Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 28

Freyr - 01.03.1999, Blaðsíða 28
Nr. Islenska Norska Nr. Islenska Norska 1 Ökwnannshús Fprerhytte 20 Vifta Vifte 2 Ökumannssœti Fprcrplass 21 Hratsnigill Returskrue 3 Hálmvinda Halmtrommel 22 Kornsnigill Kornskrue 4 Þreskivölur Slager 23 Baksáld Retursáld 5 Þreskihvelfa Slagbru 24 Bakvörn Oppfangerplate 6 Steinafella Steinkasse 25 Efra sáld Oversáld 7 Fœristokkur Loelevator 26 Neðra sáld Undersáld 8 Sópvinda Kamliaspel 27 Kornplata Kornplate 9 Fœrisnigill Skjœrebordsskrue 28 Forsáld Forsáld 10 Axlyftur Legdeláfter 29 Hálmhristill Halmrister 11 Stráskilja Stráskiller 30 Hristillenging Risterforlenger 12 Meiðar Skjœrebordmei 31 Tœmisnigill Tpmmerskrue 13 Steinavörn Steinstopper 32 Hálmspjald Halmbrems 14 Ljár Skjœreapparat 33 Botnsnigill Bunnskrue 15 Þrýstikútur Gassakkumulator 34 Hvelfulenging Bruforlenger 16 Vökvatjakkur Hydraulikksylinder 35 Hreyfdl Motor 17 Gormur Skruefjœr 36 Korngeymir Korntank 18 Loftspjald efra Spjeldfor overluft 37 Dreifisnigill Fordelerskrue 19 Loftspjald neðra Spjeldfor underluft 38 Hlíf Mpne borðið er mun breiðara en þreskill vélarinnar og sér færisnigill skurð- arborðs um að safna uppskerunni að miðju og miðla til færistokks sem er af svipaðri breidd og þresk- illinn. Breidd skurðarborðs er nokkuð breytileg eftir stærð þreskivélanna. Algengustu stærðir eru á bilinu 3- 7,5 m. Á breiðum vélum er yfirleitt hægt að taka skurðarborðið af á handhægan hátt og setja það á vagn þegar flytja þarf vélina á milli staða. Skurðarborðið getur verið ýmist stutt eða langt. Stutt borð (amerísk gerð) er um 45 cm langt, mælt frá fingraoddum og aftur að snigli. Langt borð (evrópsk gerð) er um 60 cm langt. Stutt borð hentar einkum vel ef strálengd þeirrar korntegundar sem þarf að skera er mjög stutt eða þegar stráið er skorið ofarlega. Stutt borð er hins vegar vandnotað þegar strálengdin er mikil og eins ef akurinn er í legu en þá er hætta á að færisnigillinn nái í plöntuna áður en ljárinn sker hana. Þá dregst hún upp með rót- um og með fylgir jarðvegur inn í vélina sem er hið versta mál. Hægt er að draga úr þessum vanda með því að hækka færisnigilinn. Langt borð er almennt talið henta betur en stutt borð, ekki síst á norð- lægum slóðum. Með löngu borði er auðveldara að leggja uppskeruna inn á borðið með öxin á undan, sem er mikilvægt fyrir þreskinguna, mötunin verður yfirleitt jafnari, það gengur betur ef akurinn er kominn í legu, og löngu borðin eru formuð þannig að rétt aftan við ljáinn er upphækkun sem virkar bæði sem vörn gegn steinum og jarðvegi og kemur auk þess í veg fyrir að smáöx, sem kastast frá færisnigli, fari út af borðinu. Hætta við löngu 28- FREYR 2/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.