Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS2006 Fréttir DV Eiríkur Jónsson •Alþingismenn ern duglegir að stunda líkamsrækt í Laugum hjá Bjössa í World Class. Bjössi býður upp á tvær gerðir af búningsklefum og munar helmingi á verði kaupi menn árskort. Flestir alþingismannanna fara í lúxusklefann, enda vel studdir fjár- hagslega af Alþingi til líkamsþjálfunar, nema Einar K. Guð- finnsson sjávarút- vegsráðherra. Hann klæðir sig í og úr með almúganum og lætur sig ekki muna um... • Skemmústaöurinn Strawberrys í Lækjar- götu, kampavíns- og kokteilklúbbur þeirra sem vilja eyða pening- um, er kominn á skrið. Eigandi staðar- ins, AmórVikarAm- órsson, lenti þó í vandræðum með að ráða starfsfólk og greip til þess ráðs að ganga upp allan Laugaveginn og bjóða starfsfólki veitingahúsa þar vinnu. Allt kom þó fyrir ekki í góðær- inu miðju og endaði Amór á súfu- staðnum Bóhem á Grensásvegi þar sem nokkrir þjónar létu tdlleiðast. Ganga þeir nú um beina með kokteil- ana í Lækjargötu... •Krökkunum í fsak- sskóla er ekki í kot vísað þegar kemur að dagvistuninni. Þar em skólaliðar á heimsmælikvarða og ber fyrst að nefna fyrrverandi ungfrú Gvæjana. Þá starfa þar lfka Afii Sveinn Þórarinsson, fyrrverandi atvinnumað- ur í knattspymu, Sigurður Eggertsson, landsliðsmaður í handbolta og sonur Eggert Þorleifssonar leikara og síðast ------------- en ekki síst Bjössi trommari í Mínus. Það væsir ekki um -jpKfí.Ssp' krakkana í fsaksskóla ► á meðan þeir bíða eft- •Unnið er af kappi að sameiginfegu ffamboði Samfylking- arinnar og Framsókn- arflokksins í Reykja- nesbæ. Enn leita menn að frægum manni úr Reykjavík sem att gæti kappi við Ama Sigfússon bæjarstjóra en annað sætíð mun ff átekið fyrir Eystein Jónsson, bamabam og alnafna fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Eysteinn hefur að tmdafömu liðkað sig í pólitíldnni með því að vera aðstoðar- maður Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra... •Vetrarhátíð var sett með mikilli viðhöfn og látum á Austurvelli á föstudaginn. Sjón- varpað var beint á öll- um sjónvarpsstöðv- um og þess vel gætt að viðburðurinn færi ekki fram hjá neinum. öðruvísi fólki brá þó á laug- ardagskvöldið þegar það ætlaði að njóta Vetramætur í miðbæ Reykjavík- ur því ekkert var í boði. Að vísu var Megas í Hallgrímskirkju, samísk söng- kona í íslensku óperunni og svo Food & fún á öllum betri veitíngastöðum. En á götum útí sást ekld hræða... Alþjóðleg samtök þjóðþinga hafa birt úttekt sína á stöðu kvenna í þingheimi. Á heild- ina litið er fátt um konur á þjóðþingum heimsins, alls 16,7 prósent. Þeim fíölgar þó hægt og rólega, en enn er margt eftir ógert í þessum málum. Alls voru þingkosningar haldnar í 39 ríkjum í fyrra. í þremur kosninganna var engin kona kjörin á þing. Þingkonur Einn afhverjum fimm þingmönnum heimsins er kona. Hlutfall þingkvenna Rúanda Konur hafa aldrei verið fleiri á þjóðþingum heimsins. Þetta kem- ur fram í úttekt sem alþjóðleg samtök þjóðþinga gerðu á stöðu kvenna í þingheimi. Þrátt fyrir það eru konur aðeins 16,7 pró- sent þingmanna heimsins. Hæsta hlutfall kvenna á þingi er í