Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR I. MARS 2006 Menning DV Vel sagt Helga Soffia Einarsdóttir Hefur getið sér gott orð fyrir að þýða hinar vinsælu bækur um Kvenspæj- arastofuna. Vopnuð innsæí og klokindum Fimmta bók Alexanders McCall Smith um Kvenspæjarastofu núm- er eitt i Botsvana í Afríku er komin út hjá Máli og menningu. Bókin ber heitið Fullur skápur af líf! og sem fyrr er það Helga Soffia Ein- arsdóttir sem þýðir. Bækurnar um kvenspæjarastof- una hafa að geyma sjaldgæfa blöndu af spennu, gamansemi og mannúð. Þær fjalla um hina snjöllu Precious Ramotswe og samstarfskonu hennar sem leysa flókin mál í einkalífi og starfi. í þessari bók er Mma Ramotswe trúlofuð herra J.L.B. Matekoni. Hana er farið að lengja eftir bónorði en vill þó ekki beita unnusta sinn of mildum þrýstingi, enda hefur hann um margt annað að hugsa. Hann þarf að kljást við bifvélavirkja í Botsvana sem pretta viðskiptavini sína og koma óorði á stéttina. Á kvenspæjarastofúna kemur rík viðskiptakona á miðjum aldri sem getur ekki valið á milli vonbiðla sinna fjögurra. Mma Ramotswe fær það verkefni að kanna tilfinningar þeirra í garð konunnar og hver hæfi henni best - eða hvort þeir hafi einungis augastað á peningum hennar. Þetta er vissulega snúið verkefni en Ramotswe fer af stað vopnuð inn- sæi sínu og klókindum. Múlinn aftur í kvöld verða haldnir fýrstu tón- leikar Jazzklúbbsins Múlans á þessu ári. Múlinn mun áfram hafa aðsetur í Þjóðleikhúskjallaranum eins og í haust. Haldnir verða tólf tónleikar og að sögn að- standenda erdagskrá- in bæði metnaðarfúll og fjölbreytt. Múla- menn segja hana gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir ís- lenskt djasslíf. Múlinn er sam- starfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Jazzvakn- ingar og Heita pottsins. Fyrstu tónleikamir em ekki af verri endanum, þar sem Tríó Agn- ars Más Magnússonar ríður á vað- ið. Meðlimir tríósins em píanóleik- arinn Agnar Már Magnússon, bassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Scott McLemore trommuleikari. Þess má geta að bæði Agnar og Valdimar vom til- nefndir til fslensku tónlistarverð- launanna á síðasta ári. Tríóið mun leitast við að finna ókannaða og ferska fleti á sínum uppáhaldstón- smíðum. Alfir tónleikar Múlans hefjast kl. 21 og er þúsund króna aðgangs- eyrir. Tríó Agnars Más Magnússonar Ríður á vaðið / Múlanum í kvöld. Stórir skammtar af vöðvadýrkun, kvenfyrirlitningu, aulahúmor og vitleysu, er inntakið í dómi Þórunnar Hrefnu Sigurjónsdóttur sem las Biblíu fallega fólksins eftir Egil Gillzenegger. Vitleysan nær þó stundum að vera fyndin. Leyndarmál sætu strákanna Hjá Vöku-Helgafelli er komin út Biblía fallega fólksins eftir Egil Einarsson, betur þekktan sem Gillzenegger. Á kápu segir að í fyrsta sinn á íslandi komi út „al- hliða bók fyrir alvöru karlmenn". Ennfremur segir að Gillz „leggi línurnar fyrir metrómanninn"; þar sé alvöru umfjöllun um „gymmið", pottþétt ráð fyrir „kæj- ann“ og hvernig á að „tríta döm- urnar". Káputextinn gefur fyrir- heit um það sem koma skal. Egill og þeir sem skrifa netsíðuna kall- arnir.is og halda m.a úd sjón- varpsþætti, hafa komið sér upp sérstöku tungutaki, sem þó er ekki frumlegra en svo að yfirleitt eru það ensk orð sögð upp á ís- lensku (sbr."tanaður“ fyrir sól- brúnn o.s.frv.). Á þessu eru þó nokkrar frumlegar undantekning- ar. Biblía Schwartzeneggers Gillzenegger nefnir sig í höfuð- ið á vöðvatröllinu Arnold Schwartzenegger og því er senni- lega rökrétt að hann geri eins og fyrirmyndin og skrifi bók um hvernig má ná eftirsóknarverðu útliti. Goðið Arnold er höfundur bókarinnar The New Encyclopedia of Body Building, sem oftast er nefnd Biblía líkams- ræktarmannsins, og Gillzenegger leggur líka stærstan hluta Biblíu fallega fólksins undir skrif um æf- ingar, fæðubótarefni og slíkt. Þessir kaflar eru lítt skiljanlegir þeim sem ekki eru vanir að eyða flestum stundum í gymminu, en Egill „Gillzenegger" Einarsson Biblía fallega fólksins i Vaka Helgafell 2006 154 bls. Bókmenntir vafalaust gagnlegir hinum. Auðveldara var að ná því hvernig karlmenn eru flokkaðir í hnakka (G. og félaga) annars veg- ar og svokallaða trefla hins vegar. Samkvæmt Gillz eru treflarnir al- ger andstæða við metrómennina og hnakkana. Þeir vaxa ekki á sér