Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 23 Lífið getur oft reynt á. Vanda- mál hversdagsins verkað yfir- þyrmandi og óyfirstíganleg. Þegar frá líður getum við þó flest litið til baka og oft stekkur okk- ur bros yfir því hve mikið mál við gátum gert úr smámunum. í tilfelli Aiexöndru Aspar Snæ- björnsdóttur líður vandamálið ekki hjá. Hún var aðeins fjögurra ára þeg- ar hún var greind með ólæknandi sjúkdóm. Þessi vágestur er sjálfsof- næmissjúkdómur sem nefnist Lupus Erythematosus á latínu en á íslensku er heiti hans rauðir úlfar. Heitið vísar til þess að sjúkdómur- inn getur verið algerlega óútreikn- anlegur. Hann getur lagst á flest líf- færakerfi og vefi líkamans en oftast eru það húð, liðir, slímhimna og taugakerfi sem verða fyrir barðinu á honum, auk þess sem sjúklingarnir fá oft rauð útbrot í andlit sem sagt er að líkist úlfsbiti. Alexandra litla hef- ur fengið rauða úlfa á alla þá staði líkamans. „Hversu slæmt er hennar tilfelli?" „Ég bað lækninn um að vera al- veg hreinskilinn við mig áður en ég spurði hversu slæmt hennar tilfelli væri. Fékk þau svör að hennar tilfelli væri mjög slæmt," segir Sandra Ósk Eysteinsdóttir, móðir Alexöndru, þegar blaðamaður spyr um ástand litlu stúlkunnar. Mæðgumar hafa komið sér vel fyr- ir inni í stofu, tilbúnar að svara öllum þeim spumingum sem kunna að vakna í viðtalinu. Þeim þykir mikilægt að tala um veikindin á opinskáan hátt því mikil vanþekking ríkir í samfélag- inu gangvart rauðum úlfum enda um sjaldgæfan sjúkdóm að ræða. Eins og áður segir leggjast þessi vekindi misjafnlega á fólk og fer ástandið helst eftir því hvar sjúk- dómurinn lætur á sér kræla. Sumir geta lifað nokkuð eðlilegu lífi með sjúkdómnum. Sandra segir útlitið ekki bjart hjá dóttur sinni vegna þess hve sjúkdómurinn lagðist snemma þungt á hana. „Maður spyr sig oft að því hvern- ig liðirnir verði eiginlega af þessum síendurteknu bólgum eða líkaminn eftir allar lyfjainntökumar." Erfiðar aukaverkanir Sandra segir sjúkdóminn hafa uppgötvast árið 2004. „Alexandra fékk útbrot í andlitið en það var að- eins talið skordýrabit, sem gat alveg passað þar sem mikil sól hafði verið úti og skordýr á kreiki. Það var borið krem á hana og svona en ekkert lag- aðist. Þá var aftur farið með hana til læknis og þá átti skýringin að vera sú að hún væri með sólarexem og sama meðferð endurtók sig, án árangurs. Þegar ég fór með hana í þriðja skipti vöknuðu grunsemdir hjá lækninum um að þetta væri lúpus- sjúkdómurinn. Hann vildi samt ekk- ert gefa út á það, enda leggst sjúk- dómurinn nær aldrei á böm. Það tók langan tíma að fá almennilega greiningu á því hvað amaði að,“ seg- ir Sandra um upphaf veikindanna. Þegar réttur sjúkdómur var loks greindur var Alexandra orðin fár- veik, allir liðir líkama hennar vom stokkbólgnir, hún var lág í blóði og með hita. Eftir það hefur hún þurft að taka inn fjölda Iyfja. Aukaverkan- ir lyfja em alþekktar og hafa haft í för með sér að ónæmiskerfi litlu stúlkunnar er mjög bælt. Minnstu sár geta valdið sýkingum. Augnaráð segir allt sem segja þarf Verstu aukverkanimar segir Sandra þó fýlgja sterunum. „Þegar