram. Við ætlum okkur lengra og ná sem mestu af virðis- aukanum af framleiðslunni hing- að heim. Það eru vissulega mögu- leikar á því í framtíðinni að þróa kítosan inn á nýja og dýrari markaði, t.d. snyrtivöru- og lyfja- markaðinn,“ sagði Haukur. Stærstu markaðir í Bandaríkj- unum og Japan Haukur segir að menn hafi ekki við mörg önnur fyrirtæki að miða í framleiðslu á kítosani. „Við erum í framleiðslu sem er áður óþekkt á Íslandi, í Bandaríkjun- um er kannski eitt sambærilegt fyrirtæki og eitt smáfyrirtæki í Evrópu. Við höfum því lítið við að miða og þess vegna höfum við verið að þróa þetta áfram á okkar forsendum og við höfum farið varlega í sakirnar,“ segir Haukur. Stærstu markaðir Primex eru Bandaríkin og Japan. Genís hafði selt sínar vörur fyrst og fremst til Bandaríkjanna, en Primex í Nor- egi hafði sterka stöðu á Japans- markaði. „Kítosanið er aðallega nýtt sem fæðubótarefni til megr- unar og einnig til hreinsunar á drykkjar- og frárennslisvatni. Við höfum líka lítillega selt kítósan til fyrirtækja á snyrtivörumark- aðnum.“ Tæplega þrjátíu starfsmenn Verksmiðja Primex á Siglufirði var upphaflega byggð upp miðað við 500 tonna ársafköst. Fram að þessu hefur hún hins vegar ekki verið keyrð á nema um 30% af þeim afköstum, en Haukur segist vonast til þess að á þessu ári verði afköstin komin upp í um 70%. „Við erum að vinna rækjuskel frá Hvammstanga í vestri til Húsa- víkur í austri og það hráefni dug- ar fyrir vinnsluna eins og hún er núna hjá okkur,“ segir Haukur. Nú starfa tæplega þrjátíu starfsmenn hjá Primex. Á Siglu- firði eru þeir 19, á rannsóknastofu í Reykjavík eru 5 starfsmenn og 4 starfsmenn sinna sölu- og mark- aðsmálum hjá fyrirtækinu í Nor- egi. Fiskprótein Auk kítínafurða framleiðir Pri- mex ensímmeðhöndluð prótein úr fiskfrákasti og selur sem bragð- efni. Á þessu sviði hefur verið lagt í töluverða þróunarvinnu og er ársframleiðslan af bragðefna- dufti nú um 50 tonn. „Við höfum verið að framleiða próteinið og selt það frá okkur til frekari úr- vinnslu annars staðar,“ segir Haukur. Að hans mati hefur orðið tölu- verð vakning að undanförnu varð- andi sjávarlíftækni. „Rekstrarlega hafa sjávarútvegsfyrirtækin verið að ná sér vel á strik og þau eiga nú fjármuni til þess að setja í ný- sköpun, t.d. líftækni. Samherji og Þormóður rammi- Sæberg eiga til dæmis hlut í Primex og hafa stutt vel við uppbyggingu fyrirtækis- ins,“ segir Haukur Ómarsson. Líftæknifyrirtækið Primex starfar á Siglufirði, í Reykjavík og Noregi: Vinnur kítosan úr rækjuskel „Við erum í fram- leiðslu sem er áður óþekkt á Íslandi, í Bandaríkjunum er kannski eitt sam- bærilegt fyrirtæki og eitt smáfyrirtæki í Evrópu,“ segir Hauk- ur Ómarsson. Myndin er tekin í verksmiðju Primex á Siglufirði. Haukur Ómarsson, framkvæmdastjóri Primex, í dagsins önn. Mynd: Hellan/Siglufirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.