Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2004, Page 8

Freyr - 15.12.2004, Page 8
Reiðskemman á Skáney er notuð til tamninga. (Freysmynd). hann í dag. Við reynum yfirleitt að fylgjast með hrossunum sem fara frá okkur, hvemig gengur og hvað verður um þau. Hross til útflutnings? Útflutningurinn er minni nú en hann var, t.d. á tímabilinu 1975- 1990, þá kom fyrir að við seldum út allt upp í 13 hross á einu bretti. Nú fer þetta oft þannig fram að hinn erlendi kaupandi kemur hingað og velur sér hest, eða „mátar sér hest“ eins og við segj- um stundum. Við höfum selt hross til flestra Evrópulanda, sem kaupa íslensk hross á annað borð, sem og til Bandaríkjanna og Kanada. Amer- íkumarkaðurinn er miklu þyngri og erfiðari en sá evrópski vegna þess að í Evrópu eru menn komn- Skáney var útnefnd Hrossaræktarbú Vesturlands árið 2004. Bjarni, Haukur og Birna með verðlaunagripinn. Myndin er tekin á Hótel Borgarnesi. ir miklu lengra í reiðmennsku og þekkingu á íslenska hestinum. Er svo ekki flutningskostnaður meiriþangað en til Evrópu? Jú, en það skiptir ekki máli ef kaupandinn ætlar að eignast grip- inn. Á móti kemur að það eru ekki tollar á hross þangað, eins og inn á Evrópu. I Ameríku er greitt fyrir sóttkví, í 2-3 sólarhringa, sem við teljum að sé óþarfi þegar hross koma frá Islandi. I Evrópu greiðir kaupand- inn auk flutnings, toll, svokallað- an geldingaskatt, en inn í Noreg er kjötskattur, nkr. 5 á kg, þó að há- marki 5000 nkr. en ekki tollur. Þetta er verulegur þröskuldur í þessum viðskiptum og okkur finnst úrelt fyrirbæri nú þegar komið er fram á 21. öldina. Svona tollur er ekki í Ameríku og það dregur úr verðmuninum austan hafs og vestan þar upp er staðið. 1 Ameríku er kaupandinn eldri og þarf meiri stuðning og leiðbeiningar. Einkennishópurinn þar eru konur á miðjum aldri, sem eru búnar að koma upp bömum sínum og eiga peninga og kaupa sér hest sér til yndis og ánægju. En það er fleira fúrðulegt í þess- um efnum. Færeyingar hafa lengi keypt af okkur hross og áður fóm þau með skipi, en þau máttu ekki fara beint í land í Færeyjum vegna þess að þar er ekki tollhöfn fyrir ESB, heldur þurfti gámurinn að fara í land í Árósum í Danmörku og bíða þar í hálftíma og þar með var hrossið komið til ESB lands og aftur um borð og þvældist næst með skipinu í 10 daga um Norður- löndin áður en það kom aftur til Færeyja, þá fyrst fékk það að fara frá borði. Þá urðu að vera 8 hross í gámnum, það mátti ekki vera eitt eða tvö. ESB „reglumar“ láta ekki að sér hæða. Alls ekki má nota Norrænu, ferjuna flottu. ESB bannar það. Það kostar um 30 | 8- Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.