hún er á þeim sest allt utan á hana og það veit hún sjálf," segir Sandra út- skýrandi. Það er vissulega erfitt fyrir þær mæðgur að sætta sig við en verra segir Sandra þó að gh'ma við öll þau augnatillit sem ókunnugt fólk sendir þeim. „Það er eins og allir þurfi að fara að gefa góð ráð um mataræði þegar þeir sjá hana. Hún hafði verið lengi á sterum þegar ég fór með hana á sýn- inguna um Kalla á þakinu og ég sver; ég hefði getað hugsað mér að slá til margra mæðra sem þar vom komn- ar,“ segir Sandra reið. Bætir svo við að líklega hefði hún látið þær fá það óþvegið ef Alexandra hefði ekki verið við hliðina á henni. „Fólk þarf ekki endilega að segja eitthvað ljótt til að særa aðra; augna- ráð segir oftast allt sem segja þarf," bætir Sandra við og greinilegt er að upprifjunin á þessu skemmtilega barnaleikriti, sem flestir eiga góðar minningar um, vekja henni hrylling. Upplýsingar skortir Sandra starfar sem sjúkraliði og hafði reynslu af gigtarsjúkdómum, sem rauðu úlfarnir tilheyra, eftir að hafa unnið á gigtardeild. Hún hefur verið iðin við að afla sér upplýsinga sem gætu gagnast dóttur sinni en segir ýmislegt skorta í þeim efnum. „Þegar ég leitaði að upplýsingum á Netinu var bara verið að tala um lífslíkur og allt virkaði ömurlegt. Það er nær eingöngu fjallað um einkenni sjúkdómsins en fátt um framtíðina og hvemig hægt sé að auðvelda sér lífið með honum," segir Sandra en henni er mjög umhugað um að reyna að finna einhver ráð sem gætu komið dóttur hennar að notum. „Ég velti því til að mynda fyrir mér hvort það sé einhver matur sem gæti farið illa í hana eða annað sem hún áttar sig kannski ekki á sjálf vegna þess hvað hún er ung. Næst- um allt efni miðar að fullorðnum einstaklingum," segir Sandra til út- skýringar. Lítið er til af slíkum ráðlegging- um enda sjúkdómurinn óalgengur og fáir jafn Úla haldnir og Alexandra. Móðir hennar segir dóttur sína að- eins einu sinni hafa hitt aðra mann- eskju með rauða úlfa og sú lífs- reynsla hafi verið henni afar mikil- væg. „Það var eins og hún væri að hitta guð, henni þótti svo vænt um að hitta einhvem sem var í svipuðum spomm og hún," segir Sandra bros- andi og Alexandra litla kímir einnig feimnislega við upprifjunina. Framtíðin óljós Lítil kisa hefur bæst í hóp okkar inni í stofunni. Hún stekkur í fang Alexöndm og byrjar að mala hástöf- um. Það er greinÚegt að henni líður vel í fangi barnsins. Sjálf er Alex- andra eins og lítil móðir þar sem hún situr og gætir þess að kisa hafi það sem allra best. Við fullorðnu konurnar fylgjumst hugfangnar með barninu og við það vakna spuming- ar í tengslum við framtíð Alexöndm, hvort hún eigi eftir að fá að njóta móðurhlutverksins. Um það segist Sandra ekki viss og greinilegt er að þær vangaveltur taka mjög á hana. „Mín mesta gæfa í lífinu er að hafa fengið að eignast börnin mín tvö. Mér finnst skelfilegt til þess að hugsa að dóttir mín eigi kannski aldrei eftir að fá að njóta sömu gæfu," segir Sandra þungbúin. „Hún gæti ekki gengið með bam ef hún væri enn á þeim lyfjum sem hún þarf að taka í dag og ég sé ekki að hún gæti verið án þeirra. En nú er Alex- andra