Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDACUR 13. JANÚAR 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvlk, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dvJs Auglýsingan auglysingar@dvJs. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreiflng: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jónas Krístjánsson heima og að heiman að reyna múslimum trú um, aö Bandaríkin séu góö og hafi gott frelsi og gott lýðræði. Þetta hefur engin áhrif, af þvi að múslimar eru ekki að pirrast á þvf, hver Bandarfkin séu eöa hvort Levf gallabuxur séu góðar. Múslimar pirrast ekki á þvf, hvaö Bandarfkin séu, heldur hvaö þau gera. Sffelldar krossferðir Banda- rfkjanna f löndum múslima eru það, sem málið snýst um. Þær eru orsök þess, að meirihluti múslima f heiminum elskar Osama bin Laden. Þessar kross- ferðir valda þvf, að Osama er skyndilega oröið algengasta for- nafn stráka f löndum fslams. Þegar Póllandi losnaði undan oki kommúnismans árið 1989 báru 92% Pól- verja traust til kaþólsku kirkjunnar. Það hefur nú fallið niður f 46% og lækkar enn. Þetta þýð- ir, að ofurtrúuð Bandarfkin hafa þar minna fýlgi en þau héldu. Austur-Evrópa er að verða eins vantrúuð og Vest- ur-Evrópa. f Frakklandi og Hollandi er fslam að veröa út- breiddasta trúin. Þvf er von, að mönnum (Evrópu hætti að verða um sel og vilji stööva stefnu fjölmenningar. Gjá er milli trúarofstækismanna f Bandarfkjunum og múslima annars vegar og hins vegar Evr- ópumanna, sem vilja leiöa trúar- bragðadeilur hjá sér. ráðgjafi Jlmmy Carter Banda- rfkjaforseta, segir f Was- hington Post,aö rangt sé að tala um val mllli sigurs og ósigurs f styrjöld- um á borð við árás Bandarfkj- anna á Afganistan og frak. f rauninni sé valiö allt annað, milli þess annars vegar aö þrjóskast við og vinna samt ekki og hlns vegar að hverfa af hólmi og tapa samt ekki. Spumingin sé ekki um allt eða ekkert, heldur um viðurkenningu á staðreynd- um, sem rúmast ekki f alhæfing- um sigurs og taps. Brzezinski segir að lokum, að Bandarfkin þurfi aðra valmöguleika f hinu sorglega (raksævintýri. Leiðari Eiríkur Jónsson Þegar Islendingar verða orðnir prjár milljónir getum viðfarið að lifa pví lífi sem við eigum skilið. að voru ánægjuleg tíðindi þegar íslendingar urðu 300 þúsund tals- ins á dögunum. Þegar Markús litli skaust í heiminn og gerði þjóðina fjöl- mennari en áður. Aldrei fyrr hafa ís- lendingar verið jafnmargir. En þeir þurfa að verða enn fleiri. Þú margir dásami fámennið og telji það kost á þjóð er fjarri að svo sé. Fá- mennið setur athafnasemi einstaklinga skorður og heftir eðlilega framþróun. Þá sérstaklega á menningarsviðinu og öðru sem á rætur og á að þrífast innan- lands. Viðskiptamenn sem sýsla með al- þjóðlega gjaldmiðla og tölur sem skilj- anlegar eru um víða veröld geta hafið útrás og staðið jafnfætis öðrum hvar sem er. öðru máli gegnir um rithöf- unda, kvikmyndagerðarmenn og Iista- menn almennt sem nota tungumálið og semja verk sín upp á fslensku um ís- lenskan veruleika. Einn og einn getur eflaust hitt á alþjóðlegan tón en yfir- leitt ekki. 300 þúsund manna þjóð er ekki ann- að en smábær. Af því ber samfélagið keim í öllu sem er. Við þurfum einfald- lega að fjölga okkur með öllum tiltæk- um ráðum. Þegar íslendingar verða orðnir þrjár milljónir getum við farið að lifa því lífi sem við eigum skilið. Búið í umhverfi sem fullnægir þroska- möguleikum okkar. Annars komust við aldrei nema hálfa Ieið. Fæðingar munu seint fjölga þjóðinni eins og þarf. Þess vegna eigum við að bjóða nýbúa velkomna og leggja okkur eftir að fá þá hingað til lands. Það kann að taka nokkrar kynslóðir og við sem byggjum Iandið í dag eigum ekki eftir að njóta þess. En barnanna okkar vegna eigum við að búa svo í haginn að