Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Qupperneq 43
Helgarblað UV LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 43 bræðurnir hvor á sínu hljómborð- inu, rythmasveitin er drifin áfram af þeim Axel Riel og Niels Henn- ing, gestirnir eru blakkir: blásarinn Ben Webster, sem hafði þá búið um nokkurt skeið í Danmörku og lést skömmu eftir upptökur plöt- unnar, og stór kvennakór sem fór um Höfn og söng með í þremur lögum. Babylon var illa tekið. Hún markaði líka endalok samstarfs Savage Rose og stærri plötuútgef- enda. Þau skiluðu einni plötu til Polidor 1973 sem ber táknrænt nafn: Wild Child. Alþýðuiistamenn Langt hlé á hljóðritunum gekk í hönd. Næsta plata þeirra kom ekki út fyrr en 1978. Útgefendur voru andstöðufor- lögin Mai, Nexo og Rosen. Þessi ár eru kölluð neðanjarðarárin í þeirra sögu: Áhuginn fór að snúast meira um gleymda andstöðutónlist. Þau tóku upp akústísk hljóðfæri, hættu að spila rafmagnaða tónlist, Thomas tók nikkuna meira í notk- un og allur blærinn á ferli þeirra þessi ár minnir mest á þjóðlaga- hreyfinguna sem var á þessum árum að mestu horfin. Það er þó í þennan tíma sem þau koma fram í dagsljósið marg- oft sem virkir kraftar í allskyns fundum og sámkomum sem bar- áttufólk. Hjá þeim blandast saman líf og list, stjórnmál og einkalíf: De kan ikke slá os ihjel varð fleygt lag á þessum árum til varnar fríríkinu Kristjaníu og það er til marks um þá almennu viðurkenningu sem þau nutu að Thomasi var falið að semja lag til minningar um hund- rað ára afmæli fótbolta í Dan- mörku: Stjerneskud er annað og meira en hvatningarsöngur fyrir þann sem tekur boltann og skýtur - það er hylling til lífsins, leiksins, og er talið með sígildum sönglög- um dönskum. Tveggja heima Þau hjón tóku sér langt hlé frá hljóðritunum frá 1990 til 1995 og voru þá komin til Silver Lake í Los Angeles þar sem þau hljóðrituðu safn laga sinna frá fyrri tíð: Black Angel. í kjölfar þess fluttu þau sig um set og dvöldu jöfnum höndum í Los Angeles, á Púertó Ríkó og höfðu nýverið keypt sér hús í sumarbústaðahverfi sunnan við Kaupmannahöfn í gömlum Kolonihave. Þá voru þau aftur farin að ferð- ast reglulega til Danmerkur og sópuðu að sér áhorfendum í tug- um þúsunda hvenær sem þau voru á ferðinni með stórhljóm- sveit sína. Þar í landi eru þau ekki síst tákn fyrir baráttu gegn stríði og valdsmennsku af hvaða tagi sem er. Voru aktíf í mótmælum gegn Iraksstríðinu undir það síð- asta. Tónleikaplatan Are you ready kom út 2003, en frá 1998 höfðu þau sent frá sér þrjú lagasöfn sem eru að mestu spiluð af Thomasi í þungum vef margvíslegra hljóð- færa. Thomas hafði nýlokið við einleiksdisk sem mun væntanlega koma út á þessu ári og í bígerð var tónleikaferð um Danmörku í haust Savage Rose var eina norræna bandið sem náði viðurkenningu vest- an hafs fyrir daga Abba. Þau eru eitt affáum nor- rænum böndum sem hafa virðingarsess í dæg- urlagamenningu vestan hafs og er oft til þeirra vitnað í yfirlitsverkum um merkustu bönd síðari hluta aldarinnar. Thomas Koppel á Hróarskelduhátíðinni 2002 og frágangur á nýjum hljóðritun- um í nafni sveitarinnar. Eitt af fáum norrænum böndum Savage Rose var eina norræna bandið sem náði viðurkenningu vestan hafs fyrir daga Abba. Þau eru eitt af fáum norrænum bönd- um sem hafa virðingarsess í dæg- urlagamenningu vestan hafs og er oft til þeirra vitnað í yfirlitsverkum um merkustu bönd síðari hluta aldarinnar. Jafnframt störfum í Savage Rose vann Thomas Koppel verk fyrir stærri hljómsveitir eins og Visions Fugitive fyrir píanó og hljómsveit, Sinfóníu fyrir börn götunnar og Trúðinn frá Sarajevo. Hann samdi balletttónlist fyrir skautasvellið í Tívolí eftir sögunni um Nýju fötin keisarans, sinfón- ískt verk, Mass for a Case og leik- hústónlist af ýmsu tagi og vann við kvikmyndir. Mynd:Polfoto Listamaður þjóðar sinnar Honum var sýndur ýmis heiður af dönskum sjóðum og þau hjón voru bæði tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs, hvort þeirra sitt árið. Koppel var heiðraður með ævilaunum úr danska Listasjóðn- um 1998. Verk Savage Rose voru talin til helstu menningarverð- mæta dönsku þjóðarinnar á um- deildum lista danska mennta- málaráðuneytisins í haust - sem Thomas og Annisette, rétt eins og Kim Larsen, mótmæltu harðlega. Það er til marks um stöðu hans að báðar rásir danska ríkissjónvarps- ins helguðu honum heila kvöld- dagskrá í vikunni eftir andlát hans. Annisette hefur lýst yfir að haldið verði áfram: Einleiksdiskur Thomasar kemur út innan skamms. Hún ætlar að klára nýja plötu í nafni bandsins og ætlar ekki að víkja frá áætlunum um stóra hljómleikaför um Danmörku í haust. í dag hverfur Thomas Koppel til Thomas Koppel á fyrstu árum Savage Rose Mynd: Polffoto jarðarinnar sem ól hann og hann hafði svo mikla trú á að gæti rúm- að okkur öll. Og himnarnir munu opnast fyrir þessum mikla mann- vini og listamanni. pbb@dv.is Vefir með efni um þau hjón eru margir: Savagerose.com og thomaskoppel.corH* eru helstir. Þar má nálgast verk þeirra í hljóðritunum. Black Angel Safnplata þeirra hjóna frá 1995 þar sem þau endurunnu nokkur helstu lög sín íLos Angeles. Babýlon Meistaraverk þeirra bræðra frá 1972 þar sem kafað er I gospel-hefðina. Niels Henn- ing Örsted Pedersen og Ben Websterléku á henni. Dödens Triumph Balletttónlist samin við dans Flemmings Flindt 1970. Mest sótti ballett I sögu Konunglega danska ballettsiris meðyfir tvö hundruð sýnmg■ | ar. Platan kom út tveimurarum siðar. Annisette Á sviði 2003. X
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.