aðeins fimm ára og því langt í að hún fari að huga að bameignum," segir móðir henna og brosir. „Ég veit að það er ekki það versta sem gæti gerst en maður verður samt svohtið upptekinn af svona málum. Reynslan hefur þó kennt mér smám saman að velta mér ekki of mikið upp úr svona. Það gerir manni illt." Tökum bara einn dag í einu Sandra viðurkennir að hún hafi óttast um heilsu Bjarka sonar síns, sem nú er 16 mánaða, eftir að Alex- andra greindist með rauða úlfa. Sjúkdómurinn tengist erfðum og leggst oft hart á vissar fjölskyldur. Hvorki Sandra né maðurinn hennar kannast þó við slík tilfelli meðal sinna ættmenna. Það er því ekki að undra að foreldrarnir hafi einnig verið uggandi um heilsu litla drengsins. Sem betur fer hefur fjöl- skyldan fengið þau svör hjá læknum að það sé mjög ólíklegt að hann eigi einnig eftir að fá sjúkdóminn. Eins og gefur að skilja var erfitt fyrir for- eldrana að sinna litlu kornabarni jafiiframt því sem þeir þurftu að glíma við þá staðreynd að eldra barnið væri með erfiðan og ólækn- andi sjúkdóm. „Við tökum bara einn dag í einu og sem betur fer er Alexandra svo sterk og hress," segir Sandra og brosir. Kisustelpa Alexandra litla er afar móðurleg með kisuna slna. Sterk persóna Blaðamaður er orðinn dolfallinn yfir þessum fallegu og hugprúðu mæðgum sem sitja gegnt honum. Læðir því feimnislega spurningu út úr sér sem snýr að óttanum sem grípur fólk oft, jafnvel þótt það standi frammi fyrir mun smávægi- legri vandamálum en Alexandra lida glímir nú við. Eruð þið ekkert hræddar? „Auð- vitað, en samt, nei. Hún er svo sterk- ur persónuleiki. Alltaf sú hressasta í bænum," segir Sandra og lítur ást- úðlega á dóttur sína sem brosir á móti með hálfhuggandi svip. „Maður má ekki leyfa sér að verða hræddur. Það kemur samt fyr- ir að maður brotnar niður en um leið reynir maður að hugsa um að einhver lausn hljóti að verða fundin eftir nokkur ár. Ég býst ekki við því að það verði fundin lækning við sjúkdómnum en ég geri mér vonir um að það verði fundið eitthvert gott lyf sem getur haldið honum í skefjum." Sandra kveðst vera afar ánægð með barnalækninn sem hefur mest sinnt Alexöndru. Hann þekki sjúk- dóminn vel, ólíkt svo mörgum, en Sandra hefur jafnvel lent í því að hjúkrunarfræðingar hafi ekki hug- Orsakir rauðra úlfa: Orsakirnar eru óþekktar en talið er að nokkrir þættir geti verið að . verki. Talið er að erfðaþættir séu þar á meðal því í sumum fjölskyldum eða ættum er sjúkdómurinn algengari en hjá öðrum. Eins kemur sjúk- dómurinn oftar upp hjá eineggja tvíburum en tvíeggja. Umhverfið getur haft einhver áhrif. Útfjólubláir geislar sólar eða frá ljósalömpum geta aukið virkni sjúkdómsins sem og vissar tegundir lyfja. Kona sem er með bam á brjósti getur átt á hættu að sjúkdómurinn brjótist út. mynd um hvernig sjúkdómur rauðir úlfar séu, auk þess sem oft haldi fólk að það sé verið að rugla saman heit- um við rauða hunda, sem er allt annað fyrirbæri og meinlausara. „Læknirinn er mjög ánægður með hana því hún er svo sterkur persónuleiki og dugleg. Oft er hún mjög kvalin en hún reynir alltaf að harka það af sér," segir