þau og afkomendur þeirra eigi eftir að komast út úr þeirri þroskaheftandi gildru sem fámennið er. Markús litli Þrjú hundruð þúsund- undirskriftasafnanir sem þjóðin þarf á að halda Gegn Halldóri Ásgrímssyni Fyrir að hafn leitt þjóðina út i Iraksstriðið að henni forspurðri. Gegn Davíð Oddssyni Fyrir að hafa skammtað sér eftir- laun að vild á miðjum aldri. Gegn ATVR Fólk vill geta keypt borðvin og bjór í verslunum. Gegn launamisrétti Fóstran á ekki að svelta á meðan forstjórinn fitnar. Gegn skammdeginu Myrkrið er óþolandi til lengd- ar. Burt með veðurstofustjóra. EF ÉG BÝ til lúxusmat heima hjá mér, hefur það engin áhrif á lands- framleiðslu eða svokailaða verga landsframleiðslu á enn fínna máli. Ef ég borða hins vegar vondan mat á dýru veitingahúsi, hækkar lands- framleiðsla þjóðarinnar. LANDSFRAMLEIÐSLA er hugtak, sem stendur ekki undir mikilli notkun. Hún er eins og reiknivél, sem kann bara að leggja saman, en ekki að draga frá. Samt er hún notuð til að meta stöðu þjóðarinnar og heimsins og til að draga ályktanir. EF TÚLF PRÓSENT bandarískra negra á bezta aldri eru teknir af at- vinnuleysisskrá og settir í fangelsi, eykst landsframleiðslan þar vestra um alla fyrirhöfnina við að reisa og reka fangelsi. Þetta er þar á ofan raunvemleiki. Efég bý til lúxusmat heima hjá mér, hefur það engin áhrifá landsframleiðslu eða svokallaða verga landsframleiðslu á enn fínna máli. Efég borða hins vegar vondan mat á dýru veitingahúsi, hækkar landsframleiðsla þjóðarinnar. ekki hefði verið virkjað, hefði lands- framleiðslan bara staðið í stað. EF LANDI á stóm svæði er fórnað fyrir Kárahnjúkavirkjun, hækkar landsffamleiðsla vegna tilkostnað- arins, þótt útkoman sé bara niður- greiðsla á rafmagni til stóriðju. Ef EF SKÓGUM Amazon er eytt, hækk- ar landsframleiðslan í Brazilíu, en hún stendur í stað, ef þeir em látnir í friði og ekki fómað ómælanlegum verðmætum regnskógarins. Þannig Kárahnjúkar Lands- framleiðsla heekkar vegna tilkostnaðarins, þótt útkoman sé bará niðurgreiðsla á raf- magnitil stóriðju. Fyrst og fremst er landsframleiðslan hugtak, sem felur í sér margar hættur. HAGFRÆÐIN byggist á lélegum hugtökum af þessu tagi, sem em notuð til samanburðar út og suður, samanburðar milli ára, miili landa og milli hagkerfa. Þannig segja menn til dæmis, að vestan og austan hafs sé landsframleiðslan hin sama. RAUNAR ERU hagkerfi, þjóðskipu- lag og umhverfisvernd misjöfn vest- an og austan hafs. Margt er gagnlegt í Evrópu, sem mælist ekki í lands- framleiðslu og annað er mótdrægt í Bandaríkjunum, sem telst þó þar vera landsframleiðsla. jonas@dv.is Búið að gleyma Steinunni Frjáls verslun gerði skoðana- könnun á dögunum um hver væri traustasú frambjóðandi Samfylk- ingarinnar í væntanlegu prófkjöri fyrir borgarstjómarkosningamar f vor. Stefán Jón og Dagur B. vom vin- sælastir. Stefán með 40% en Dagur með 36%. Steinunn rak lestina með 24%. Leiðinlegt að fóik sé strax búið að gleyma útspili Steinunnar varðandi launahækkanir æðstu embættis- manna á íslandi. Sýniríraun hversu fljótir íslendingar eru að gleyma. Jóhanna skammar biskupinn (Jóhanna Sigurðardóttir Veitmeira um samkynhneigð en biskupinn. „Þar skorti kærleik og aðgát í nærvem sálar þegar biskup sagði það jafngilda því að kasta hjónabandinu á sorphaugana ef kirkjan samþykkti að leggja blessun sína yfir sambönd einstaklinga af sama kyni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi félagsmálaráðherra, í Mogganum í gær. Það er von að Jóhanna setji ofan f við biskupinn. Sjálfgekkhún að eiga heitmeysína og veithvað sam- kynhneigð er. Biskupinn veit hins vegar ekkert um það en tjáir sigþóútog suður um homma og lesbíur og tilBrm- ingalífþeirra. Hann þarffræðslu. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.