Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 12
72 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 Fréttir JDV 300 bleikar töflur Lögreglan á Sel- fossi stoppaði bifreið aðfaranótt laugardags- ins vegna gruns um að fflcni- efrú væru í bifreiðinni. Sam- kvæmt lögreglunni komu í leitimar 300 bleikar töflur sem eru gjaman nefndar „tælenski bolinn". Er um að ræða hormónalyf sem íþróttamenn og vaxtarrækt- armenn nota til að ná betri árangri. Lyfjaheitið er Di- anobol og er þetta lyf gjam- an ffamleitt í Tælandi. Lyfið er ólöglegt á íslandi og tók lögreglan töflumar í sína vörslu. Bflastæði undir kirkju Byggja á bílastæðakjall- ara undir safitaðarheimili Kópavogskirkju. Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjar- verkfræðingnum og bæjar- lögmanninum að ganga til samninga við byggingar- nefnd safhaðarheimilisins um framkvæmd og kostnað- arskiptingu við verkið. Bíla- stæðahúsið er sagt.munu ekki aðeins nýtast kirkju- gestum heldur einnig þeim sem em á nærliggjandi svæði. „Mér er efst í huga að núna 26. mars ætlum við að halda upp á að Setfosskirkja verður 50 ára," segir Séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi.„Kirkjan var vígö á Pálmasunnudag áriö 1956, sem þá bar upp á 25. mars, en viðætl- ■mmmi Landsíminn halda upp á daginn með tiðasöng sem stenduryfirallan daginn og bjóðum gestum upp á kaffiveitingar. Hér á Selfossi er prýðileg kirkjusókn en það er mikill uppgangur i bænum og byggt gríðarlega mikið. Ég held að íbúar séu að veröa um það bil sex þúsund og það fjölgar hér stöðugt enda gott að búa á Selfossi." Halldór Eggertsson. ellilífeyrisþegi sem býr i þjónustuíbúð fyrir aldraða á Lindar- götu, hefur í fimm ár greitt þjónustugjald án þess að fá að vita í hvað peningarnir fara. Halldór greiðir leigu og í hússjóð. Hann segist hafa reynt í þrjá mánuði að fá skýringar á þjónustugjaldinu upp á 6.700 krónur á mánuði en án árangurs. Halldór segir að eldri borgarar séu hafðir að féþúfu og hefur leitað til lögfræðings. EHri bopgarap hafðir aö febúfn Halldór Eggertsson er búinn að greiða rúmlega 400 þúsund krónur í þjónustugjöld á fímm árum sem hann hefur ekki hug- mynd um í hvað fara. Lögfræðingur Halldórs, Magnús B. Brynj- ólfsson, sendi bréf til Talsmanns neytenda, Félagsbústaða hf., sem sér um innheimtu svokallaðra þjónustugjalda, og til Vel- ferðarþjónustu Reykjavíkurborgar en fær engin svör. Segir Magnús að enginn vilji gangast við króganum og allir kippi að sér hendinni þegar að þessu þjónustugjaldi kemur. „Þetta er brot á stjórnarskránni að neyða fólk til að borga fyrir þjónustu sem það vill ekki og í mínu tilfelli fær ekki," segir Halldór Eggertsson, ellilífeyrisþegi sem býr í þjónustuíbúðum aldraðra á Lind- argötu. Halldór segir að honum fmnist eldri borgarar vera hafðir að féþúfu og að það sé skammarlegt að hafa af fólki peninga sem það veit ekki í hvað fer, sérstaklega í Ijósi þess að gamla fólkið sem er bara með sinn ellilífeyri hafi ekki úr miklu að moða. Hafður að fífli „Ég skammast mín fyrir að hafa greitt þetta gjald öll þessi ár án þess að gera athugasemd við það og mér finnst ég hafa verið hafður að fífli," segir Halldór. Hann segir að með því að greiða í hússjóð sé hann að borga fyrir þá þjónustu sem hann fæ, eins og rafmagn og hita, ræstingu á sameign, sorp- hirðu og fleira. Auk þessa segir Halldór að hann fái enga aðra þjónustu og því skilur hann ekki til hvers hann þarf að borga 6.700 krónur á mánuði í þjónustugjald fyrir þjónustu sem hann fær ekki. Fleiri óánægðir Halldór segir að allir þeir sem búa í þessum þjónustuíbúðum á Lindargötunni greiði þetta sama gjald og þeir sem hann hefur tal- að við eru einnig óá- nægðir með Magnús B. Brynjólfs- son Lögfræðingur Hall- dórs segir að enginn kannist við krógann. „Ég skammast mín fyrír að hafa greitt þetta gjald öll þessi ár án þess að gera at- hugasemd." þessar greiðslur því enginn virðist fá neinar skýringar á því í hvað þetta gjald fer. „Ég tók þá ákvörðun að fara með málið til lögfræðings þegar ég var orðinn þreyttur á að spyrja marga starfsmenn félags- þjónustunnar um þetta gjald og enginn gat svarað mér um það hvað ég væri að