móðirin, stolt á svip. Bætir við að Alexöndru þyki til að mynda fátt skemmtilegra en að fara til tannlæknis. Þangað þarf lida skottan því miður of að fara þar sem tennur hennar eru við- kvæmar vegna veikndanna þótt ekki sé vitað hvort það stafi af lyfjunum eða sjúkdómnum. Alexandra þykist þó vita betur en móðir hennar og starfsmenn heil- brigðissviðs og segir blaðamanni hreinskilnislega frá því að hún þurfi að taka pillu sem láti tennurnar í henni skemmast. „Já, er það,“ segir móðir hennar og brosir yfir gáfu- mannslegri yfirlýsingu dóttur sinn- ar. Mikilvægt að tala opinskátt „Það er mikil fáfræði í kringum lúpus og erfitt að útskýra fyrir fólki hvers vegna hún er svona veik," seg- ir Sandra og útskýrir að lítið tjái að útskýra veikindi Alexöndru með því að segja hvaða sjúkdómi hún þjáist af þar sem fæstir hafi svo mikið sem heyrt fyrirbrigðið nefnt. Þar að auki leggist sjúkdómurinn svo misjafn- lega á fólk. Sumir geti lifað næsta eðlilegu lífi á meðan aðrir deyi fljót- lega eftir að þeir fá hann. „Þegar hún var hvað mest lasin fannst mér fólk í raun ekki kippa sér mikið upp við það eða átta sig á því hvað ástandið var slæmt. Það gera sér ekki allir grein fyrir því að þetta er sjúkdómur sem getur dregið fólk til dauða," segir Sandra. Vegna þessarar vanþekkingar á sjúkdómi dóttur hennar þykir henni mjög mikilvægt að tala opinskátt um hann. Meðal annars heldur hún úti heimasíðu þar sem hún ræðir veik- indi dóttur sinnar og bendir á grein- ar um hann. Sandra þakkar sínum sæla fyrir að Alexandra er á mjög góðum leik- skóla. Starfsfólkinu sé mjög umhug- að um líðan Alexöndru og meðal annars lesi deildarstjórinn heima- síðuna reglulega til að vera með á nótunum. Sjúkdómurinn fær ekki að stjórna lífinu „Við reynum að lifa mjög eðlilegu lífi þrátt fyrir veikindin," segir Sandra. Hún segist þó gera sér grein fyrir því að hún eigi ekki eftir að geta unnið fullt starf með móðurhlut- verkinu. „Oft er hún svo slæm að hún getur ekki mætt á leikskólann og oft þarf ég að sækja hana fyrr því hún hefur ekki sama þrek og hún hafði. Ég er samt svo lánsöm að ég þarf ekki að vera í fullu starf en vinn núna aðra hverja helgi og á mánu- dögum. „Við gerum samt flest það sem aðrar fjölskyldur geta. Sleppum því ekki að fara í sund þegar vel viðrar vegna þess hve miklar líkur eru á að hún verði lasin á eftir, heldur erum við bara í styttri tíma. Þetta fær ekki að stjóma lífi okkar." Sumarið erfitt Nú nálgast sumarið. Fyrir marga er það gleðiefni en hjá þeim mæðg- um vaknar kvíði þar sem hitinn og sólin sem þessúm árstíma fylgja em slæm fyrir sjúkdóm Alexöndm. „Ég er svolítið á nálum út af því. Hiti er góður fyrir liðina en ekki fyrir þenn- an sjúkdóm þannig að þetta er erfitt. í fyrrasumar fékk hún strax útbrot í apríl og varð mjög lasin í júlí og við búum á íslandi þar sem er ekkert sérlega heitt eða sólríkt. Þetta veldur því að maður verður oft aðeins of viðkvæmur og tekur öllu kvarti mjög alvarlega þótt þess þurfi ekki alltaf. Hún kvartar auðvitað eins og önnur böm þegar hana vantar athygli," segir Sandra og brosir til litíu kisu- stelpunnar í sófanum. „Hef