Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Dr. Gunniheima og að heiman Fulla fólkið með 5ur í iljar þegar ég heyrði fréttina af fulla fólkinu með eins árs smábarn sem fannst vafrandi um helgina um hánótt. Hneykslað- ur og reiður og hugsaði upphátt að svona fólk ætti að gelda svo hægt væri að koma í veg fyrir frekari óhamingju. Stoppa ættkvíslina af. Svo heyrði ég að þetta hefði verið fólk frá Balkanskaganum og það hafði bara ekki fengið neinn til að passa fyrir sig. Þá varð ég aðeins Ijúfari í afstöðu minni enda stranglega bannað að hugsa illa til nýbúa. En samt, hefði maður ekki bara sleppt því að fara í þetta partí? >erar geLdínaar ugnanlegt að hugsa til þeirrar eymdar sem troðið er upp á smábörn um allt land, svo ekki sé talað um allan heim. Mannleg eymd elur af sér mannlega eymd og svona gengur þetta í hringi, kynslóðum saman. Aumingja- skapur er uppeldistengdur sjúkdómur. Treysti mér samt ekki til að stinga upp á leiðum til að stoppa þetta af, þær væru alltof röff og brjálaður nasismi, eins og t.d. það að beita opinberum geldingum á fólki sem er með allt niðrum sig hvortsem er. Éghef heyrt um kasóléttar konur blindfullará skemmtistöðum. Ég hef heyrt af nýbakaðri móður í svaka stuði dauðadrukkinni á skemmtistað sem fór annað slagið út til að gefa smábarninu sínu brjóst Ég hef heyrt alveg nóg til að geta sett mig upp á móti fóstureyðingum. Eiain garður Én uss... Sa ýðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Þessi félagsmálapakki allur er líka svo flókinn og hörmulegur eitthvað að ég ætla ekki að þykjast hafa haldbæra skoðun á honum. Og á meðan ég er ekki beinlínis í vinnu hjá félagsmálaráðuneytinu dettur mér ekki í hug að hneykslast meira en þetta á fulla fólkinu með barnið. Ég vona bara að það haldi sér þurru og barnið vaxi ekki upp sem sami ræfill og foreldrarnir. Það eru náttúrlega til fullt af dæmum um fólk sem hefur rifið sig upp úr sárri fátækt, niðurlægingu, barsmíðum og almennu skítaeðli foreldra sinna. Og í stað þess að hneykslast meira ætla ég að einbeita mér að eigin garði og ekkert vera að flækjast með barnavagninn ef ég hryn í það. Það er í raun það eina sem maðurgetur gert. Leiðari / m Málid er athyglisvertfyrir þá sök að kœrandinn hófferil sinn sem kjaftfor strákur sem veittistaö valdsmönnum. Kominn á framfœri auglýsingaiðn- aðar er honum skeinuhœtt við liverju kuski sem á ímynd hansfellur. Páll Baldvin Baldvinsson Hætt er mönnum fall af stalli Dómur Jóns Finnbjömssonar í máli Ásbjörns Kristinssonar sem betur er þekktur sem söngvarinn og laga- smiðurinn Bubbi gegn Garðari Úlfarssyni ábyrgðarmanni og ritstjóra vikuritsins Hér og nú sætir nokkmm tíðindum. f dómnum er einkalíf einstaklings sem hefur í nær þrjá áratugi viðhaldið athygli á persónu sinni og list skyndilega talið heil- agt. Starfsmönnum fjölmiðla er bannað að taka mynd af viðkomandi einstaklingi, og þá um leið hverjum og einum, án sam- ráðs og samþykkis hans. Fjölmiðlum skal bannað að birta ljósmynd af viðkomandi, og þá um leið hverjum og einum, án sam- ráðs við myndefnið. Mun það gilda um inn- lenda menn sem erlenda? Hefur ekki í annan tíma verið kveðinn upp dómur í íslenskum rétti, ekki aðeins um ljósmyndatökur, heldur ekki síður um birtingu mynda sem takmarkar á svo frek- legan hátt tjáningarfrelsi. I rökstuðningi víkur dómari að aðstæð- um myndatökunnar og ályktar þar hvað hafl ekki „þýðingu í almennri þjóðfélags- umræðu" á hverjum tíma. Er svo komið að dómstólar vilji fara að ákveða það? Skal opinber umræða um hvað sem er fara eftir forskriftum Héraðsdóms Reykjavíkur hvað passi í almenna þjóðfélagsumræðu og hvað ekki? í öllum málatilbúnaði sækjandans gætti mikils tvískinnungs: fórnarlambið hefúr allan sinn feril farið fram á öllum sviðum opinbers lífs með stórum orðum ogyfirlýs- ingum um menn og málefni. Hann hefur margsinnis gert einkalíf sitt að umræðuefni á opinberum vettvangi og opinskátt rætt og kynnt og fleiprað um sína nánustu einka- hagi: tilflnningar, skoðanir og lífshætti, blygðunarlaust og berað sig eftir þörfum fyrir almenningi svo mörgum hefur ofboðið kapp hans og sýniþörf. En nú er Bleik brugðið. Ásbjörn Kristins- son telur loksins eftir hálfan mannsaldur að hann skuli ráða öllu sem um hann er sagt og af honum birt. Og dómari Héraðs- dóms