borga," segir Hall- dór. Enginn kannast við krógann „Það vill enginn kannast við þennan króga og ég spyr: Hvers konar gegnsæi er þetta hjá Reykja- víkurborg að ekki sé hægt að fá upp á yfirborðið hvað þessi þjónustu- gjöld fara í?" segir Magnús B. Brynj- ólfsson, lögfræðingur Halldórs. Magnús segir að hann hafi sent bréf til Félagsbústaða hf., sem sér um innheimtu þjónustugjaldanna, þann 8. desember og fengið svar frá Birgi Ottóssyni, yflrmanni þjónustu- sviðs Félagsbústaða hf. Engin svör fást I svari Birgis kemur fram að hann hafi áframsent þessa fyrirspurn um þjónustugjöldin til Ellýjar Þorsteins- dóttur, skrifstofustjóra Velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar, þar sem þetta mál sé Félagsbústöðum óvið- komandi og að Ellý muni senda greinargóð svör varðandi þjónustu- gjöldin. Ellý sendi lögfræðingi Halldórs svar þann 4. janúar. í svarbréfinu stendur: „...verið er að afla þessara upplýsinga og mun svar sent eins fjótt og unnt er“. Enn hefur Magnús ekki fengið neitt bréf tveimur mánuðum seinna. Málið snertir marga „Þetta eru margar íbúðir sem um ræðir og snertir því marga leigj- endur," segir Magnús, lögfræðing- ur Halldórs. Magnús segir að Halldór sé bú- inn að vinna óeigingjarnt starf fyrir fjölda fólks eingöngu af hugsjón og það sé aðdáunarvert að hann gefist ekki upp í réttindabaráttu eldri borgara. DV hringdi í Félagsbústaði hf., Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Þjónustu- og rekstrarsvið Reykja- víkurborgar en enginn af þeim sem DV talaði við virtist geta gefið svör um það hvað felst í þessum þjón- ustugjöldum. Orð lögfræðings Halldórs virð- ast því standa, að enginn kannist við krógann heldur bendir hver á annan. jakobina@dv.is Kztamik fyrir alla Fyrsta listaverkid 'í&wwr:' ■ Látið krílið stímpla handar-/fótafarið á disk, bolla.... Tilvalin gjöf handa ömmu og afa. Keramik fyrir alla sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Bók Baldurs Þórhallssonar kostar um tíu þúsund krónur Græðir ekki á bókaskrifum „Ég neita því ekki að þetta séu dýrar bækur," segir Baldur Þórhalls- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Fjölmargir nem- endur hans í stjórnmálafræði hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna verðlagningar þeirrar bókar sem Baldur ritstýrir og kennir í áföngum sínum. Bókin heitir The Role Small States in the European Union og er meðal skyldules- efnis þeirra námskeiða sem Baldur sjálfur heldur. Hann segir þess misskilnings gæta hjá nemendum sínum að þeir verði að kaupa bókina. „Ég hef alltaf hvatt nem- endur mína til að lesa þessar bækur á bókasafninu því græði ekkert á að selja bókina, því miður," segir Baldur kíminn. „Ég kenni þessi námskeið á ensku í skólanum og hef tekið eftir að erlendu skiptinemarn- ir kaupa bækurnar aldrei, heldur lesa þær bara á bókasafninu. Svo fá þeir nánast undantekningarlaust hærri einkxmnir að meðaltali en íslensku stúdentarnir." Baldur segist eigi að síð- ur gleðjast yfir því að ein- hver nenni að kaupi bæk- umar sem hann hefur lagt mikla vinnu í. Baldur Þórhallsson bókina sem hann skrifaði ekki skyldueign. 10 metra strýtur er að finna í Eyjafirði Nature fjallar um hverasvæði í Eyjafirði í febrúarhefti hins virta vísinda- rits Nature er sagt frá hverastrýtum sem fundust í Eyjafirði árið 2004. í greininni er viðtal við tvo íslenska vísindamenn, Bjarna Gautason og Hreiðar Valtýsson. Bjarni segir mikl- ar rannsóknir standa yfir á svæðinu. Vísindamenn hafa tekið eftir að mikil fiskgengd er á svæðinu og að kræklingar og þömngar virðast þríf- ast vel í kringum strýturnar. Óvíst er þó hvort samband sé á milli hitans sem streymir frá hverunum og fjöl- breytts lífs á svæðinu, en það sé í rannsókn. Strýturnar myndast þegar heitt og kalt vatn blandast saman en við það ferli myndast útfellingar. Strýturnar í Eyjafirði em allt að 10 metrar á hæð og em á aðeins fjórtán Arnarnesstrýtur í Eyjafirði Mikið lífer við háhitasvæðið i Eyjafirði metra dýpi, en það sé óalgengt. Bjami er ekki viss um hversu gamlar strýturnar séu. Þær séu hins vegar viðkvæmar og geta brotnað í mikl- um öldugangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.