ekki sætt mig við að eiga iangveikt barn" „Kannski er ástæðan fyrir því hve við vel ég hef tekið þessu sú að ég hef ekki enn sætt mig við að eiga langveikt barn. Ég er alltaf að bíða eftir að henni batni þó ég geri mér vitanlega grein fyrir staðreyndum málsins. Markmið okkar er alltaf að bíða eftir því að hún geti hætt á ster- um. Það er eins og við höfum sann- fært okkur um að þá sé allt batna þó við vitum innst inni að þannig er því ekki farið," segir Sandra hugsi. Hún segir þetta viðhorf hafa hjálpað þeim í baráttunni en óttast að Alexandra verði fyrir vonbrigðum þegar hún losnar loksins við sterana. „Hvers vegna hún?" Það er ekki annað hægt en að heillast af þessum fallegu mæðgum sem sitja þarna í stofunni, sallaró- legar og hamingjusamar þó lífið hafi vissulega fengið þeim þunga byrði. „Þetta má ekki stjóna okkur og mað- ur má ekki velta sér of mikið upp úr þessu þó vitanlega velti maður fyrir sér hves vegna hún, jafn saklaus og hún er þurfi að glíma við jafn mikla erfiðleika." Karen@dv.is s \ Rauðir úlfar: Sjúkdómurinn rauðir hund- ar (á ensku Systemic lupus erythematosus) tilheyrir sjálfsofnæmissjúkdómum. Sjúkdómurinn hefúr fylgt mannkyninu frá upphafi en nafnið er tilkomið þar sem út- brot sem sjúkdómnum fylgja þóttu minna á úlfabit. Tfðni: Rauðir úlfar er tiltölulega sjaldgæfur sjúkdómur. Sam- kvæmt rannsókn hér á landi á níunda áratugnum má telja að um 250 íslendingar séu veikir sem eru svipaðar tölur og í ná- grannalöndunum. í Bandaríkj- unum er sjúkdómurinn þrisvar sinnum algengari á meðal svertingja en hvítra. Þeir sem veikjast fá fyrstu einkenni í kringum 38 ára aldur. Rauðir hundar leggst mun frekar á konur en karlmenn. Einkenni: Sjúkdómurinn getur lagst á mörg líffærakerfi. Oft er erfitt að greina sjúkdóminn því öll einkennin koma sjaldast fram í einu. Dæmi er um að sjúklingar fái blettaskalla, hárlos, hvíta fingur í kulda og finna fyrir ein- kennum eins og þreym, hita og þyngdartapi. Einkennandi fyrir sjúkdómínn er að hann komi í köstum. Meðferð: Þótt einkenni sjúkdómsins komi í köstum eru rauðir úlfar langvarandi sjúkdómur sem krefst ævilangs eftirlits. Huga þarf að fyrirbyggjandi meðferð sem og meðferð við skyndilegri versnun. Áhersla er lögð á heil- brigðan lffstH, næga hvíld og reglulega hreyfingu. Lyfjamerð- ferð á vægum sjúkdómi fest í bólgueyðandi lyfjum án stera, sterameðferð og malaríulyfjum. Alvarlegur sjúkdómur er með- höndlaður með háskammta sterum og ónæmisbælandi lyij- um. Raimsóknir á öðrum að- ferðum meðferða eru í gangi. Batahorfur: Batahorfur hafa batnað verulega síðustu árin og áratug- ína. Um miðja sfðustu öld voru h'fslíkur í 5 ár um 50% en í lok aldarinnar 93% og fara batn- andi. í dag greinist sjúkdómur- inn fyrr, eftirlit er virkara og betri meðferðir bjóðast. Rauðlr úlfar og meöganga: Konur með sjúkdóminn sem eru á ónæmisbælandi meðferð ættu að forðast þungun. Sé sjúkdómurinn lítið virkur eru litlar líkur að hann hafi áhrif á meðgönguna. Mikilvægt er þó að leita læknis. Heimilidir: Gerður Gröndal drmed. sérfr. í lyf- og gigtarsjúkdómum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.