Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 Menning DV IJrmjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbbMv.is Á morgun milli 14-17 er opið hús i Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þar gefst kostur á að sjá verk eftir alla nemendur skólans sem eru um fjögur hundruð • á öllum aldrt. Verkstæöi og stofur veröa opnar og gestum boölð að spreyta slg á hreyfimyndagerð, leirrennslu og -mótun. Starfsmcnn verða á staðnum og kynna starf skólans. Boöið verður upp á nýbakaðar vöfflur og kaffi. Vorönn hefst í lok janúar meö þrjátiu námskeiðum fyrir börn, unglinga og ungt fólk: hreyfimyndagerð, Ijósmyndun, loirkerarennsla, myndlist/heim- speki og Myndlist rokkar. Einnig er boðið upp á btönduð námskeið fyrir ald- urskipta hópa, 3-5,6-9,10-12 og 13-16 ára. Fyrir fullorðna er boðið upp á stutt námskeið i Ijósmyndun og tölvuvinnslu en einnlg fjórtán vikna námskeið I vatnslitun, keramikrennslu, portrettteikn ingu, módelteikningu, hlutateikningu, frjálsri málun, oliumálun, íkonagerö, litafræöi og hönnun svo eitthvað sé nefnt, en allir kennarar skólans eru starf andl myndlistarmenn og hönnuðir. ÞAÐ er hálfkyndugt að heyra og sjá NFS auglýsa að á stöðinni séu bestu fréttaskýringarþættir í heimi. Þeir eru allir amerískir og túlka og tjá heiminn eins og hann Ktur út frá þröngum sjónarhóli bandarískra fréttamanna.48 hours,60 minutes, Frontline,eru allir merktir banda- rlskum sjónarmiðum í bak og fyrir og bera þess glöggt merki að þeir eru hugsaðir af einstaklingum sem hafa drukkið heimsveldisóra Amer- íku með móðurmjólkinni. ÞAÐ vill svo til að á Digitál Island geta menn séð heimsmálin frá rík- isreknum og einkareknum stöðv- um Evrópu. Þýskir, franskir, spænsk- ir og norrænir þættir geta bætt áhugasömum upp bandarlsku þættina og einsýnina sem þar er ríkjandi. I gærkvöldi sýndi NFS stak- an þátt úr röð Panorama-þátta BBC sem hafa um langan aldur verið eitt helsta flaggskip fréttaskýringa- þátta þar á bæ fyrir utan News- night. Flugur Menningartengd feröaþjónusta hefur verið lausnarorð í dreifðum byggðum landsins um árabil og verður æ fyrirferðarmeiri í lífsafkomu íbúa þar sem henni vex tiskur um hrygg. Eyrarrósin var sett á stofn til að veita viður- kenningu og styrk verkefnum sem bera af á þessu sviði atvinnulífsins. Frú Dorrit Moussaieff afhendir hana í dag öðru sinni. H| GAGNRÝNIR þættir hafa reyndar ekki átt upp á pallborðið. Bæði ritstjórn Panorama og Dispatches sem Channel 4 sýndi lentu I útistöðum við stjórnvöld I Bretlandi. Það er áhyggjuefni að víða um Evrópu er verið að þrengja að ritstjórnum slíkra þátta.Opinber beinskeytt gagnrýni flýr inn I blöð og I vaxandi mæli á vefslður. SAMKRULLI vestrænna ríkisstjórn við hernaðarlhlutun I Austurlönd- um hefur ekki styrkt stöðu mál- frelsis - lýðræðislega kjörnar stjórn- ir sem eru taglhnýtingar Kanans standa höllum fæti og hafa gengist við ýmsu sem ekki þolir dagsins Ijós. Þegar svo fer að harðna á dalnum (strlðsrekstri herveldisins og taglhnýtinga þess - einfeldn- inga á borð við okkur - þá er enn hættara við að reynt verði að þagga niður beinskeytta gagnrýni. * EF NFS vill ná máli sem fréttastöð verður yfirstjórn þar á bæ að átti sig á að heimurinn séður út um amerískt tvöfalt gler er annar en sá sem blasir við Evrópubúum eins og Islendingum. Reyndar er yfrið nóg af bandarískum sjónarmiðum í boði á Digital Island fyrir:CNN, Fox og raunar Sky líka. Það er því að bera (bakkafullan lækinn að skjóta „network" prógrömmum á borð við ofannefnda þætti inn í (slenska spjallrás á borð við NFS. í dag verður Eyrarrósin, viður- kenning fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni, afhent öðru sinni. Fyrir tveimur árum gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag ís- lands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á lands- byggðinni. Markmið með viður- kenningunni Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningar- möguleika sveitarfélaga og lands- hluta og sóknarfæri á sviði menn- ingartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Peningar og verðlaunagripur Auglýst var eftir umsóknum í ijölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir, söfii. Verkefnisstjóm, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofn- unar og stjómanda og fram- kvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verð- launahafa. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd. Eitt þeirra hlýtur Eyrar- rósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1,5 milljónir og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eign- ar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag, sem em eftirstöðv- ar af Menningarborgarsjóði. öll verkefnin hljóta að auki tíu flug- ferðir frá Flugfélagi íslands. Verð- launin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Fyrir réttu ári féllu verðlaunin í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði en þá vom einnig tilnefnd verk- efnin Aldrei fór ég suður; Rokkhá- tíð alþýðunnar á fsafirði og Lista- hátíðin Á Seyði á Seyðisfirði. Þrír keppinautar um heiðurinn Þrjú verkefni em tilnefiid. Eitt þeirra er Jöklasýning á Höfn í Homafirði sem dómnefnd segir um: „Fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni, þar sem stefnt er saman fjölmörgum aðilum og stofnunum á sviði vísinda, menningar og ferðaþjónustu. Sýningin byggir á sérstöðu landsvæðisins og sögu þess, auk þess sem fremstu vís- inda- og háskólastofnanir lands- ins á þessu sviði koma að upp- byggingu hennar og framkvæmd." Annað verkefnið er Kóra- stefna við Mývatn: „Afar vandað tónlistarverkefni með mikilli þátttöku innlendra og erlendra Minnkandi aðsókn á kvikmyndir í Evrópu Aðsókn að evrópskum kvik- myndahúsum er að dragast sam- an. Skiptir þar litlu hvort kvik- myndir em evrópsk framleiðsla eða af bandarískum toga. Verstur er samdráttur í Þýskalandi en þar hefur aðsókn að kvikmyndahús- um dregist saman um fimmtung milli ára. Er það versta ár á þrettán ára tímabili. Á Spáni er samdráttur 15% og í Frakklandi 10%. Það em bara Danmörk og Stóra-Bretland sem standa nokkum veginn í stað. Og ísland. f Danmörku þakka menn ár- angurinn dönskum kvikmyndum sem eiga helming miðasölu. Þá er talið að betri kvikmyndahús eigi hlut að viðunandi aðsókn. Fjöldi danskra kvikmyndahúsa hefur verið endurnýjaður. Þá er dönsk kvikmyndahúsamenning sterk, fjöldi smærri klúbba er þar starf- andi og Kvikmyndaklúbburinn þar í landi sem selur afsláttarmiða á tilteknar kvikmyndir um land allt nýtur þar mikiila vinsælda. Kvikmyndahúsaeigendur og dreifingaraðilarkenna aukinni af- ritun kvikmynda af neti og útgáfu kvikmynda á diskum um þennan slaka árangur. Stórmyndir skil- uðu slökum aðgangstölum um alla álfuna í desember sem menn vonuðu að hefðu meira aðdrátt- arafl en raun bar vitni: stórmynd- ir eins og War of the World og King Kong reyndust fá minni að- sókn víðast en vonir stóðu til. Einu löndin sem sýna verulega aukningu í aðsókn eru fyrrum Sovétríkin: Rússland, Úlaaína, Kasakstan, Hvíta-Rússland, Moldóvía og Armem'a bæta við sig í aðsókn. 76,5 milljónir bíógesta 2004 risu upp í 92 milljónir 2005. WaroftheWorlds Paranojumynd Spiel- bergs floppaði. Hlutar af Jöklasýn- ingu Sýning þeirra Hornfirðinga er ein þriggja tilnefninga til Eyrarrósarinnar. kóra, auk þess sem tónlistarmenn úr nágrannasveitum taka þátt í því. Byggt á langri hefð í byggðar- laginu og framkvæmdin einkenn- ist af miklum metnaði og þraut- seigju. Gott samstarf við fjölda aðila á svæðinu og sívaxandi þátt- taka langt út fyrir það sýnir að verkefnið á mikla framtíð fyrir sér." Þriðja verkefnið sem kemur til álita er LungA - listahátíð ungs fólks, Austurlandi: Einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjöl- breytt dagskrá með þátttöku inn- Iendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Mynd- list, tónlist, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dag- skrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heimamanna og gesta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.