Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 Sport r»v Öll félögin fengu leyfi Knattspyrnu- samband fslands tilkynnti í gær að öll félög sem hafa ; áunnið sér þátt- tökurétt í Landsbanka- deild karla í sumar fengu leyfi til að senda lið til þátt- töku í Landsbankadeildinni í sumar. Þurftu þau að uppfylla skilyrði sem meðal annars lúta að mannvirkj- um. Fjögur félög fengu leyf- ið án athugasemda, Breiða- blik, Fylkir, Grindavík og ÍA en önnur fjögur, FH, KR, Valur og ÍBV, voru sektuð um 10 þúsund krónur hvert fyrir að uppfylía ekki kröfúr sem gerðar eru til þjálfara yngri flokka. Keflvíkingar á skotskónum Hörður Sveinsson Vctr ekki einn um að skora fyrir félag sitt á Norðurlönd- unum um helgina en auk hans skoruðu þeir Hólmar örn Rúnarsson og Jóhann B. Guðmunds- son fyrir sín lið, sem bæði eru í Svíþjóð. Hólmar örn skoraði tvívegis í leik Trelleborg og Hassleholm, sem fyrrnefnda liðið vann, 4-1, og Jóhann skoraði annað marka GAIS í 2-0 sigri á Malmö FF, liði Emils Hallfreðssonar. Sænska úr- valsdeildin hefst þann 1. apríl næstkomandi og 1. deildin, sem Trelleborg leikur í, um miðjan apríl- mánuð. Real vilja Fabregas Fernando Martin, nýr forseti spænska úr- valsdeildarliðs- ins Real Mad- rid, sagði í gær að hann hefur áhuga á að festa kaup á Cesc Fabregas, hinum unga Spánverja sem slegið hefur í gegn hjá Arsenal. Hann er ekki nema átján ára en hefur þegar fest sig í sessi í byrjunarliði Arsenal og nokkuð víst að Arsene Wenger muni ekki sleppa takinu af leik- manninnum svo glatt. Fabrages var f unglingaliði Barcelona er hann fór frítt til Englands árið 2003, þá einungis 16 ára gamall. 19.30 Inter-Ajax í 16-liða úrslitum meistaradeild- arinnar í beinni á Sýn. 21.40 Útsending ffá leik Manchester City og | Aston ViUa í 16-liða úr- ■ - slitum ensku bikar- keppninnar á Sýn. 23.20 Þáttur um HM í knattspyrnu á Sýn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði í gær að það væri undir Michael Ballack sjálfum komið hvort hann gangi til liðs við Chelsea í sumar. Kæmi Ballack til liðsins gæti hann stillt upp sínu draumamiðjupari, sennilega á kostnað okkar manns. Jose Mourinho missti af Steven Gerrard. En hann er á góðri leið með að landa Michael Ballack. Mourinho sagði í gær að hann vilji fá hann til félagsins en biði eftir því að Ballack ákveði sig. „Hann sagðist þurfa tíma til að ákveða sig og virði ég það. Þetta er undir honum komið." Ég vil fá hann Mourinho sagði frá áhuga sín- um í samtali við þýska blaðið Bild. „Ég vil fá hann," sagði Mourinho. „Ballack er í mínum huga einn af bestu leikmönnum heimsins. Að mínu mati er aðeins Frank Lampard á sama stalli og hann í Evrópu. Þeir tveir væru draumapar á miðjunni." Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Lampard muni í sumar yfir- Michael Ballack er 29 ára gam- all og samningur hans við Bayern Múnchen rennur út núna í sumar. Það er ljóst að hann mun ekki gera nýjan samning við félagið og þykir nú langlíklegast að hann gangi til liðs við Chelsea. Eins og við greindum frá var fullyrt í enskum blöðum í lok febrúar að hann væri þegar búinn að komast að sam- komulagi við Chelsea en Ballack neitaði því. Síðan þá hafa þrír helstu keppinautar Chelsea, Manchester Únited, Real Madrid og Inter Milan, nánast gefið það upp á bátinn að fá hann til sín. gefa Chelsea og fara til Barcelona. En Mourinho mun sjálfsagt gera allt til að halda honum og þó svo að lið Chel- „Að minu mati er að- eins Frank Lampard á sama stalli og hann í Evröpu. Þeir tveir væru draumapar á miðjunni Eiður Smári Guðjohnsen hefur átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í byrjunarliði Mourinhos á leiktíð- inni og gætu tækifærin orðið enn færri ef þýski landsliðsfyrirliðinn kemur. Skyldi engan undra enda er samkeppnin um stöður í byrjunar- liðinu afar hörð og eins og sést á uppstillingu okkar væri varaliðið eitt og sér líklegt til afreka í hvaða deild sem er. sea sé sterkt á pappírnum væri hreint ótrúlegt að bæta nafni Ball- ack við þann lista. Varaliðið sterkt Til gamans höfum við stillt upp bæði aðal- og varaliði Chelsea eins og þau gætu litið út ef Ballack kemur til Englandsmeist- aranna. Michael Ballack og Frank Lampard Draum- ur Joses Mourinho. DV-myndir Reuters A-lið Chelsea Didier Drogba B-lið Chelsea Hernan Crespo Arjen Robben Joe Cole Damien Duff Shaun Wright-Phillips Frank Lampard Michael Ballack Nuno Maniche Eiður Smári Guðjohnsen • • Asier Del Horno Claude Makalele William Galias Wayne Bridge • • John Terry Ricardo Carvalho Petr Cech Michael Essien Robert Huth Paulo Ferreira • • Carlo Cudicini Glen Johnson Dennis Bergkamp með fleiri leiki í ensku úrvalsdeildinni en Peter Schmeichel Bergkamp næstleikjahæstur útlendinga Hollendingurinn Dennis Berg- kamp hefur verið á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal síðan 1995 og er nú orðinn næstleikja- hæsti útlendingurinn í ensku úr- valsdeildinni frá upphafi. Hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal gegn Liverpool um helgina og gerði sig reyndar sekan um slysaleg mistök er hann skaut bolt- anum í eigin hönd. Leikurinn var hans 311. í röð- inni með Arsenal í ensku úrvals- deildinni og skaust hann þar með upp fyrir Peter Schmeichel, sem lék lengst af með Manchester United en spilaði einnig með Aston Villa og Manchester City. Hann á þó talsvert langt í land með að ná þeim leikjahæsta, Dwight Yorke frá Trinídad & Tóbagó. Á sínum fjórtán ára ferli í ensku úr- valsdeildinni lék hann 348 leiki með Aston Villa, Manchester United, Blackburn og Birming- ham - í þessari röð. Eins og ís- lendingar vita vel er hann enn að, er fyrirliði landsliðs síns og spilar með ástralska úrvals- deildarliðinu Sydney FG. Eiður Smári Guðjohnsen kemst ekki inn á lista tíu leikjahæstu útlendinga í ensku úrvalsdeildnni en hann á að baki 183 slíka leiki með Chel- sea. Á hann rúma 70 leiki í að ná Harry Kewell, sem er í tí- unda sæti listans. eirikurst@dv.is Takk fyrir leikina Thierry Henry, fyririiði Arsenal, faðmar Dennis Bergkamp, féiaga sinn hjá liðinu. DV-mynd Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.