Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 6

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 6
voru þau því rétt kjörin sem forset- ar þingsins og tóku þegar við stjórn þess. Gestir Skrifstofustjóri Búnaðarþings var Magnús Sigsteinsson, en ritari gjörðabókar var Gylfi Þór OiTason. Þá sátu þingið landsráðunautar Bændasamtakanna og aðrir fast- ráðnir starfsmenn, sem hafa þar málfrelsi í málum þeim viðkom- andi. Gestir við þingsetninguna voru meðal annarra þessir (sumir gestir voru í fylgd maka): Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, Guðni Agústsson, landbúnaðarráð- herra, Jón Helgason, fyrrv. formað- ur Búnaðarfélags Islands, Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður Stéttarsambands bænda, Jónas Jónsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri, alþingismennirnir Guðjón Guð- mundsson, Drífa Hjartardóttir, Jón Bjarnason, sr. Hjálmar Jónsson, Kristinn H. Gunnarsson, Gísli Ein- arsson, Einar Oddur Kristjánsson og ísólfur Gylfi Pálmason. Elín Magnúsdóttir, Hrísum, Egill Jóns- son, fyrrverandi alþingismaður, Friðjón Þórðarson fyrrv. alþingis- maður og ráðherra, Magnús B. Jónsson, skólastjóri Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri, Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvann- eyri og formaður stjómar Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins, Jón Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, Pálmi Jónsson, form. banka- ráðs Búnaðarbanka íslands, Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka Islands, Þorsteinn Tómasson for- stjóri RALA, Jónas Bjamason, for- stöðumaður Hagþjónustu landbún- aðarins, Björn Sigurbjörnsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri, Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri, Sveinbjörn Eyjólfsson, Guðmund- ur Sigþórsson, Níels Arni Lund, Hákon Sigurgrímsson og Sigurður Þráinsson, landbúnaðarráðuneyt- inu, Árni ísaksson, veiðimálastjóri, Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri, Hjalti Gestsson og Anna Margrét Stefánsdóttir, fyrrverandi búnaðar- þingsfulltrúar, Leifur Kr. Jóhannes- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins, Árni Jónsson, fyrrverandi landnáms- stjóri, Páll A. Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, Ólafur Guðmunds- son, forstöðumaður Aðfangaeftir- litsins, Óskar H. Gunnarsson, fyrr- verandi forstjóri Osta- og smjörsöl- unnar sf., Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri SAM, Guð- mundur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Lánasjóðs landbúnaðarins, Stefán Sigfússon, fulltrúi hjá Land- græðslu ríkisins, Jón M. Guð- mundsson, Reykjum, Sigurður Sig- urðarson, dýralæknir, Ingibjörg Tönsberg, fyrrv. alifuglabóndi, Snorri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags Islands, Stefán Á. Jónsson, bóndi, Kagaðarhóli, Páll Ólafsson, bóndi, Brautarholti, Sigurður Sigurðsson, fyrrv. bóndi, Brúnastöðum, Skafti Benediktsson, fyrrv. ráðunautur, Gunnar Hólm- steinsson, skrifstofustjóri Bænda- samtakanna, Áskell Þórisson, rit- stjóri Bændablaðsins, Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys og fréttamenn fjölmiðla. Ræða formanns formanns Bændasamtaka íslands, Ara Teitssonar Ræða formanns er birt í heild aftar í blaðinu. Tónlistarflutningur Feðgarnir Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson léku saman á píanó og fiðlu. Ávarp iandbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar Ráðherra hóf mál sitt á því að lesa eitt erindi úr Aldamótaljóði Hannesar Hafstein, en eina línu í því, „Árdegið kallar, áfram liggja sporin", hefur hann gert að eink- unnarorðum fyrir níu fundi sem hann hefur haldið að undanfömu víða um land. Hann kvaðst fara um landið með von og vissu um að íslenskur landbúnaður eigi sér mik- ið hlutverk í framtíðinni. Hann minnti á Landsmót hestamanna í Víðidal í Reykjavík á sl. surnri, bú- vörusýninguna BÚ 2000 og kúa- sýningu í Ölfushöll, Kýr 2000, en hann sóttu yfir 1000 manns. Já- Frá setningu búnaðarþings 2001. Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands, Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri BÍ og Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Fremst á myndinni sér f bakið á Elínu Magnúsdóttur á Hrísum, konu Ara Teitssonar. 6 - FR6VR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.