Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 2006 13 'ÍMé N/ordur 'yferdv/fe °9 Freyr /y/ardai íslendingar deyja af völdum heróíns Fimm látnir á árinu „Það hafa um fimm íslending- ar látist af völdum heróíns frá ára- mótum," segir Guðmundur Jónsson í Byrginu. Þetta er kaldur raunveruleiki. ís- lendingamir hafa allir látið h'fið er- lendis og oftar en ekki með spraut- una í handleggnum. Guðmundur segir íslendinga fara til Danmerkur til þess að kaupa og sprauta í sig heróíni. Þeir hafa nú fært sig til Jótlands. Þar hitta þeir frændur okkar frá Færeyjum en þeir eru mikið fyrir heróínið, meira en ís- lendingar. Vinsælasta sprautudópið á fs- landi er Contalgin. Morfínskylt lyf fyrir krabbameinssjúklinga á loka- stigum sjúkdómsins. Stórhættulegt lyf sem hefur dregið tugi íslendinga til dauða. Samkvæmt heimildum DV hafa um 12 einstaklingar látist af völdum sprautudóps frá áramótum. Vinsælasta sprautudóp Færey- inga er heróín. Guðmundur segir það vegna sterkra tengsla þeirra við Danmörku. „Það eru sennilega tengslin við Danmörku, þeir eru meira í þessu efiii en til dæmis Contalgini." Fleiri Færeyingar hafa sótt með- ferð hér á landi vegna heróíns en fs- lendingar. ur þeim tilfinning- um sem hann fann fyrir fyrst þegar hann komst að því hvernig ástatt væri fýrir Frey. Á þeim tíma höfðu ís- lensldr læknar nær enga reynslu af meðhöndlun sprautufi'kla. Njörð- ur lýsir því í seinni bók sinni hve grimmdarlegt honum þótti að heyra af því þeg- ar læknir stíaði Frey og vinkonu hans í sundur þar sem hann taldi að stúlkan ætti sér engrar undan- komu auðið frá fíkninni. Læknirinn taldi vonlaust að hjálpa henni út úr eymdinni en taldi einhverjar líkur á því að Freyr gæti staðið sig. Óraunsæir draumar Spá læknisins reyndist röng. Stúlkunni tókst að rífa sig upp úr hryllingnum. Hana dreymdi um að setjast að í sveit þar sem hún gæti ræktað matjurtir og hugsað um húsdýr. Draumar henn- ar þóttu óraunsæir en með þrjóskunni tókst henniþað. Húnkynnt- ist öðrum manni og settist með honum að uppi í sveit ásamt syni hennar og Freys og eignaðist fleiri börn. Hún gerði það sem hana dreymdi um og féll ekki aft- ur þótt hún þyrfti að ganga í gegnum mestu skelflngu sem dunið getur yfir fólk. Börnin voru fundin látin Á nýársnótt ársins 1994 fórust tvö ung systkini í eldsvoða á bæ í Biskupstungum. Tíu mánaða barn bjargaðist út fyr- ir snarræði 18 ára gamallar stúlku en henni tókst að koma því úr eldinum á síð- ustu stundu. „Það hafði kvikn- að í bæ Ástu og hann brunnið. Sonarson- ur okkar og lítil hálfs- ystír hans voru ófund- in. Ég keyrði strax til að ná í son okkar. Við biðum fregna fram til klukkan að verða sjö. Þá var hringt aft- ur. Börnin voru fundin látin." Með þessum orðum lýsir Njöð- ur þeim hörmungum sem enn voru lagðar á fjölskyldu ltans í bókinni Eftirmál. Ástandið hefur stórlega versnað „Ég veit að menn sem verða fyr- ir miklum áföllum sem þeir skilja ekki, segja oft: „Af hverju ég?" í eins konar ásökunartón. Þótt þeir viti ekki hvern eða hvað er hægt að ásaka. Fyrir tuttugu árum var heró- ín einhvers staðar langt í burtu, þangað tíl það teygði allt í einu tor- tímandi anga sína inn í líf mitt. Svo er ekki lengur. Eiturlyfin eru allt í kringum okkur. Ekki var nú mik- ið gagn í þeirri makalausu yfirlýs- ingu að Island yrði án eiturlyfja árið 2002. Þvert á mótí hefur ástandið stórlega versnað," segir Njörður í bókinni Eftirmál. Heroin finnst í fyrsta skipti á Leifsstöð Njörður P. Njarðvík hefur ávallt haldið í vonina um að sonur hans ætti eftir að bjargast úr heljar- greipum eiturlyíjanna. Síðastliðinn sunnudag var Freyr gripinn með heróín í iðrum sínum á Leifsstöð. Þetta var í fyrsta skipti sem tollgæsl- an á Keflavíkurflugvelli lagði hald á þetta sterka og banvæna efni sem hefur eyðilagt líf svo margra. Njörður vildi ekki ræða við blaðamenn um son sinn. Eftirmál „Þórarinn segir að litlar líkur séu á að hann lifi af enn eitt fallið. Ég sit í myrkrinu og get ekki varast að end- urlifa á svipstundu þennan langa tíma sem allt í einu hefur þurrkast út,“ segir í lok bókarinnar Eftírmál. karen@dv.is , s, # i ** i l\\r\ t w < .* Freyr Njarðarson Heldurræðu a alþjóðlegri barnaskemmtun fyrir mörgum árum. Freyr hefur inni á milli náð að halda sig frá vímuefnum og barist gegn notkun þeirra. Siðan þetta gerðist segir Njörð- ur að sonur hans hafi aldrei getað haldið sig frá eiturlyfjum nema í fá- eina mánuði í senn. Þá hafi Freyr fest í vítahring neyslu og meðferða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.