Reykjavíkur telur hann hafa rétt tíl þess. Þau mörk munu væntanlega gilda líka um Ásbjöm sjálfan og setja umtali hans tun þekkta einstaklinga og óþekkta á opinber- um vettvangi shkar stilcur - og öllum öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu. Álit dómarans er fjarri öllum raunveru- leika í opinbera lífl - ekki bara Ásbjörns Kristinssonar, heldur líka allra annarra. Ef dómurinn skal ganga fram hefst almenn og víðtæk málsnyrting í landinu og verður að- eins jafnað til þess þegar almúgamenn voru dæmdir til tukthúsvistar fyrir að bölva kónginum - þessum danska. Málið er athyglisvert fyrir þá sök að kærandinn hóf feril sinn sem kjaftfor strákur sem veittist að valdsmönnum. Kom- inn á framfæri auglýs- ingaiðnaðar er honum skeinuhætt við hverju kuski sem á tilbúna ímynd hans fell- ur. Svo veikur er hann fyrir fafli af stalli sín- um. söngkonup iyrir Stuðmenn KiriTe Kanava Fæstódýrti gegnum kliku. 5pt Ingibjörg Þorbergs StuBboiti úrfortið. Björk Þarf bara »6 læra sérhljóðana. YokoOno Vantar nýtt band til að splitta. Helena Eyjólfsdóttir Selma Björns Kann textann við Kann íslensku. Hvita máva. Amen leysir engan vanda STJÓRNMÁLAMENN hræðast að taka á alvöruátakamálum í samfélaginu. Sérstaklega nú í aðdraganda kosn- inga. FRÆGT ER þegar Siv Friðleifsdótt- ir, þá nýtekin við sem heilbrigðisráð- herra, jarðaði hugmyndir um breytt íýrirkomulag í heilbrigðiskerfinu. Og sagði amen á eftir efninu. SIV VAR HRÆ0D við að ræða mögu- leika á því að hinir efnameiri gætu greitt sérstaklega fyrir skjótari þjón-, ustu í heilbrigðiskerfinu. Vissulega er hér um stórpólitískt mál að ræða. En af hverju má ekki ræða þennan möguleika? RÁÐUNEYTI SIVJAR sogar til sín stærstan hluta af skattpeningum al- mennings. Og útlit er fyrir að út- gjöld til heilbrigðis- og tryggingamála I siv Friðleifsdóttir hækki stöðugt. Ein lausn er að láta þá | Amen erengin lausn. sem eiga feita sjóði borga meira. Siv Fyrst og fremst verður að leita nýrra lausna. Ráðherr- ann á ekki að hræðast erfið viðfangs- efiii. AUK HEILBRIGÐISMÁLA er mennta- kerfið dýrt í rekstri. Kristín Ingólfsdótt- ir, rektor Háskóla Islands, vill koma skólanum í hóp þeirra hundrað bestu. Til þess þarf peninga. Og aftur pen- inga. Jafhvel þrefalt meiri peninga en HI fær nú úthlutað fr á ríkisvaldinu. „ÞAÐ ERU MISTÖK að líta bara til ríkisins eftir slíkum fjármim um. Nú er orðið mikið af efnuðu fólki í landinu," sagði Bemhard Öm Páls- son, prófessor við Kali- fomíuháskóla í San Di- ego í Bandaríkjunum, í Morgunblaðinu í gær. Kristín Ingólfs- dóttir VillkomaHI íhóp þeirra bestu. HRÆÐAST STJÓRNMÁLAMENN líka að ræða þessar hugmyndir fiá manni sem þekkir vel til reksturs háskóla í Bandaríkjunum - þar sem langbestu skólar heims em? Hingað til hafa þeir ávallt jarðað þessar hugmyndir og sagt amen á eftir efninu. SAMFYLKINGIN er meira að segja á móti því að taka upp skólagjöld í meistaranámi. Af hverju eiga hinir launalægri að greiða með sínum sköttum nám fyrir fólk sem mun ömgg- lega ganga strax inn í há- launastörf? Er það í anda jafiiaðarstefiiunnar? Það þarf að taka á þessum raunverulegu vanda- málum sem við blasa í heilbrigðis- og mennta- kerfinu. Bænimar einar leysaenganvanda. bjorgvin&dv.is Klúðrurum sparkað í feitar stöður „Fyrst klúðra menn öllu, svo eru þeir gerðir að sendiherr- um. Það hlýtur að vera grín þegar sagt er að þeir ætli að senda Albert Jónsson til Washington," skrifar Egill Helgason á síðu sína. Merin sem fylgst hafa með gangi mála í pólitíkinni undanfar- in ár og áratugi vita mceta vel að nákvœmlega þannig gengur þetta fyrir sig. Og má nefna allt of mörg dœmi. Smá texta- greining: Þarna e að gera Egill Helgason Lætur sem honum komi á óvart að Albert Jónsson sé orðinn sendiherra. Pétur og loðnugangan Pétur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins, hefur verið ráðinn fréttastjóri á Fréttablaðinu. Reyndur fréttastjóri var eitt sinn spurður af hverju blaðamenn, með pólitískan bakgrunn vceru ráðn- ir á ritstjórn blaðsins. Fréttastjór- inn svaraði um hæl: „Breytir loðn- an eitthvað göngu sinni þrátt fyrir að blaðamenn sem um hana skrifa hafa pólitískan bak- ---------------- grunnV' Pétur Gunnarsson Yfirgefur nú Halldór og fer til Þorsteins og Kdra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.