Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 Sport DV somu Ronaldinho Skoraði stórglæsi- legtmarkgegn Chelsea i gaer og grét nánast af gleði. DV-mynd Reuters Messi meiddist Hinn ungiLionel ** .. '_.jsnemmaaf Messi þurfti að fara velli vegna meiðsla. Hér faðmar knattspyrnustjórinn stráksa er hann kemur afvelli. DV-mynd Reuters Klúður en áfram Diego Forlan tókst ekki að skora í gær en Villarreal komstsamt áfram íljórðungsúrslit á kostnað Celtic. Nordic Photos/AFP MEISTARADEILDIN Brasilíumaðurinn Ronaldinho sýndi og sannaði af hverju hann er besti knattspyrnumaður heims er Barcelona og Chelsea mættust í gær. Leikurinn var í járnum allan tímann þar til Brasilíumaður- inn snjalli tók sig til og fór framhjá þremur varnarmönnum Chel- sea og skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti. Börsungar hefndu því ófaranna frá því í fyrra og eru komnir í fjórðungsúrslit. Ekki bestur að ástæðulausu Fjögur lið sem öll unnu sínar deildarkeppnir síðastliðið vor áttu möguleika að falla úr leik í Meistaradeild Evrópu þegar síðari um- ferð 16 liða úrslita hófst í gærkvöldi. Svo fór að þrjú þeirra þurftu að sitja eftir, Englandsmeistarar Chelsea, Skotlandsmeistarar Rangers og Ítalíumeistarar Juventus. Leikur Barcelona og Chelsea var spennuhlaðinn þó svo að Börsungar hafi staðið með páimann í höndunum eftir sigur í fyrri leiknum sem fór fram í Englandi. Leikmenn Chelsea þurftu að halda hreinu í leiknum auk þess að skora tvö mörk. Voru þá góð ráð dýr. Stuðningsmenn Eiðs Smára urðu fyrir talsverðum vonbrigðum þegar þeir sáu að hann var ekki í byrjunarliði Chelsea, enda um einn af allra stærstu leikjum ársins að ræða. Jose Mourin- ho, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að breyta frá vanalegri liðsuppstill- ingu sinni og setti Frank Lampard við hlið Claude Makalele aftarlega á miðj- una og Arjen Robben fyrir framan þá. Joe Cole og Damien Duff voru á könt- unum og Didier Drogba frammi. Messi meiddist Þar sem Asier Del Homo var í banni fékk William Gallas það erfiða hlutverk að gæta hins unga Lionel Messi sem var í sviðsljósinu í fyrri leiknum vegna áðurgreinds rauðs spjalds. En sem betur fer fyrir hann neyddist Messi að fara af velli strax á 24. mínútu vegna meiðsla. Fram að því höfðu Börsungar verið mun meira með boltann án þess þó að skapa sér nein hættuleg færi. Varnar- menn Chelsea voru afar vel með á nótunum og létu ekki blekkjast af þeim brögðum sem Ronaldinho sýndi þeim. Hælspörkin voru ef til vill falleg en þau bám lítinn árangur. Hálffæri Eftir að Messi fór út af hægðist nokkuð um en Chelsea gerði hvað þeir gátu til að halda sínu og náðu meira að segja að skapa sér nokkur hálffæri. Bestu færi þeirra vom tveir skallar, frá Drogba og Cole, sem lenti þó í örugg- um greipum Valdes annars vegar og fór naumlega yfir slána í síðari tilvik- inu. Börsungar voru þó klárlega sterkari í fyrri hálfleik og áttu margar góðar sóknir sem skiluðu þó hættulitlum færum. Börsungar gátu huggað sig við það að mega tapa með einu marki en vildu þó klárlega klára Chelsea með stæl. Eiður inn á Leikmönnum Chelsea gekk lítið betur að sækja í upphafi síðari hálf- leiks og gátu þeir lítið annað gert en að senda háa bolta fram á völlinn og vona það besta. Samuel Eto’o átti gott skot að marki Chelsea á 59. mínútu en Petr Cech varði vel. Á mínútu komu þeir Hernan Crespo og Eiður Smári inn á fyrir þá Drogba og Duff og var það því þeirra Mutverk að snúa þessum erfiða leik Englandsmeistur unum í hag. Crespo var ekki lengi að láta að sér kveða og var klaufi að stýra boltan- um ekki í markið eftir góða fyrirgjöf Joe Cole. Töfrataktar Ron- aldinho En það skiptir litlu máli hver andstæðingur- inn er þegar Ronaldinho nær sínu besta fram. Það gerði hann á 78. mínútu þegar hann prjónaði sig í gegnum þrjá vamarmenn Chelsea og skilaði boltanum í markið með föstu skoti. Þar með var sigurinn tryggður enda ógerlegt að skora tvö mörk gegn Börsungum á tíu mínút- um, sérstaklega á troðfullum Nou Camp. Frank Lampard tókst reyndar að jafna metin á lokamínútu leiksins eftir að Markus Merk, annars góður dómari leiksins, ákvað að gefa Englandsmeisturunum víti í sárabætur. En nær komust þeir ekki og var leikurinn flautaður af fljótlega eftir að miðjan var tekin. eirikurst<s>dv.is Úrslitin í gær arcelona-Chelsea 1-1 llarreal-Ranaers 1-1 uventus-Bremen 2-1 Jíiventus kornst éfrerr■ velli, 4-4. c mörkum skoruSum í úti-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.