Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 39 Spurning dagsins Horfðir þú á Óskarinn? Vinnandi kona „Nei, en ég hefáhuga á þessari hátíð. Hún er um miðja nótt. Ég er vinnandi kona og get ekki vak- að eftir svona." Efemía Gísladóttir sérkennari. „Nei, ég horfði ekki á hana.Ég varað horfa á annað." Unnur Hjart- ardóttir nemi. Nei, ég hefekki áhuga á svona lög- uðu." Eggert Jóns- son nemi. nennti ekki að horfa á þetta." Vigdís Eir Jónsdóttir nemt. Nei, hef engan áhuga þessu." Gunnar Ingi- marsson ellilíf- eyrisþegi. Aðfaranótt mánudags fór óskarsverðlaunaahendingin fram. Þetta var í 78. skiptið sem verðlaunin voru veitt. Netið gerir menn frjálsa Birting tölvubréfa milli Jónínu Bene- diktsdóttur og Styrm- is Gunnars- sonar á netinu er gott dæmi um, að úrelt er orð- ið að elta hefð- bundna fjölmiðla. Ef þeir segja okkur ekki fréttir; ef þeir telja, að oft megi satt kyrrt liggja, kemur bara annar aðili og skýtur sannleikanum á netið. Þannig dreifast til dæmis gögn, sem félagslegum rétttrúnaði þykir óviðurkvæmileg. Því meira sem fjölmiðlar eru bundnir á bás, þeim mun meira tekur netið að sér það hlutverk að gera menn frjálsa. Megin- atriði málsins er, að kerfið getur ekki lengur tryggt klisjuna, að oft megi satt kyrrt liggja. áfSSSi, svonefndir pappa- rassar hafi valdið dauða Díönu prins- essu í Pont d’Alma veg- göngunum í París 1997. Þeir voru hins vegar sýknað- ir í réttarhöldum. Henri Paul, öku- maður bílsins, var mjög drukkinn. Ökulagið á bílnum fyrir slysið var undar- legt. Er menn efast um þá opin- beru skýringu, að ölv- un við akstur hafi valdið slysinu, hafa þeir aðeins hald- reipi í því, að eftir- litsmyndavélar í göngunum virkuðu ekki, þegar bíllinn fór um göngin, þótt þær hafi virkað nokkru áður. Sú staðreynd bend- ir hins vegar ekki til sektar hjá papparössum. Góðærið er ekta Velgengni fólks er ekta. Vanskil hafa lækkað undanfarin ár, hjá almenningi úr 2,65% í árslok 2004 niður í 1% í árslok 2005. Þetta þýðir, að nánast óheftur aðgangur að lánsfé leiðir ekki til neinnar yfirkeyrslu í lántök- um. Allur þorri fólks lifir ekki um efni fram. Margir safna skuldum, af því að það er svo auðvelt, en þeir virðast hafa efni á að reka skuldirnar, þótt ótrú- legt megi virðast. Eftir þessu að dæma er uppsveiflan í þjóðfé- laginu eðlileg og ekki mikil hætta á fjöldagjald- þrotum fólks á næstunni. Mér létti satt að segja, þegar ég sá þessar tölur. Papparassar saklausir Margir telja, að Mannréttindi í skralli Hernám íraks hefur ekki bætt mannrétt- indi í írak, segir Amnesty. Saddam Hussein þótti vond- ur, en hernámsliðið er líka haldið illum anda. Það heldur 14.000 manns í fangelsum án dóms og laga. Við höfum séð ljósmyndir úr Abu Gharib, einu þeirra. Pyndingar bandaríslca hersins hafa verið slæm forskrift fyrir innlenda herinn og lögregluna, sem stunda pynding- ar og manndráp í sínum fangels- um. Ástandið í landinu er því í stórum dráttum verra en það var hjá Saddam Hussein. Hjá honum virkuðu líka rafmagns- og vatns- leiðslur, sem þær gera alls ekki núna. Jónas Kristjánsson skrifar á jonas.is Didda skorar á nýjan heilbrigðisráðherra að ímynda sér ömmu sína og afa I starfi sínu. X er nefnilea /f / ronunað afir \ &ora dregur " fiunmeðsérí / k langdreginn / fangó.“ X 0 UBíj úms íjjJíiif Ég vona að sem flestir verði aldraðir, allavega sýnist mér að flesta langi til þess, annars væri ekki allt þetta hopp og hí með mataræði og hreyfingu. Ég vona lika að sem flestir þingmenn verði aldrað- ir, þá geta þeir þakkað sér sjálfum síðar meir hvernig fer um þá síðustu ævidagana. í góðri bók rak ég augun í að til þess að ná hárri elli, þá þurfa að vera samspilandi nokkrir þættir: erfðir, heppni og skynsamlegur lifnaður. Erfðirnar getur maður best skoðað í öfum sínum og ömmum, hafi þau náð háum aldri, þá eru líkurnar á því að maður sjálfur takist á við elli kerlingu töluvert meiri. Heppnin í lífinu er að lifa af, ofbeldi, smitsjúkdóma og slys, eitthvað sem sjaldan ef nokkurn tímann gerir boð á undan sér. Skyn samlegur lifnaður er sjálfsagt það að éta aldrei yfir sig og þá aldrei stærri skammt en þriðja af því sem mann langar í og aldrei hvort sem er um að ræða hug eða hönd. Maðurinn virðist vera hálfgert bland í poka hvað varðar þetta þrennt, enginn eins og flestir öðruvísi en maður sjálfur. öll eigum við það sameignlegt að vilja lifa sem lengst, þrátt fyrir að ýmislegt í fari okkar og arti bókstaflega stafi fyrir okkur endalokin. Ættgengir gallar skjóta upp kollinum, frumuskiptingin í l£k- amanum getur tekið upp á hinu og þessu, hormónar og litningar þar og mað- ur veit ekki hvað og hvað breyta sér samt og þú situr uppi með sjúkdóm sem þú taldir þig hafa gert allt tfl að forðast, en samt, þá var hann bara til staðar í skrokknum á þér allan tímann, alveg síðan gemaður þinn varð, en gat tek- ið sig upp af því að aðstæðurnar voru hagkvæmar vexti þess og framgöngu. Við lifum lengur, jú, það er rétt, en við erum líka leng- ur gömul. Heilbrigð hrörnun er læknuð og dómsdegi forðað um sinn, en samt aldrei alveg, því það er bara eitthvað í skrokknum á okkur sem eyðir okkur sjálfum og hefur aðeins því hlutverki að gegna. Ellin er nefnileg römm að afli, hún hrukkar þig þrátt íyrir öll krem, hún hægir á þér þrátt fyrir alla þessa hreyfingu, hún sigrar alltaf, suma snöggt og snarplega, aðra dregur hún með sér í langdreginn tangó. Líkurnar á að átta ára barn sem býr í þróuðu landi upplifi ekki næsta afmælis- dag sinn eru 1 á móti 5000, hins vegar eru hlutföllin 1 á móti 20 sértu kominn um áttrætt. Þess vegna langar mig að óska henni Siv til lukku í starfi sínu sem heilbrigðisráðherra, og minni hana bara á að ímynda sér alla aldraða sem ömmur sínar og afa og gera þeim eins og þau eiga skilið, að njóta virðingar þó veik séu, að þau haldi reisn sinni þó þau séu riðandi á fótunum og að þau geti litið til baka og verið stolt af að koma okkur hinum yngri hingað sem við erum. j a.lla.r i Didda FRÍTTASlW'OV SEFUR ALDREI Viðtökum vlð fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er $r-*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.