Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 6

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 6
Skáleyjar hafa mikið aðdráttarajl á Leif og ífyrrasumar tók hann stjórn og starfsfólk Lánasjóðs landbúnaðarins með sér út í eyjarnar. Vinsta megin eru þingmennirnir Guðni Agústsson og Steingrímur J. Sigfússon en til hœgri er Hildibrandur Bjarnason, bóndi i Bjarnarhöfn. hverjum degi, jafnvel þó að ég væri í skóla. Hins vegar er ég með of- næmi fyrir heyi og það kom senni- lega í veg fyrir að ég færi út í bú- skap.“ Sá ekki til sólar í lögreglunni - En þú fórst samt í framhalds- nám í búvísindum. „Já, en ekki alveg strax þvi að fyrst var ég sumartíma á Bessa- stöðum hjá Jóhanni Jónassyni, bústjóra, og Margréti, konu hans, og síðan lögreglumaður suður í Keflavík. Þetta var óþurrkasumarið 1955 og sá aldrei sól allt sumarið, ekki einn einasta dag. Eftir vandlega umhugsun fannst mér þetta ekki framtiðin fyrir mig. Þegar það kvisaðist að ég hugðist hætta var mér boðin stöðuhækkun en þá var ég búinn að ákveða að fara aftur að Hvanneyri í fram- haldsdeildina og sé ekki eftir því.“ - Þú hefur ekki séð þig fyrir þér sem lögreglustjóra. „Nei, það hefði ekki átt við mig. Ég kunni þó ágætlega við starfíð þennan stutta tíma. Yfirmaður minn var Sigtryggur Ámason sem sótti í það að fá sveitamenn til starfa enda sjálfur uppalinn í sveit.“ - Hvernig var búvísindanámið á þessum tíma? „Þetta var almennt nám enda engin sérhæfing komin á eins og siðar varð. Við höfðum góða kenn- ara og nutum þess að hafa að kenn- uram menn sem voru þá starfandi í landbúnaði, Halldór Pálsson, Hjalta Gestsson og fleiri. Þeir kenndu viku og viku og maður drakk í sig allt sem þeir sögðu. Á þessum tímum var lítið um kennslubækur svo að við urðum að skrifa niður fyrirlestr- ana. Prófdómari minn, Guðmundur Jónsson á Hvítárbakka í Borgar- fírði, sagði einhverju sinni við mig: Voðalegt er að sjá hvemig þú hefur skemmt rithöndina þína hér. Ég þekki reyndar engan sem ekki hefur skemmt hana hér í deildinni. - Þetta var rétt hjá honum því að ég hafði skrifað þokkalega vel áður en ég kom þangað en hraðritunin fór illa með rithöndina. Á þessum tíma var verið að þyngja námið við deildina og við urðum að fara fyrst í undirbúnings- deild á Laugarvatni í mánaðartíma. Á milli námsvetranna réð ég mig til Búnaðarsambands Austurlands. Þar vann ég með Páli Sigbjömssyni sem ég átti síðan eftir að kynnast náið.“ Tvö ár á Austurlandi - Hvaó tók svo við að námi loknu? „Við hjónin giftum okkur vestur í Skáleyjum um Jónsmessuna 1957, en konan mín er þaðan og heitir María Steinunn Gísladóttir. Við fómm svo austur til Egilsstaða þar sem ég hafði ráðið mig til starfa sem ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Austurlands. Þar stoíhuðum við heimili og bjuggum í húsi með Páli og Ingunni konu hans. Við undruðumst það oft síðar að þau skyldu þora að hleypa okkur inn á sig, minnka við sig plássið og deila með okkur eldhúsi. En úr þessu varð ævarandi vinátta milli okkar og þeirra hjóna.“ - Hvernig kunnirðu við Austfirð- inga? „Ég kunni vel við þá og má kannski segja að starfstíminn þar hafi verið mín frumraun. Og þótt nú séu komin fjörutíu ár frá því við fóram þaðan eigum við enn vini þar eystra. Þetta var ánægjulegur tími fyrir mig en kannski ekki eins góð- ur fyrir konuna. Ég þurfti að vera mikið á ferðinni og ferðimar tóku gjarnan allt upp í tvær vikur enda héraðið stórt. Það náði norður í Skeggjastaðahrepp og suður í ÁlftaQörð. Vegimir vora vondir á þessum tima og ekki farið af stað án þess að vera í nokkra daga hið minnsta. Ég var náttúrlega ungur og lítt lífsreyndur og eins og ungra manna er háttur þá halda þeir að þeir viti alla skapaða hluti. Einu sinni rak ég mig á að það gæti verið viturlegra að tala dálítið varlega. þá kom ég á bæ í Norður-Múlasýslu til að mæla jarðabætur. Ég fór að spjalla við hjónin og þau höfðu mestan áhuga á að ræða við mig um vatnsleysi á bænum en við það höfðu þau búið alla sína búskapartíð. Ég gerðist djarfur og benti á borg austan við bæinn þar sem var votlendi milli holta og sagði að þar hlyti að vera hægt að fá vatn. Bóndi vildi ólmur fá mig þangað og þar taldi ég mig finna góða lind sem ætti að gefa 6 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.