bringuna, liggja ekki í ljósum, stunda ekki líkamsrækt. „Þeir hafa aldrei unnið, nema hjá bæ eða ríki. Eru líka alltaf að bíða eft- ir listamannalaununum..." segir Gillz. Flokkarnir eru enn fleiri, út- listanir á þeim all-ítarlegar og sér- stakir kaflar um hár, tónlist og sambýlinga. Þetta er oft skemmti- lega gert hjá Agli og ekki hægt annað en að flissa stundum upp- hátt við lesturinn. Strákaheimur Mér finnst sláandi líkindi með Biblíu fallega fólksins og Píkutorf- unni, sem kom út hjá Forlaginu fyrir nokkrum árum. Ehemm. Þá meina ég brotið, pappírinn og kápuna - ekki kápumyndina eða innihaldið. Raunar eru bækurnar skemmtilegar andstæður; Píku- torfan predikaði að stelpur ættu að ráða sér sjálfar, hin „sláandi" kápumynd var af konu með illa rakaða bikiniílínu og átti að sýna fram á að útlitið skipti ekki öllu máli. Gillzenegger er innilega ósammála því, enda „rosalega fal- legur" sjálfur og vill ekki sitja einn að fegrunarráðunum. í Biblíu fallega fólksins (sem ætti náttúrlega að heita Biblía fal- legu karlanna) er kvenkyns les- endum þó ekki gefin nein ráð. Nema ef til vill að læra að dást að strákunum, vera ýmist „dömur" sem þeir kunna að koma vel fram við, eða „ílát" sem þeir „losa í". Við lestur bókarinnar gefst okkur ílátunum þó gullið tækifæri til þess að komast að leyndarmálum fallegu karlanna og læra að meta þá. Eða eitthvað. „Kallarnir" eru framlengd út- gáfa af „strákunum" á Stöð tvö, ef litið er til þess að þeir lifa í stráka- heimi þar sem allt snýst um aula- húmor, uppnefni, svalheit og karlmannlegar áskoranir. Egill og félagar eru vissulega betur snyrtir en Auddi og Sveppi, en alveg sömu vitleysingarnir. Stjörnur Stundum er erfitt að dæma bækur. Þá á ég við að stundum stendur maður frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort maður dæmir bókina út frá því sem hún á að vera - eða dæmir hana út frá Lattu hundiað apaketti hafa ritvél og úr verður einn Shakespeare. Þtssi Slukespaerts «r CUlz. I'ótarinn I'otoTÍnsíon, rrettabladinu því sem manni finnst um hana. Best er ef manni tekst að blanda þessu tvennu saman, eins og ég ætla að gera núna. Gillzenegger hefur áreiðanlega tekist það sem hann ætlaði sér. Eg meina, hann tók sér bara frí frá einkaþjálfuninni í þrjár vikur og skrifaði lauflétta bók um lífsstíl sinn og húmor. Fyrir það fær hann eina stjörnu. Bókin er hins vegar fremur innihaldsrýr og end- urtekningasöm, en seinni stjörn- una fær Gillzenegger fyrir að hafa komið því gamla treflaíláti sem hér ritar til þess að skella stöku sinnum upp úr yfir vitleysunni. Þórunn Hrefna. iset'i1'; . , Nýhil-fólk tekur arabahatara á beinið Nýjasta „Af-bók" Nýhil útgáf- unnar „Af skopi" er á leiðinni í prentun. Fyrri Af-bækur hafa bor- ið heitin Af stríði, Af okkur og Af ljóðum, en allt eru þetta greina- söfn sem spegla samfélagsum- ræðuna hverju sinni. Ritstjórar Af skopi eru þeir Viðar Þorsteinsson, Haukur Már Helgason og Eiríkur Örn Norðdahl. Umfjöllunarefni greinanna er vitaskuld stóra skopmyndamálið og ýmsar tilhneigingar sem það hefur vakið í umræðu á Vestur- löndum. Aðspurður segir Viðar Þorsteinsson, einn ritstjóranna að það sé uggur meðal margra sem hann þekkir yfir viðbrögðum ákveðinna hópa á Vesturlöndum. Þeir hafi áhyggjur af því hvernig verið er að skipta heiminum í „Okkur" og „þá“. Kannski séu lyk- ilorðin ættuð frá Jesú, það er auð- velt að sjá flísina í auga náungans, en ekki bjálkann í eigin auga. „Hei, þetta er frjálst land!" Töluverða athygli vakti aðsend grein Hauks Más Helgasonar í Fréttablaðinu fyrir nokkru, þar sem hann gagnrýndi m.a. Egil Helgason fyrir málflutning af þessu tagi. „Mjög margt fólk hefur van- þroskaðan skilning á því hvað felst í tjáningarfrelsi - eða það hatar araba, annað hvort," segir Viðar. „Það er undarlegt að heyra fullorðið fólk tala eins og vand- ræðaunglinga sem eru nýbúnir að berja á einhverjum: „Hei, þetta er frjálst land!" Fólk verður tekið á beinið fyrir svona hugsanagang," segir Viðar. Þau sem skrifa greinar í þetta nýjasta safn Nýhils eru auk rit- stjóranna m.a. Guðbergur Bergs- son, Óttar M. Norðfjörð, Pétur Pétursson og Katla Isaksdóttir Mynd- skreytingar verða í höndum Hugleiks Dagssonar og Lóu. Viðar Þor- steinsson Einn ritstjóra nýjustu Af-bókarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.