Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 4

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 4
Forystugrein Búfé á vegsvœðum Þjóðvegir liggja um lönd fjölda jarða í land- inu, sumir fjölfarnir, og hefur slysahætta á þeim aukist mikið á seinni árum vegna meiri umferðar og hraðari aksturs. Eitt er víst að bíl- ar og búfé eiga ekki samleið á vegsvæðum. A liðnum áratug hafa þrjár nefndir, hver á eftir annarri, leitað leiða til að draga úr slysa- hættu í umferðinni þar sem ökutæki og búfé eiga í hlut, nú síðast nefnd landbúnaðarráð- herra sem skipuð var sl. sumar. Hún skilaði nýlega áfangaskýrslu sem gæti markað tíma- mót. Nefnd þessi, sem hefur verið kölluð "Vegsvæðanefnd", er skipuð þeim Níelsi Árna Lund, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu sem jafnframt er formaður hennar, Olafi R. Dýrmundssyni, landnýtingarráðunaut, til- nefndum af Bændasamtökum Islands, Runólfi Olafssyni, framkvæmdastjóra, tilnefndum af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Stefáni Eiríkssyni, deildarstjóra, tilnefndum af dóms- málaráðuneytinu, Stefáni Erlendssyni, lög- fræðingi, tilnefndum af samgönguráðuneytinu og Valgarði Hilmarssyni, oddvita, tilnefndum af Sambandi íslenskra sveitafélaga. Ritari nefndarinnar er Sigríður Norðmann lögfræð- ingur í landbúnaðarráðuneytinu. í áfangaskýrslunni kemur fram að nefndin hafi aflað margvíslegra gagna og kannað ýmis sjónarmið, ferðast til að kanna aðstæður og yfirfarið lög og reglugerðir sem málið varða. Þá er vikið að óhöppum og slysum þar sem ekið hefur verið á búfé svo og tryggingamálum og dómum um árekstra ökutækja og búfjár. Á það er bent að Vegagerðinni sé nú lögum samkvæmt aðeins skylt að girða með vegum sem lagðir eru um ræktað land og girt heima- lönd og hafi markmiðið fyrst og fremst verið að loka viðkomandi löndum en ekki að friða vegi fyrir búfé. Þá hafi vegagirðingar og rist- arhlið ekki verið innifalin í stofnkostnaði við nýframkvæmdir vega. Augljóslega væri mik- illa úrbóta þörf þótt hvorki væri raunhæft að friða öll vegsvæði með girðingum né banna lausagöngu alls búfjár í landinu. Bent er á ýmsar leiðir til úrbóta. Veigamest er það álit nefndarinnar að friða skuli a.m.k. fjölförnustu og hættulegustu vegina markvisst með samfelldum girðingum. Veitt verði auknu fjármagni til Vegagerðarinnar, sem ábyrgist að öllu leyti nýgirðingar, viðhald og eftirlit á friðuðum vegsvæðum, en viðkomandi sveitar- stjórnir annist og kosti handsömun og ráð- stöfun fénaðar sem kemst inn á þau. Þá er bent á að í stað samfelldra vegagirðinga geti sums- staðar verið hagkvæmara að girða beitarhólf fyrir búféð, einkum þar sem það er orðið fátt. Þess hefur nú verið farið á leit við Vegagerðina og sveitarfélög um land allt að gerð verði sam- eiginleg úttekt á stöðunni fyrir 1. júlí nk. og jafnframt verði áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir sem brýnastar eru taldar. Lagðar eru fram tillögur urn að lögleidd verði sérstök umferðarmerki, t.d. með mynd- um af búfé, er aðeins verði heimilt að nota á vegsvæðum sem ekki eru friðuð og þar sem ökumenn geti átt von á að búfé geti verið á ferli. Ljóst er að margir þurfa að taka höndum saman um að bæta það ástand sem skapast hef- ur á vegsvæðum. Framangreind skýrsla er þarft framlag til málefnalegrar umfjöllunar unt þann vanda sem við blasir. Miklir hagsmunir eru í húfi því að bændur þurfa að geta búið í sátt við vegakerfið og umferðina og ökumenn þurfa að fá tryggingu fyrir meira öryggi á veg- unum. Allir þurfa að taka á sig aukna ábyrgð. Ólafur R. Dýrmundsson. 4- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.