Rú- anda. Almennt séð er hlutfall kvenna á þingum Norðurlanda mjög hátt, 40 prósent. í Miðausturlöndum eru þingkonur mun færri, um átta prósent. Anders Johnsson, fram- kvæmdastjóri alþjóð- legra samtaka þjóð- þinga „Greinilegt að konur eru alltof fáar á þjóðþing- um heimsins og d öðrum sviðum stjórnsýslunnar. “ „Um það bil helmingur jarðar- búa er kvenkyns, því er greinÚegt að konur eru alltof fáar á þjóðþingum heimsins og á öðrum sviðum stjórn- sýslunnar,“ segir Anders Johnsson framkvæmdastjóri alþjóðlegra sam- taka þjóðþinga. Hann segir það þó vera góðar fréttir að konum hafi fjölgað. Árið 1995 voru konur 11,3 prósent þingmanna. Árið 2004 voru 16,7 prósent þingmanna kvenkyns. Þeim er því að fjölga, þó það gerist hægt. í 39 löndum fóru fram kosn- ingar í fyrra. Konur komu betur út úr þeim en áður, voru fimmtungur kjörinna þingmanna. í Noregi voru 38 prósent þeirra sem kjörnir voru konur. En kosningarnar í Kyrgistan, Míkrónesíu og Sádi-Arabíu minntu heimsbyggðina á að enn er margt ógert í þessum málum. Engin kona Gloria Macapagal-Arroyo Ann- ar kvenforsetinn á Filippseyjum, eft- irtektarverð stjórnmálakona. var kjörin á þing í þessum þremur löndum. Norðurlöndin góð, arabalöndin slæm Anders Johnsson segir að mikið ójafnvægi sé á milli heimshluta. „Þetta er í raun ótrúlegt. Norður- löndin eru enn í fararbroddi í þess- um málum, með 40 prósent kven- kyns þingmenn. Arabaríkin koma verst út, með rétt um átta prósent. g** Það eru „Norðuríöndin eru enn i fararbroddi i þessum málum, með 40 prósent kvenkyns þingmenn." miklar framfarir frá því sem áður var, við megum ekki gíeyma því.“ Miklar framfarir hafa verið í Suð- ur-Ameríku í fjölgun kvenna á þing- um. Einna helst má nefna Hondúras. í fýrra voru konur 18 pró- sent þingmanna, en hefur nú fjölgað upp í 23 prósent. Kynjakvótar hafa verið teknir upp þar í landi, einnig í Argentínu, Bólivíu og Venesúela. Áður stríð, nú konur „í þeim löndum þar sem áður voru stríð hafa konur nú fengið betri aðgang að þingsætum. Þá er ég að tala um Afganistan, Búrúndí, írak og Líber- íu. Áður voru konur úti- lokaðar frá stjórnmálum í þessum löndum, en hafa nú sótt í sig veðrið og komist til valda,“ segir Johns- son. Einnig þótti það tíðind- um sæta að konur fengu kosninga- rétt í Kúveit. Johnsson segir það vera ákveð- inn sigur. Svíþjóð Noregur 37.9 Finnland 37.5 Danmörk 36.9 Holland Kúba Spánn Kosta Ríka Argentína M Mósambík Belgía Austurríki Island Suður-Afríka Nýja-Sjáland 32.2 Þýskaland 31.8 ©2006KRT Heimild: Inter-Parliamentary Union (IPU) Hðnnun: Isabel Sondergaard, Jutta Scheibe Nú eru 20 þjóðþing sem hafa 30 prósent hlutfall kvenna eða meira. Það hefur aldrei gerst áður. Lönd sem hafa komist á þann lista í fyrsta skipti eru Búrúndí, Andorra, Nýja- Sjáland og Tansanía. kjartan@dv.is I Frú Vigdís I Finnbogadóttir I Fyrsti kvenforseti I heimsins. Gro Harlem Brundtland Norskur kvenskörungur, póli- tíkus og læknir. Margaret Thatcher Var leiðtogi breska Ihaldsflokksins og náði frábærum ár- angri / Bretlandi. Hillary Clinton Vinsæl stjórn- mdlakona í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.