Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 14

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 14
Þórhildur Jónsdóttir, Ketilstöðum, og Sigríður Jónsdóttir, Gýgjarhólskoti. með komið í góðan farveg. Sam- keppnisstofnun hefur komið mikið við sögu málum sem snúa að sölu garðyrkjuafurða og haft í frammi miklar athugasemdir við samruna- ferli afurðastöðvanna. Stofnunin lítur á garðyrkjubændur sem aðila á sama sölustigi og þar með sé þeim óheimilt að hafa á milli sín samráð. Þeir hafa hins vegar engar athuga- semdir gert við það að Baugur og Kaupás séu kaupendur af 90% af öllum landbúnaðarafurðum bænda. Að síðustu fjallaði hann um félags- kerfið og minnti á að þegar núver- andi fyrirkomulag stjórnarkjörs hafi verið ákveðið fyrir sex árum hafi hann lagt til að að einungis fimm menn skipuðu stjórn. Hann kvaðst enn sama sinnis og beindi því til félagsmálanefndar að taka það til skoðunar. 13. Sigríður Jónsdóttir kvað þing- fulltrúa verða að halda vel á spöð- unum til að afgreiða öll þau mál sem fyrir þinginu liggja. Bændur njóta velvildar almennings um þessar mundir og þjóðin virðist reiðubúin til þess að slá skjaldborg um íslenskan landbúnað. Við þurf- um að móta heildarstefnu fyrir landbúnaðinn sem byggir á hrein- leika hans og að þeirri vinnu verður allt félagskerfið að koma. Gildandi búvörusamningar rnynda hluta þessarar stefnu. Bændasamtökin verða að taka fullan þátt í umræð- unni um hugsanlega ESB-aðild. Hún minnti á að norskir bændur hafi haft mikil áhrif á að Norðmenn gengu ekki í sambandið og svo virðist sem Svíar sjái nú eftir inn- göngu. Hún fagnaði fjölgun kvenna í röðum þingfulltrúa, en betur má ef duga skal. Þá greindi hún frá því að fyrir tilstuðlan Bændasamtakanna hafi henni á sl. ári gefist kostur á að taka þátt í ráð- stefnu í Svíþjóð um um þátttöku kvenna í félagsmálum landbúnað- arins. Þar var bent á að þátttaka minnihlutahóps eins og kvenna í félagsmálum hefði ekki afgerandi áhrif fyrr en hún væri orðinn a.m.k. 35%. Að síðustu bar hún frarn þá ósk um að mark verði tekið á þeim átta konum sem nú sitja búnaðar- þing. 14.Ásta Ólafsdóttir lýsti ánægju sinni með þau tímamót að Lands- samtök vistforeldra í sveitum ættu nú fulltrúa á búnaðarþingi. Staða íslensks landbúnaðar er ekki nægi- lega góð og tekjur heimilanna eru of litlar. Umræðumar í dag hafa snúið að dýrahaldi en vistforeldrar eru að vinna með fólk og eiga því samleið með ferðaþjónustubænd- um. Þessir aðilar eiga að geta unn- ið meira saman í framtíðinni. Landssamtök vistforeldra í sveitum eru lítil samtök og fátækt setur starfsemi þeirra þröngar skorður. Hún kvað hins vegar mjög mikil at- vinnutækifæri vera í faginu sem brýnt væri að bændur nýttu. Vistun bama hentar vel með smáum bú- skap. En til þess að geta nýtt sér þessi tækifæri verður að efla menntun í faginu verulega. Sam- tökin hafa verið í sambandi við Barnaverndarstofu sem lýst hefur áhuga sínurn á aukinni menntun bændafólks í þessum efnum. Með betri menntun verða störfin enn- fremur betur launuð. Koma þarf þeim börnum, sem eiga í félagsleg- um erfiðleikum, út í sveitir landsins þar sem sinna má þeim af alúð og gera þau að góðum og gegnum þjóðfélagsþegnum. Þá hefur komið fram áhugi hjá erlendum aðilum á því að koma bömum hingað til vistunar, en það væri góður sam- starfsvettvangur við ferðaþjónustu- bændur. 15. Hrafnkell Karlsson tók undir orð Kjartans Ólafssonar og bauð skógarbændur og vistforeldra vel- komna á búnaðarþing í fyrsta sinn. Efla verður menntun þeirra sem landbúnað stunda. Þá fjallaði hann um skattamál í landbúnaði og greindi frá störfum sínum í starfs- hópi ríkisskattstjóra um framtöl og skattskil í landbúnaði. Starfshópur- inn hefur skilað tillögum um gjald- færslu á kaupum lífdýra í landbún- aði, en samkvæmt þeim verður heimilt að gjaldfæra lífdýrakaup að fullu, innan vissra takmarka, á fimm árum. Gengið verður frá reglugerð um þetta efni á næstu dögum þannig að þetta taki gildi frá og með skattaárinu 2000. Margir bændur hafa lent í miklum vand- ræðum vegna þessa, sérstaklega hrossabændur og eldri skattareglur hömluðu þannig hrossaræktinni að starfa eðlilega. Hann lýsti síðan fyrirhuguðum breytingum á fram- talseyðublaðinu. Lýsti síðan 14 - FR€VR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.