Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 13

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 13
1. tafla. Efnainnihald uppgraftar. pH K (me) Sýnataka, staður Fjöldi (meðaltal) (meðaltal) Úr botnleðju 3 5,18 0,44 Úr uppgreftri 6 5,08 0,29 Úr spildu lyrir dreifíngu 2 5,78 0,44 áburði og jafnframt kannað hvort það næði að dreifa uppmokstri úr skurðum. Mokað var með hefð- bundnum hætti, þ.e. skurðgrafan ók meðfram bakkanum jafnhliða því sem hún hreinsaði, en í stað þess að leggja ffá sér hrauka var mokað beint í dreifarann um leið hann dreifði og fylgdi gröfunni eftir. Gerðar voru mælingar á skiptingu verkþátta við gröftinn og eru niður- stöðumar sýndar á 1. mynd. Skurð- gröfuskóflan var um 185 cm á breidd, en skóflugerð er eitt af þeim atriðum sem hvað mest áhrif hafa á afköstin. Af niðurstöðunum má sjá að lengstan tíma tekur að „snúa“ og „grafa í skurði“. Þá var sérstaklega tekið út úr mælingunum tíðni aðgerða og era niðurstöðumar sýndar á 2. mynd. Aðgerðin „snúa gröfu“ er þar mjög áberandi og verður hún eðlilega stærri hluti þar sem grafan þarf að snúa meira við mokstur í dreifara, eða um 180°. Afköst gröfunnar mæld í lengdarmetrum reyndust eðlilega nokkuð misjöfn eftir eðliseiginleikum efnisins sem moka þurfti upp. Þar koma til at- riða eins og vatnsmagn í skurðin- um, eiginleikar botnleðjunnar og hversu mikið botninn og hliðamar eru grónar upp. Við meðalaðstæð- ur náðist að hreinsa upp úr um 41-58 lengdarmetrum á klst., eða við bestu aðstæður gátu afköstin orðið allt að 80 metrar eins og vik- ið verður að síðar. Eiginleikar og efnainnihald uppgraftar Strax og farið var að vinna við að tengja saman vinnu skurðgröf- unnar og tækis til að dreifa því j afnóðum sem upp úr skurðunum kom vökn- uðu spurn- ingar um h v a ð a efnainni- hald væri í uppgreftin- um og hvað hugsanleg áhrif hann gæti haft á gróðurinn. Því voru tekin nokkur sýni til skoðunar. Ekki ber að líta á þær niðurstöður sem hér verða kynntar sem skipu- lagðar athuganir á þessum vett- vangi, heldur til að vekja athygli á að full þörf virðist vera á að rannsaka þennan hluta endur- ræktunarinnar mun betur, einkum með hliðsjón af hvernig haga beri jarðvinnslunni, t.d. hvort æski- legt er að plægja uppgröftinn nið- ur eða hafa hann með í efri hlut- um gróðurbeðsins. Sýnin voru tekin úr algengu ræktunarlandi, þ.e. úr 10 ára gömlum skurðum á mýrartúnum í Bæjarsveit í Anda- kilshreppi. Áhugi var til að mynda á að athuga sýrustig og hvort greina mætti uppsöfnun á kalíum. I 1. töflu eru sýndar nið- urstöður nokkurra mælinga. Um var að ræða tvær spildur á fram- ræstri mýri, en önnur spildan náði þó yfir á sendið land. Eðli upp- graftarins var í þessu tilfelli mjög misjafnt eftir því hvar úr skurðin- um var tekið. í botni skurðanna er oft svört eða rauð leðja, en vot- lendisgróður með öflugu rótak- erfi er þar áberandi. 1 skurðhlið- inni var oft nokkuð mildinn jarð- vegur grasi gróinn og snarrót áberandi. Ofan á skurðbakkanum er jarðvegurinn að jafnaði svip- aður og í túnunum. Eftir viðræður við sérfræðinga um hugsanlega myndun eiturefna í loftfirrtu um- hverfí eins og skurðbotnum var ákveðið að gera einnig litla rækt- unarathugun (pottatilraun), þar sem sáð var í „hreinan“ uppgröft, blandaða sáðmold með uppgreftri (50/50) og til samanburðar í hreina sáðmold. Notað var fræ af sumarrepju, vetrar-rýgresi, byggi og sumarhöfrum. Athuguð var spírun og uppskera eftir 90 daga frá sáningu. Til viðbótar var einn- ig bætt við einu sýni sem tekið var í skurðbotni úr mýri á Hvann- eyri. Þá var skoðað sérstaklega hvert spírunarhlutfallið var með tilliti til uppruna sýnanna, þ.e. úr botni skurðs, eða úr blönduðum upp- greftri. Þannig samanburði er stillt saman á 4. mynd. Áréttað skal aftur að gagnasafnið er lítið ro O) ro T3 o CM r Q) C 3 k_ Q. </> 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% ■ Uppgröftur ■ Blandað Sáðmold i&’ Tegund fræs 3. mynd. Spírunarhlutfall eftir 20 daga í pottum. FREYR 7/99 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.